Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 9

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 9
9 Ætlaði alltaf að verða skipstjóri Bjarni er fæddur og uppalinn á Akureyri og hóf sjósókn ungur að árum. Fór fyrst með föður sínum, Bjarna Jóhannessyni skipstjóra á Snæfelli EA 740 sumarið þegar hann var 7 ára gamall, árið 1956. „Barnavernd hefði líklega þurft að skipta sér eitthvað af þessu ef gerst hefði í dag, en þá voru aðrir tímar og þótti ekki tiltökumál þó strákar færu með pabba sínum á sjó þetta ungir,“ segir Bjarni, sem strax fann taktinn og ákvað að hann skyldi verða skipstjóri þegar hann yrði stór. „Við vor- um spurð að þessu krakkarnir í bekknum þegar við vorum 7 ára, flestir strákar vildu verða löggur eða slökkviliðsmenn, en við vorum tveir sem horfðum í aðrar áttir. Ég kvaðst ætla að verða skipstjóri og Árni Gunnar Sigurðsson bekkjarbróðir minn, flugstjóri. Báðir stóðu við ákvarð anir sínar.“ Bjarni segir að Snæfellið gamla hafi verið merkilegasta skip sem smíðað hefur verið við Eyjafjörð. Það var smíðað í Skipasmíðastöð KEA og fór á flot árið 1943. Skipið var 167 tonn að stærð, stærsti trébátur þess tíma. Bjarni fylgdi föður sínum á sjóinn næstu sumur, 1957, ‘58 og svo á Björgúlf frá Dalvík sumarið 1959. „Síðasta sumarið var ég munstraður um borð sem skítakokkur og fékk að skræla kartöflur og vinna fleiri álíka verk. Mér þótti það alveg ágætt.“ Með fulla vasa fjár í Stýrimannaskólanum Eftir gagnfræðapróf hugðist Bjarni fara í Stýrimannaskólann í Reykjavík, en í ljós kom að hann vantaði siglingatíma eftir 15 ára aldur, „þannig að ég smellti mér einn vetur í Vélskól- ann í staðinn,“ segir hann. Næstu þrjá vetur nam hann svo við Stýrimannaskólann og lauk náminu með farmannaréttind- um. „Mér þótti mjög gaman í skólanum, þetta var góður og skemmtilegur tími. Á sumrin var ég í Norðursjónum og mað- ur kom í skólann með fulla vasa fjár, það var mikið út úr þessu að hafa og allt borgað þegar komið var í land eftir úthaldið. Líkast til hef ég aldrei þénað jafn mikið og á þessum árum.“ Þrælerfiður en skemmtilegur tími í Norðursjónum Bjarni útskrifaðist árið 1971, stýrimaður og skipstjóri og fór beint til starfa á Súlunni, var þar stýrimaður í fyrstu en tók fljót- lega við stjórn skipsins. „Við vorum á þessum árum mikið í Norðursjó, öll sumur og fram á haust allt til ársins 1976. Upp- sjávarskipin stunduðu veiðar þar af krafti allt frá haustinu 1968,“ segir hann, en einnig var loðnuveiði stunduð af meiri krafti en áður hafði tíðkast, að- allega seinnipart vetrar. „Yfirleitt voru menn um 3 mánuði úti í einu og jafnvel fleiri, en af og til var hægt að skjóast heim í smá frí. Þetta var auðvitað ekkert annað en þræl- dómur, erfiðisvinna og gríðar- legar tarnir. Við veiddum í „Mitt mesta lán er að hafa komist í gegnum öll þessi ár svo gott sem slysalaust, að hafa skilað öllum heilum heim. Það er dýr- mætt og stendur í raun upp úr öllu öðru. Velgengni er vissulega ágæt og ekki hægt að segja annað en okkur hafi almennt gengið mjög vel. Gæfan þegar upp er staðið felst hins vegar í því að koma mannskapnum heilum í land,“ segir Bjarni Bjarnason fyrr- verandi skipstjóri og eigandi þess kunna loðnuskips Súlunnar EA 300. Bjarni stundaði sjómennsku á Súlunni í yfir 40 ár, fór fyrsta túrinn 17. mars 1968 og þann síðasta haustið 2009. Það ár var skipið selt til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en endaði sína ævidaga í brotajárni í Belgíu fyrir fáum árum. Bjarni Bjarnason fyrrverandi eigandi og skipstjóri Súlunnar EA 300 Mesta gæfan að hafa skilað öllum heilum heim Æ g isv iðta l

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.