Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 28

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 28
28 Halldór Ármannsson var endur- kjörinn formaður Landssam- bands smábátaeigenda á aðal- fundi samtakanna sem haldinn fyrir skömmu. Samtökin fagna nú í byrjun desember 30 ára af- mæli og settu þessi tímamót nokkuð mark sitt á framsögur við upphaf aðalfundarins. Sagði formaðurinn m.a. að telja verði til tíðinda að svo óstýrilátan hóp hafi tekist að temja í svo langan tíma en smábátasjómönnum hafi lán- ast að vinna sameinaðir í flest- um þeim málum sem skipt hafi sköpum fyrir heldina. Smábáta- sjómenn séu sterkastir þegar mest á reyni. Halldór fjallaði nokkuð um öryggismál í ræðu sinni og vís- aði til rannsóknarinnar á því þegar Jóni Hákoni BA hvolfdi við Vestfirði í sumar. Hann gagnrýndi að framgang rann- sóknarinnar og sagði einnig nauðsynlegt að taka til endur- skoðunar öryggishlutverk Landhelgisgæslunnar og þær brotalamir sem séu í því kerfi sem sjálfvirkur staðsetningar- búnaður báta og skipa byggi á. Skuggasvæði séu í kerfinu og af þeim sökum detti bátar út úr því. Öryggistæki hafi í tilviki Jóns Hákons BA brugðist skip- verjum. „Allir sjófarendur treysta því og eiga allt sitt undir að sá búnaður sem er viður- kenndur sem björgunarbúnað- ur komi til bjargar þegar á þarf að halda. Því biðlum við til stjórnvalda að allt sé gert í ör- yggismálum sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sjófar- endur upplifi sig ekki í fölsku öryggi,“ sagði Halldór. Segir Hafró hafa verðfellt ýsuna Mælingar Hafrannsóknarstofn- unar og ráðgjöf um heildarafla fengu lága einkunn í ræðu Hall- dórs formanns en þessi atriði sagði hann veigamestu áhrifa- valda á stöðu smábátasjó- manna. „Við höfum verið gagnrýndir fyrir að vera ósanngjarnir í mál- flutningi hvað varðar heildar- afla hvers árs í þeim tegundum sem við nýtum. Ég ætla ekki að þreyta ykkur á upptalningu hverrar tegundar fyrir sig en með ýsuna verð ég að segja að þar er Hafró með allt niður um sig. Á fiskveiðiárinu 2014/2015 var ýsuafli skertur um 20% úr 36 þús. tonnum í 30 þús. tonn og þá var okkur tilkynnt að við mættum þakka fyrir að fara ekki niður í 20-25 þúsund tonn á næstu árum miðað við mæling- ar og nýliðun. Þetta gagnrýnd- um við og töldum að mælingar sem stuðst er við sýni ekki rétta mynd af því magni sem er á grunnslóðinni. Núna á fiskveiði- árinu 2015/2016 er aukið aftur um 20% og útgefið heildarafla- mark í ýsu 36 þúsund tonn og ekkert sem kemur fram um að draga þurfi verulega úr veiðum. Það er okkar álit að Hafrann- sóknastofnun hafi verðfellt ýs- una frá Íslandi með þeim yfirlýs- ingum að á næstu árum yrði ekki veitt nema 20 til 25 þús- und tonn. Það er eðlilegt að kaupendur leiti fyrir sér að nýj- um mörkuðum þegar útlit er fyrir talsverðan samdrátt í veið- um. Ýsuverð á fiskmörkuðum er rúmum 20% lægra það sem af er þessu fiskveiðiári,“ sagði Hall- dór. Kvótasetning makríls er Halldór Ármannsson, formaður LS. S m á b á ta r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.