Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 19

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 19
19 fyrirtæki eins og Seachill og Coldwater sem bæði pakka í neytendapakkningar. Hann segir að umtalsverð þróun hafi orðið á mörkuðum í Suður-Evrópu, þar sem léttsölt- uð þorskflök njóti sífellt meiri vinsælda án þess að það bitni á sölu á hefðbundnum saltfiski. Þá hafi einnig verið mikil fram- leiðsluaukning í ferskum þorsk- hnökkum og sala á ferskum ís- lenskum fiski í Frakklandi hafi vaxið umtalsvert á síðustu ár- um. „Við stöndum orðið býsna framarlega í framboði á sjávar- afurðum í neytendapakkning- um, mun framar en margar okk- ar helstu samkeppnisþjóðir,“ segir Friðleifur og bætir því við að þetta megi að hluta til rekja til starfsemi Íslenskra sjávaraf- urða og Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna á öldinni sem leið. „Þetta fyrirtæki hóf t.d. starfsemi 1932. Menn skynjuðu fljótt verðmætið sem felst í því að eiga svona framleiðsluein- ingar úti á mörkuðum. Þótt bæði þessi fyrirtæki hafi selt framleiðslueiningar sínar í Bandaríkjunum þá var hluti skýringarinnar þar að baki sá að sjávarútvegurinn á Íslandi þró- aðist í aðra átt, þar sem vaxandi áhersla var á ferskar afurðir.“ Uppruni vörunnar skiptir máli – Margir spáðu verðfalli á bol- fiskafurðum þegar eldistegundir eins og Pangasius og Tilapia fóru að hellast yfir markaðinn en hver hafa áhrifin orðið í raun? „Við fengum óneitanlega aðeins í magann þegar eldis- fiskurinn átti að taka yfir hvít- fiskmarkaðinn en sú ógn snerist okkur mjög hratt í vil. Stórt at- riði í allri markaðssetningu ís- lenskra sjávarafurða er að segja sögu, segja trúverðuga sögu. Þegar útskýrt er fyrir erlendum kaupanda hvernig ferlið okkar er, allt frá veiðum til vinnslu og áfram inn á markað, hefur það miklu meira gildi fyrir hann að heyra að fiskurinn sé veiddur af litlu fjölskyldufyrirtæki í útgerð úti á landi, sem jafnvel er burð- arás í sínu samfélagi, en að kaupa eldisfisk frá 1200 manna verksmiðju í Víetnam,“ segir Friðleifur og heldur áfram: „Fólk er orðið mun meðvit- aðra og spyr sig í vaxandi mæli um heilnæmi vörunnar, upp- runa hennar og kolefnisspor. Þetta er hluti af almennri vit- undarvakningu neytenda. Í hvert sinn sem ég er að kynna heilnæmi íslenskra sjávarafurða fyrir væntanlegum kaupendum þá tönnlast maður á hreinleika sjávar, góðri meðferð hráefnis og háþróuðum vinnsluaðferð- um sem varðveita gæði afurð- anna allt til neytandans.“ – Er hægt að færa fyrir því rök að ákveðin rómantík sé orðin hluti af markaðssetningunni? „Það er auðvitað viss róman- tík í þessu og hún skilar okkur forskoti en það er svo margt sem vinnur með okkur. Meira að segja nafn landsins er okkur mikill styrkur. Við erum afskekkt og höfum byggt okkar lífsaf- komu á fiskveiðum frá því land byggðist þótt allra síðustu ára- tugi hafi bæði orkufrekur iðn- aður og ferðaþjónusta komi ðsterkt inn í efnahagslífið. Þeg- ar þú ferð yfir söguna með væntanlegum kaupanda kemst hann varla hjá því að hrífast að- eins með. Hann vill koma í heimsókn og sjá hvernig við berum okkur að. Sjá tækni- væddar vinnslustöðvar, fara um borð í nýjustu kynslóð fiskiskipa og sjá með eigin augum þá fjár- festingu sem liggur að baki því að framleiða sjávarafurðir í hæsta gæðaflokki. Það er svo okkar sem sölumanna að ramma þessa upplifun inn í allt okkar sölustarf.“ Hluti gjaldtöku fari í kynningarstarf – Talsvert hefur verið rætt um það undanfarin misseri að við ættum að skoða betur „norsku leiðina“ í markaðssetningu sjáv- arafurða. Hver er þín skoðun? „Ég held að Íslendingar muni kannski seint sameinast um sambærilega leið í mark- aðsmálum og Norðmenn hafa farið, þar sem ákveðið hlutfall útflutningsverðmætis fer í mið- stýrðan sjóð. Ég er ekkert viss um að það henti okkur að taka tiltekið gjald af öllum útfluttum afurðum og setja í einn sameig- inlegan sjóð og standa svo í þrætum um hversu miklu á að verja til kynningar á þessari eða hinni tegundinni. Norðmenn eru í raun fyrst og fremst að kynna Noreg og norskar sjávar- afurðir í heild sinni. Þar hefur þeim tekist vel til, þ.e. að festa ímynd landsins í sessi, enda var- ið óheyrilegum fjárhæðum til í áratugi. Ég held að sjávarútveg- urinn ætti að gera ríkari kröfur um að hluti þeirrar skattheimtu sem hann býr við skili sér til baka í gegnum almenna kynn- ingu á atvinnugreininni,“ segir Friðleifur Friðleifsson. www.isfell.is Sjófatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is „Afhendingaröryggi er lykilatriði í allri markaðssetningu vöru. Þetta er hugtak sem fólk þarf að leggja sig betur fram um að skilja og meðtaka“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.