Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 13

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 13
13 Ákveðið hefur verið að skip Haf- rannsóknastofnunar haldi á nýjan leik til mælinga á veiði- stofni loðnu og magni ung- loðnu nú í nóvembermánuði þar sem aðstæður til mælinga í hefðbundnum mælingaleið- angri síðari hluta september- mánaðar voru einkar slæmar. Niðurstöður voru með óvenju- hárri mæliskekkju miðað við fyrri ár, samkvæmt upplýsing- um stofnunarinnar en byggt á aflareglu reiknast upphafskvóti loðnu aðeins rúm 40 þúsund tonn. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í leiðangrinum í haust kunna niðurstöður mælinganna þó að gefa vísbendingu um hvað koma skal á loðnuvertíð vetrar- ins en fyrir skömmu brást Sig- urður Ingi Jóhannesson, sjávar- útvegsráðherra við þessum tíð- indum með ákvörðun um að farið skuli í annan loðnuleið- angur nú í nóvember til að freista þess að fá skýrari mynd af stöðunni og áreiðanlegri mælingar. Mælt í þriðja sinn eftir áramót „Eftir sem áður er gert ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun fari í hefðundna loðnuleit í janúar og febrúar. Árangur slíkrar leitar veltur hins vegar mjög á að- stæðum og hegðun loðnunnar. Stofnunin hefur aðeins yfir 2 skipum að ráða og veðurfar oft rysjótt á þessum árstíma sem sett getur strik í reikninginn. Mjög mikils virði í þessu sam- hengi er að íslenskar útgerðir hafi aflaheimildir í upphafi ver- tíðar en þá aukast til muna líkur á því með fjölda skipa að finna loðnuna en hegðun hennar hefur verið býsna óútreiknan- leg hin síðari ár,“ sagði í frétt ráðuneytisins þegar ákvörðun um aukamælingu á loðnu var tilkynnt. Gisnar lóðningar og rekís Rannsóknasvæðið í haust náði frá landgrunninu við Austur- Grænland frá um 73°30’N og suðvestur með landgrunns- kantinum að 65° 30’N, en auk þess til Grænlandssunds og Norðurmiða, allt austur að Sléttu. Loðna fannst víða í könt- um og á landgrunni við Austur- Grænland, í Grænlandssundi að landgrunnsbrúninni út af Vest- fjörðum, en engin loðna fannst með landgrunnsbrún norðan Íslands. Lóðningar voru yfirleitt fremur gisnar. Aðstæður til mælinga voru erfiðar, en rekís norðan 72°N torveldaði mæl- ingu kynþroskahluta stofnsins, auk þess sem þrálát óveður tor- velduðu bergmálsmælingu og sýnatöku með tilheyrandi áhrif- um á framvindu og yfirferð. Mjög lítið, eða um 6,2 millj- arðar fiska, mældist af ókyn- þroska loðnu, en hún fannst einkum syðst á rannsóknar- svæðinu, þ.e. við grænlenska landgrunnið vestan 23°V og út af Vestfjörðum vestan 25°V. Al- þjóðahafrannsóknaráðið byggir ráðgjöf um veiðar á vertíðinni 2016/2017 á þessari mælingu á ungloðnu og ljóst er að engar veiðar verða heimilaðar að óbreyttu. Hafrannsóknastofnun segir ennfremur að nyrst á rannsókn- arsvæðinu við Austur Grænland hafi einkum verið stór kyn- þroska loðna, en sunnar var hún smærri og meira blönduð ókynþroska fiski. Alls mældust 610 þúsund tonn af loðnu, þar af um 550 þúsund tonn af kyn- þroska loðnu, sem gert er ráð fyrir að hrygni næsta vor. Fjöldi tveggja ára loðnu mældist 21,2 milljarðar, sem samsvarar um 390 þúsund tonnum og fjöldi þriggja ára loðnu um 6,7 millj- arðar eða um 156 þúsund tonn. Mæliskekkja í leiðangrinum var hærri en á undanförnum árum auk þess sem töluverð óvissa er um stærð kynþroska hluta stofnsins sökum rekíss sem var nyrst á rannsóknasvæðinu. Sú aflaregla sem nú er við- höfð í loðnuveiðum, og tekin var upp sl. vor, byggir á að skilja eftir150 þúsund tonn til hrygn- ingar með 95% líkum. Eins og áður segir gefur hún, í ljósi nið- urstaðna mælinganna, aðeins 44 þúsund tonna heildarafla- mark á komandi vertíð. Vonast er til að aukamælingar á loðnustofninum nú í nóvember skýri mun betur við hverju megi búast á komandi loðnuvertíð en að óbreyttu er út- gefinn kvóti aðeins rösk 40 þúsund tonn. Aukaleiðangur til að mæla loðnustofninn R a n n sók n ir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.