Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 30

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 30
30 S m á b á ta r Aðalfundur LS samþykkti að vanda fjölda ályktana um hags- munamál sem snúa að útgerð smábáta. Þar eru settar fram kröfur og sjónarmið um mál- efni á borð við strandveiðar, makrílveiðar, grásleppuveiðar, stjórn fiskveiða, aflaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og margt annað. Strandveiðikerfinu verði breytt Í ályktun um strandveiðar er þess krafist að þær verði efldar á þeim grunni sem LS hafi á sín- um tíma lagt til, þ.e. að veiðarn- ar verði í 4 mánuði, 4 daga í viku, að leyfðar verði 4 rúllur á bát og hámarksafli í róðri verði 650 þorskígildiskíló. Smábáta- sjómenn vilja jafnframt að eig- endaákvæð verði fellt út í strandveiðikerfinu en eftir sem áður megi útgerð aðeins eiga einn bát. Smábátasjómenn hafa verið háværir í andstöðu sinni við kvótasetning á makríl og er sú afstaða ítrekuð í ályktun fund- arins. Um leið eru stjórnvöld hvött til að taka upp fyrra stjórnkerfi við veiðar smábáta á makríl, auk þess sem aðalfund- armenn undirstrika kröfu sína um 16% hlutdeild smábáta í heildarafla á makríl. Of mikil völd til Hafró Í ályktun aðalfundarins um kvóta og aflareglu segir að smá- bátasjómenn vilji aukningu þorskkvóta í 270 þúsund tonn, að aflamark í ýsu verði aukið strax á yfirstandandi fiskveiðiári í 50 þúsund tonn og að afla- mark í steinbít verði aukið strax í 10 þúsund tonn. Smábátasjómenn eru í álykt- un aðalfundar síns harðorðir í garð bæði stjórnvalda og Haf- rannsóknastofnunar og telja of mikil völd hafa verið færð í hendur ráðherra sjávarútvegs- mála. „Aðalfundur LS fordæmir vinnubrögð stjórnvalda að færa ráðherra óheft völd hvernig út- hlutað er til strandveiða, línu- ívilnunar og byggðakvóta. Þessi ráðstöfun er algerlega á skjön við heilbrigða og gegnsæja stjórnsýslu og til þess eins að leiða til sundrungar og spilling- ar,“ segir í ályktuninni og jafn- framt telja smábátasjómenn óeðlilega mikið vald framselt til Hafrannsóknastofnunar. „Aðalfundur LS fordæmir vinnubrögð stjórnvalda að færa ráðherra óheft völd hvernig út- hlutað er til strandveiða, línu- ívilnunar og byggðakvóta. Þessi ráðstöfun er algerlega á skjön við heilbrigða og gegnsæja stjórnsýslu og til þess eins að leiða til sundrungar og spilling- ar.“ Skattar og gjöld þung byrði Meðal annarra fyrirferðarmikilla mála í ályktun smábátasjó- manna eru mótmæli aðalfund- arfulltrúa við þeim miklu álög- um og gjöldum sem þeir segja að smábátaútgerðin sæti, bæði í formi veiðigjalda sem og alls kyns eftirlits- og þjónustukostn- aðar. „Stóraukinn kostnaður síðustu ára ásamt óskilvirku regluverki hefur rýrt rekstrar- hæfi margra útgerða. Þessi gjöld eru orðin útgerðum mjög íþyngjandi,“ og skorar fundur- inn á stjórnvöld að gera marg- víslegar breytingar á veiðigjöld- um smábáta, m.a. þannig að út- gerðum án vinnslu verði veittur afsláttur, að færabátar sæti ekki veiðigjaldi vegna makrílveiða og að veiðigjöld krókabáta verði lækkuð þar sem þeir hafi einungis heimild til að veiða með línu eða handfærum. Aðferðum verði breytt við mat á grásleppunni Margar smábátaútgerðir eiga mikið undir grásleppuveiðum og mótmælti aðalfundurinn öll- um hugmyndum um kvóta- setningu í þeim veiðiskap. „LS hafnar þeirri aðferðafræði sem Hafrannsóknastofnun beitir við stofnstærðarmælingar á grá- sleppu og þeirri ráðgjöf sem á henni er byggð og leggur til að útfærð verði ný aðferð við stofnstærðamælingar á grá- sleppu í samvinnu við Bio Pol og Hafrannsóknastofnun.“ Smábátasjómenn láta til sín heyra Smábátasjómenn vilja að þorskkvóti verði aukinn í 270 þúsund tonn. Kvótasetning grásleppu mætir mikilli andstöðu meðal smábátasjó- manna og lagði aðalfundur þeirra jafnframt til að nýjar aðferðir yrðu þróaðar til að meta grásleppustofninn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.