Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 26

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 26
26 „Nú á haustmánuðum stígum við stórt skref með því að færa starfsemi fyrirtækjanna tveggja undir sama þak í Garðabæ en þau verða hins vegar rekin að minnsta kosti til áramóta sem sjálfstæðar ein- ingar. Á einhverjum tímapunkti munu þau væntanlega renna saman í eitt félag enda sé ég ekkert nema tækifæri í því að leggja saman krafta KAPP og Optimar Ísland svo úr verði stórt og öflugt fyrirtæki á sviði véla- og verkstæðisþjónustu sem og í sölu á kæli- og frysti- kerfum,“ segir Freyr Friðriks- son, framkvæmdastjóri og eig- andi fyrirtækjanna KAPP ehf., véla-, kæli- og renniverkstæðis í Garðabæ og Optimar Ísland ehf. í Reykjavík. Snemma sum- ars keypti Freyr rekstur Op- timar Ísland en það félag hefur áratuga reynslu í framleiðslu, sölu og þjónustu á kæli- og frystibúnaði, ekki hvað síst fyr- ir sjávarútveg. „Markmiðið er að viðhalda og auka enn við sókn Optimar í frysti- og kæliþjónustunni, bæði hérlendis og erlendis en stór hluti framleiðslu fyrirtækis- ins er fyrir erlendan markað. Optimar Ísland framleiðir, selur og þjónustar kæli-, frysti- og vinnslubúnað frá Optimar Stett- er og Havyard MMC í Noregi sem og ísþykknivélar og tengd kerfi. Optimar Ísland er hvað þekktast fyrir hinar heims- þekktu OPTIM-ICE ísþykknivélar sem eru mjög vinsælar á al- þjóðamarkaði. OPTIM-ICE er með bestu kæliaðferðum sem fyrirfinnast í dag en ísþykknivél- arnar hafa einstaklega hraða kælingu og eiginleika sem fara mjög vel með hráefnið,“ segir Freyr. Fyrirtæki með langa reynslu Optimar á sér rætur allt aftur til ársins 1988 en þá var félagið dótturfyrirtæki Kværner í Nor- egi. En nafninu var breytt í Op- timar Ísland árið 2000. Guð- mundur Jón Matthíasson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri og eigandi Optimar Ísland segir heilsufarsástæður hafa knúið sig til að selja fyrirtækið. „Þetta hefur verið afar ánægjulegur tími og reksturinn hefur gengið mjög vel. Það er vissulega erfitt skref að yfirgefa fyrirtækið en ég er samt mjög ánægður að setja það í hend- urnar á Frey og ég treysti hon- um vel til að stýra því áfram á réttri braut og óska honum og öllu starfsfólki heilla,“ segir Guðmundur Jón. Allt í kæliþjónustunni á einni hendi Öll tækjaframleiðsla Optimar Ís- land fer fram hér á landi en sem fyrr segir á fyrirtækið einnig í góðu samstarfi við Optimar Stetter og Havyard MMC í Nor- egi. Freyr segir ljóst að erlendur markaður verði eftir sem áður stór þáttur í starfseminni. „Um 60% af framleiðslu Op- timar Ísland fer fram erlendis en engu að síður er heimamarkað- urinn hér á landi okkur mjög dýrmætur. Og frá því þessi eig- endabreyting var tilkynnt í sumar höfum við fengið mjög góð viðbrögð frá viðskiptavin- um hér á landi þannig að ég hef mikla trú á tækifærum okkar á Íslandi. Styrkur okkar liggur í að nú höfum við á einni hendi mjög víðfeðmt þjónustusvið, allt frá viðhaldsþjónustu yfir í framleiðslu og sölu á búnaði fyrir fyrirtæki sem byggja á kæli- eða frystibúnaði í sinni starfsemi. Fyrir utan almenna þróun í vélbúnaði liggur líka fyrir að verkefni muni á kom- andi árum skapast vegna breyt- inga á kælimiðlum í kerfunum þannig að það er að mínu mati margt framundan og áhuga- verðir tímar,“ segir Freyr Frið- riksson. Optimar Ísland og KAPP undir sama þak Optimar Ísland flytur nú á haustmánuðum að Miðhrauni 2 í Garðabæ þar sem KAPP ehf. er til húsa en sami eigandi er nú að fyrirtækjunum tveimur. Þ jón u sta

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.