Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 11

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 11
11 til ‘65 þegar hann var við síldar- leit á rannsóknarskipum Haf- rannsóknarstofnunar. Þrjú skip leituðu og voru teknar átu- og svifprufur með ákveðnu milli- bili, allt skráð skilmerkilega og orðsendingar sendar um tal- stöð til aðalstöðvar síldarleitar- innar á Dalatanga. „Þetta voru mikil síldarár og upphafið að ævintýrinu á Rauðatorginu,“ segir Bjarni. Rauðatorgið var 60 til 80 sjó- mílur aust-suðaustur af Gerpi og fékk nafngiftina af geysi- stórum flota rússneskra rek- netabáta sem voru þar að veið- um og skipum fleiri tugum. „Þegar komið var að í myrkri leit þetta svæði út eins og borg. Rússarnir röðuðu sér í miklar breiðfylkingar þegar þeir voru að leggja netin þegar tók að dimma á kvöldin. Þá var nú betra að flækjast ekki fyrir þeim,“ segir Bjarni. Minnist hann þess að haustið 1966 hafi gríðarmikið verið af síld á svæð- inu. „Það var eins og botninn lyftist upp á stóru svæði þegar dimmdi, yfir daginn sást ekkert, síldin lagðist svo klesst niður á botn. Síld var á þessu svæði fram undir jól, þegar hún fór að dóla sér yfir hafið í átt að hrygn- ingarstöðvunum við Noreg.“ Brestur í síldarstofni Brestur kom í stofninn árið 1967, minna var um svamlandi síld austan úr hafi, hún kom norðar að en áður og lá mun dýpra. Það hafði verið lenska síldarinnar að dýpka um 10 faðma á ári og voru veiðarfærin því dýpkuð í samræmi við það. Stærstu næturnar náðu niður á 300 faðma dýpi og voru 110 faðma breiðar, álíka stórar og veiðarfæri nú, en langt í frá eins sterk. „Þetta sumar voru síldar- torfur eltar alveg norður undir Svalbarða, en lítið skilaði sér til baka á Rauðatorgið. Fyrstu bát- arnir byrjuðu að herja á önnur mið þetta sumar, þeir stærstu fóru niður í Norðursjó, niður á Döggerbanka, en veiðiskapur- inn gekk brösuglega, hafsvæð- ið var óhreint, mikið um skips- flök og lentu menn ítrekað í að kasta á flök og rífa og tæta veið- arfæri. Eins var á þessum tíma lítið til af nákvæmum staðsetn- ingartækjum, astiktækin sem voru í notkun voru ekki nánd- arnærri eins nákvæm og þau tæki sem nú eru til. Það var heldur enginn útbúnaður í bát- unum til að kæla aflann og því gerjaðist hann fljótt, sprengdi upp lúgur og boxalok, þannig að illa gekk að koma aflanum í viðunandi ástandi í land.“ Súlan veiddi 612 þúsund tonn af loðnu á 45 árum Leó Sigurðsson gerði Súluna út, en ákvað að draga sig í hlé og hætta útgerð árið 1988. Varð að ráði að Bjarni í félagi við Sverri, son Leós, keypti bátinn. Ráku þeir hann í sameiningu í um 20 ár. Sverrir sá um framkvæmda- stjórn, Bjarni stjórnaði skipinu. Hann fór sinn síðasta túr á Súl- unni haustið 2009, skömmu áð- ur en hún var seld til Síldar- vinnslunnar. Örlögin voru ekki umflúin, skipið hafði lokið sín- um líftíma og fór í brotajárn í Belgíu. „Þessu skipi hafði verið siglt farsællega í 45 ár, það hafði borið að landi um 612 þúsund tonn af loðnu á þessum árum og nam útflutningsverð- mætið milljörðum króna,“ segir Bjarni, en að auki veiddi skipið aðrar tegundir; þorsk, síld og rækju. Breytingar til batnaðar í áranna rás Súlan var smíðuð í Fredriksstað í Noregi árið 1967 og var með stærri nótaskipum á þeim tíma. Skipið var lengt árið 1974 og byggt var yfir það ári síðar. Ný vél var sett í skipið árið 1979 en gagngerar breytingar voru svo gerðar á Súlunni í Póllandi árið 1996, þegar hún var lengt á ný, Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N NT 35/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. NT 45/1 Tact Te Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur, rafmagnstengill. NT 55/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir 2,5m 35mm barki, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. NT 25/1 Ap Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Takki fyrir hreinsun á síu. Iðnaðarryksugur Fyrir bæði blautt og þurrt Sjálfvirk hreinsun á síu Tengill Súlan á siglingu með fullfermi, um 950 tonn. Myndin er að líkindum frá árinu 1986. Bjarni við Súluna þegar hún var í gagngerum breytingum í Póllandi árið 1996.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.