Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 12
12 sett á hana nýr bakki og brú. Bjarni segir að mikið hafi verið um breytingar á skipum á þess- um árum, flest hafi fengið nýjar og öflugri vélar í samræmi við þær veiðar sem á þeim voru stundaðar. Allt varð stærra og öflugra Bjarni segir að miklar breyting- ar hafi orðið í sjávarútvegi frá því hann hóf störf í greininni. Þróun hafi verið mikil og já- kvæð. „Það komu líka ný tæki og ný tækni til sögunnar með tím- anum sem hafði í för með sér breytingar á vinnufyrirkomulagi sem aftur leiddi til aukinna af- kasta,“ segir Bjarni, en m.a. voru fiskidælur teknar í notkun í stað háfa, kraftblökkin varð öflugri og nótaleggjarinn sömuleiðis og nætur stækkuðu, líkt og sjóskiljur. „Það varð allt stærra og öflugra og hafði í för með sér að meðferð aflans varð mun betri en áður. Þar munaði miklu þegar farið var að kæla afla, það var mikil breyting til batnaðar. Eins má nefna að fiskidælur sem teknar voru í notkun og leystu krabbana af hólmi auð- velduðu mjög lestun og losun,“ segir Bjarni. Hann nefnir líka að skipin hafi með árunum stækkað og fækkað hafi í áhöfnum þeirra. Sem dæmi megi nefna Sigurð VE, nýsmíði frá því í fyrra, sem beri um 3000 tonn af kældum afla en í áhöfn eru 9-12 menn. Árið 1965 þurfti 19 báta til að að bera sama magn og í áhöfn- um þeirra voru samtals um 200 manns. „Þetta er alveg gríðar- leg breyting og sýnir best hver þróunin hefur orðið.“ Betri aðbúnaður, bætt lífsgæði Stjórntæki og öll tækni í brú hefur einnig tekið breytingum í áranna rás og gert mönnum líf- ið léttara. Litasónar tók við af handstýrðri hljóðsjá með papp- ír, hliðarskrúfur voru teknar í gagnið og sökknemi sem gerði skipstjórnendum betur kleift að sjá hvert dýpi nótarinnar var. Staðsetningartæki komu til sögunnar, farsíminn í stað tal- stöðvar og þá skipti miklu þeg- ar netsamband var komið um borð í fiskiskipin. „Allur aðbún- aður fyrir áhöfn hefur líka batn- að til muna með árunum, yfir- bygging skipanna dró mjög úr sjóvolki, en allir klefar eru stað- settir í afturskipi. Káetur eru stærri og betri en áður tíðkaðist og borðsalur hefur stækkað. Það má líka nefna að fatnaður sem sjómenn nota er mun betri en var. Gallar með vöðlum í stað þess að klæðast bússum og sjóstakk eru góð býtti,“ segir Bjarni. „Allt þetta hefur bætt lífsgæði þeirra sem hafa sjó- sókn að atvinnu og það er vel.“ Íslenskur sjávarútvegur stendur vel Að mati Bjarna stendur íslensk- ur sjávarútvegur vel um þessar mundir og við stjórnvölinn er úrvalsfólk sem kann sitt fag. „Þetta er fólk sem veit hvað það er að gera, hæft fólk í fremstu víglínu og allir að gera sitt besta. Enda er íslenskur sjávar- útvegur í fararbroddi þegar við miðum við aðrar þjóðir. Það er að mínu mati lán fyrir Akureyri að eitt stærsta sjávarútvegsfyr- irtæki í Evrópu sé í bænum og segir okkur að þar eru á ferðinni duglegir menn sem vita sínu viti. Fólk er duglegt að gagn- rýna þá sem eru í fremstu víg- línu í greininni, en að mínu mati er að baki þeirri gagnrýni 75% öfundsýki.“ Börn Bjarna Jóhannessonar og Sigríðar Freysteinsdóttur gáfu Iðnaðar- safninu líkan af Snæfellinu EA 740, en Bjarni var þar skipstóri á árinum 1952 til 1960 og útgerðarstjóri eftir það til ársins 1969. Hér er Bjarni Bjarnason við líkan Gríms Karlssonar af Snæfellinu. Viðtal og myndir: Margrét Þóra Þórsdóttir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.