Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 21

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 21
21 Stjórnendur útgerðarfyrirtæk- isins Vísis hf. í Grindavík höfðu horft fram á sífellt minnkandi framlegð af rekstri fyrirtækis- ins frá árinu 2011. Haustið 2013 var orðið ljóst að ekki yrði við svo búið áfram. Í ársbyrjun 2014 var tekin ákvörðun um að loka vinnslustöðvum fyrirtæk- isins á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi og freista þess að snúa taflinu við með því að vinna allan afla fyrirtækisins í tveimur fiskvinnsluhúsum í heimabænum Grindavík, þar af öðru húsinu alveg nýju með öll- um besta fáanlega búnaði til bolfiskvinnslu. Pétur H. Páls- son, framkvæmdastjóri Vísis hf., er afar sáttur við hvernig til hefur tekist með breytingaferl- ið en fyrirtækið fagnaði 50 ára afmæli fyrr á þessu ári. „Þetta hefur verið mikil áskorun fyrir okkur öll því við lögðum allt kapp á að búa þannig um hnútana að enginn missti vinnuna þrátt fyrir þessar breytingar. Við buðum öllum starfsmönnum á Húsavík, Þing- eyri og Djúpavogi vinnu hjá okkur hérna í Grindavík og lögðum okkur fram um að að- stoða hina, sem ekki vildu þiggja þetta boð eða treystu sér ekki til þess að flytja af ýms- um ástæðum, til þess að fá vinnu. Það hefur gengið eftir með örfáum undantekningum,“ segir Pétur. Árangur framar áætlunum Hann segir að þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem fyrirtækið hafi orðið fyrir vegna þessa hafi um 70 manns þegið boð um vinnu í Grindavík. „Við höfum hjálpað fólki til að laga sig að nýjum að- stæðum eins og okkur hefur verið nokkur kostur. Fyrir rekst- ur fyrirtækisins sjálfs er auðvit- að mest um vert að þessar um- fangsmiklu breytingar hafa skil- að okkur þeim árangri að við höfum tvöfaldað framlegðina okkar frá árinu 2013. Það er reyndar framar þeim áætlunum sem við höfðum gert en bættur rekstur fyrirtækisins var auðvit- að undirliggjandi hvati að öll- um þessum breytingum,“ segir Pétur þegar við ræðum við hann í „betri stofunni“ í fyrir- tækinu eins og rýmið er kallað. Engum dylst, sem heimsækir höfuðstöðvar Vísis hf., að þetta er fjölskyldufyrirtæki fram í fingurgóma, þar sem frumherj- unum er sýnd viðeigandi virð- ing. Í „betri stofunni“ er t.d. org- el frá móðurömmu Péturs og ofan á því innrammaðar myndir af föður hans, Páli H. Pálssyni og móður, Margréti Sighvats- dóttur. Páll lést í febrúar á þessu ári en Margrét árið 2012. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, með höfuðstöðvar fyrirtækisins baksýn. Fullkomin, tölvustýrð bitaskurðarvél frá Marel hefur skilað verðmæta- aukningu úr hverju flaki.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.