Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 18

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 18
18 Rússa og Nígeríumenn sem eru okkur gífurlega mikilvæg. Níg- ería er langstærsti markaður okkar fyrir skreið og verulegt hlutfall af öllum okkar uppsjáv- arfiski fer til Rússlands þannig að þetta ástand núna snýst ekki bara um makríl. Þess vegna er svo mikilvægt að við komumst inn á þessa markaði á ný því allt hefur þetta keðjuverkandi áhrif.“ Friðleifur ítrekar að markaðs- setning sé þolinmæðisvinna. Til að vara nái fótfestu á markaði þurfi annað tveggja; varan komi í stað annarrar sem fyrir er á markaði eða sé einfaldlega betri en hún. Þar skipti verð- lagning máli en einnig gæði. Afhendingaröryggi lykilþáttur „Við erum í verðsamkeppni við okkar helstu nágrannaþjóðir, einkum Norðmenn en núna einnig Færeyinga. Norðmenn setja gífurlegt magn af þorski á markað árlega og eru einnig með sterka stöðu í makríl og öðrum uppsjávartegundum. Færeyingarnir, sem eru lausir við innflutningsbann Rússa, eru svo aftur að mæta okkur af hörku á mörgum mörkuðum um þessar mundir. Hver hefur betur á baráttu á markaði getur ráðist bæði af verði og gæðum. Þar með er ekki sagt að við þurfum að bjóða allt ódýrar. Við þurfum einfaldlega að vanda okkur enn betur. Vanda fram- leiðslu, tryggja afhendingu og vera með þannig stýringu á hlutunum að við getum gert langtímasamninga,“ segir Frið- leifur og heldur áfram: „Afhendingaröryggi er lykil- atriði í allri markaðssetningu vöru. Þetta er hugtak sem fólk þarf að leggja sig betur fram um að skilja og meðtaka. Eftir að hafa stundað viðskipti við margar af stærstu verslunar- keðjum Evrópu get ég staðfest þetta. Fyrsta spurning inn- kaupastjóranna er iðulega sú hvort við getum samið við þá til 12 mánaða. Ef svarið er jákvætt, fara þeir kannski fram á 24? Getum við ábyrgst afhendingu og gæði? Við svörum því ját- andi og þá fyrst fara menn að ræða um verð. Þegar kemur að þorski stöndum við mjög vel að vígi upp á afhendingaröryggi. Það hefur í raun verið lykilatriði í því hvernig við höfum byggt upp markaði fyrir þorsk.“ Krafa um aukin þægindi – Merkið þið einhverja áþreifan- lega breytingu á kauphegðan neytenda á helstu mörkuðum? „Það sem klárlega blasir við okkur er aukin sókn í meiri þægindi, sem felur það fyrst og fremst í sér að gera vöruna meðfærilegri og stytta þannig ferlið frá innflytjanda til neyt- anda. Ísland er fyrst og fremst hrávöruframleiðandi og þar af leiðandi hefur framleiðsla á ferskfiski farið vaxandi til þess að mæta þessari þróun um meiri þægindi. Ég held að hún muni ágerast og við eigum eftir að færa okkur enn lengra eftir þessum farvegi.“ Friðleifur segir að sala beint á neytendamarkað sé verkefni sem Iceland Seafood hafi unnið markvisst að útfærslu á. Fyrir- tækið rekur Barraclough í Brad- ford sem pakkar fiski í neyt- endapakkningar og Havelok í Grimsby, sem þjónar meira mötuneytum og veitingahús- um. Icelandic Group er svo með „Við fengum óneitanlega aðeins í magann þegar eldisfiskurinn átti að taka yfir hvítfiskmarkaðinn en sú ógn snerist okkur mjög hratt í vil. Stórt at- riði í allri markaðssetningu íslenskra sjávarafurða er að segja sögu, segja trúverðuga sögu.“ „Margir af mínum samstarfsmönnum hér hafa starfað við markaðsmál sjávarafurða um allan heim í meira en tvo áratugi. Við erum orðnir býsna naskir á að finna markaði fyrir nýjar afurðir en ég get fullyrt hvar og hvenær sem er að töfralausnir eru ekki til. Markaðssetning er langhlaup.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.