Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 24

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 24
24 Matís gaf nýverið út Hugtaka- safn fiskiðnaðarins en markmið þess er að taka saman ýmis hugtök úr fiskiðnaðinum og gefur þeim skýrari merkingu með orðum og í myndmáli. „Þetta hófst nú með öðru verk- efni sem kallast „Aukin verð- mæti gagna“ en það snerist um að ná betri og skilvirkari upp- lýsingum úr tollskýrslum, sem Hagstofan svo vinnur úr og birtir okkur. Þegar ég fór að glugga nánar í tollskýrslum sá ég þó gæta ýmis konar mis- skilnings.“ Þriðji verðmætasti fiskurinn er „annar fiskur“ Páll Gunnar segir að þrátt fyrir að framleiðendur þekki vel til sinna vara og kaupandinn sömuleiðis, þá sé ekki nema brot af þeim upplýsingum sem rati í raun í tollskrána. „Sem dæmi má nefna að þriðji verð- mætasti fiskurinn í okkar út- flutningi hefur ekkert heiti – hann er einfaldlega skilgreindur sem annar fiskur,“ segir Páll og bætir við að tollnúmerin nái alls ekki að halda utan um útflutn- inginn. „Þannig er ekki hægt að tengja það sem við veiðum, sem eru um 50-60 tegundir, við það sem við flytjum út. Hvað verður til dæmis um hlýrann, lönguna og ýmsar aðrar fiskteg- undir? Hvernig lifur er það sem er skilgreind í tollskrá sem fisk- lifur – er það örugglega allt þorsklifur? Á Íslandi er alin bleikja og regnbogasilungur en það er bara fluttur út silungur, engin bleikja eða regnbogi. Tollnúmerkerfið, eins og það er í dag, mun aldrei ná að halda utan um fjölbreytileikann í ís- lenskum sjávarútvegi.“ Grunnur að samræmdri vörulýsingu Í þessari vinnu kom einnig í ljós að víða gætti misskilnings í flokkun og vörulýsingum. „Það skiptir máli að gögn um útflutn- ing séu rétt, en sums staðar eru einfaldlega rangar upplýsingar í kerfinu sem rekja má til mis- skilnings, “ segir Páll Gunnar. Þá hafi kviknað sú hugmynd að út- búa hugtakasafn sem væri ákveðinn grunnur að sam- ræmdri vörulýsingu. Slíkt safn geti tvímælalaust gagnast í reglugerðar- og lagasmíðum hins opinbera auk þess að gera samskipti milli viðskiptaaðila markvissari. Hugtakasafnið er nú orðið að veruleika og er það að finna á rafrænu formi á heimasíðu Matís. Það var að mestu leyti unnið upp úr skýrslunni „Aukin verðmætu gagna“ sem finna má á heimasíðu Matís. Þessi út- gáfa var unnin nú í sumar af Páli Gunnari og Kristínu Óskars- dóttur en Páll tekur þó fram að um fyrstu útgáfu sé að ræða og áfram verði unnið að því að bæta bæði orð- og myndskýr- ingum við safnið. Þá séu allar ábendingar vel þegnar og þeir sem gætu séð af myndum til að prýða hugtakasafnið mega gjarnan setja sig í samband. Hugtakasafninu má fletta á heimasíðu Matís og fá þar skýringar á ýmsum þeim hugtökum sem fyrir bregður í fiskiðnaði. Hugtakasafn fiskiðnaðarins Páll Gunnar Pálsson, verkefnisstjóri hjá Matís. F réttir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.