Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 6
6 Við höfum í haust séð margar fréttir birtast um áhrif viðskiptabanns Rússa á íslenskan sjávarútveg. Og þær eiga það sammerkt að um er að ræða stórar fjárhæðir í tekjumissi af útflutningi, sér í lagi þegar þær tölur eru settar í samhengi við einstaka landshluta eða ákveðin svið greinarinnar. Sem rétt er að gera þar sem þetta högg, og það er og verður að óbreyttu raunverulega umtalsvert, mun koma harðar niður á sumum svæðum landsins en öðrum. Bitna harðar á tilteknum hópum sjómanna og landverkafólks. Þegar öllu er á botninn hvolft þá koma áhrifin að stórum hluta fram í minni vinnu fólks í greininni og tilheyrandi samdrætti í atvinnutekjum, jafnvel þó svo að ekki hafi verið boðaðar hreinar uppsagnir starfsfólks af þessum sökum. Enn og aftur birtist okkur hvernig hinn hverfuli heimur sjávarút- vegsins er. Það getur skyndilega rofað til og jafnharðan dregið fyrir sólu. Takist okkur ekki að selja afurðir þá þýðir lítið að rífast um skipt- ingu kvóta eða fiskveiðistjórnun. Endastöðin, sem er sala afurða, er það sem allt snýst um. Í sjálfu sér er hún bæði endirinn og upphafið, ef út í það er farið. Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri hjá Icelandic Seafood Inter- national, ræðir í viðtali hér í blaðinu um markaðsmál og áhrif við- skiptabanns Rússa á íslenskan sjávarútveg. Þar vekur hann athygli á atriði sem sjaldan er nefnt þegar veiðar, vinnsla og markaðsmál eru rædd, þ.e. afhendingaröryggi. „Afhendingaröryggi er lykilatriði í allri markaðssetningu vöru. Þetta er hugtak sem fólk þarf að leggja sig betur fram um að skilja og meðtaka. Eftir að hafa stundað viðskipti við margar af stærstu verslunarkeðjum Evrópu get ég staðfest þetta. Fyrsta spurning innkaupastjóranna er iðulega sú hvort við getum samið við þá til 12 mánaða? Ef svarið er jákvætt, fara þeir kannski fram á 24. Getum við ábyrgst afhendingu og gæði? Við svörum því játandi og þá fyrst fara menn að ræða um verð. Þegar kemur að þorski stöndum við mjög vel að vígi upp á afhendingaröryggi. Það hefur í raun verið lykilatriði í því hvernig við höfum byggt upp mark- aði fyrir þorsk.“ Sóknartækifærin eru sannarlega til staðar og sagan geymir í þess- ari grein, líkt og mörgum öðrum, þá staðreynd að mótlætið getur oft skilað mesta ávinningnum til framþróunar. Í sjávarútveginum er heldur ekki við því að búast að alltaf gangi vel á öllum sviðum. Líkast til er það líka skýringin á þeirri staðreynd hversu mikill nýsköpunar- og framþróunaráhugi drífur áfram fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi. Það þarf stöðugt að bregðast við. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík lýsir ein- mitt í viðtali hvernig fyrirtækið þurfti að bregðast við breytingum, taka erfiðar ákvarðanir og leita nýrra leiða. Og hann er ekki í vafa um tækifæri í nýsköpun í greininni. „Atvinnugreinin sjálf býr yfir gríðar- legri þekkingu og það er ótrúlega margt spennandi að gerast innan hennar. Menn eru fljótir að aðlagast og finna nýjar leiðir til verð- mætasköpunar. Þann kraft þarf að beisla áfram. Það hefur aðeins staðið upp á okkur sjálfa að sýna fólki hvað við erum að gera. Með því væri kannski hægt að losa umræðuna um sjávarútveginn úr þeim hjólförum sem hún hefur verið föst í allt of lengi og beina henni inn á uppbyggilegri brautir.“ Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Blikur og bullandi tækifæri Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5500 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Athugasemd ristjórnar Síðasta tölublað Ægis var fyrir mistök merkt 7. t.bl. en átti að vera 6. tbl. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Ritstjóri 1 T Í M A R I T U M S J Á V A R Ú T V E G Í 1 0 0 Á R108. árgangur - 7. tölubla› 2015 ISSN 0001-9038 Snorri Snorrason skipstjóri á Klakki SK-5 Þetta er skemmtilegt líf! Kvótinn 2015-2016

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.