Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 14
14 Útivistarfatnaður frá 66°NORÐUR hefur verið áberandi á markaði undanfarin ár, en Íslendingar þekkja þó flestir til uppruna fyrirtæk- isins sem sjóklæðagerðar. „Þrátt fyrir að þróunin í útivistarfatnaði hafi verið ör þá er sjóklæðagerðin enn í dag ein af meginstoðum fyrirtækisins,“ segir Tomasz Veruson, rekstrarstjóri fyrirtækjasviðs hjá 66°NORÐUR. Nýir sjóstakkar í október „Á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í fyrra kynntum við til leiks nýjan sjóstakk og nú í október vorum við stolt af því að setja hann á markað. Sjó- stakkurinn er hannaður út frá þörfum og ábendingum ís- lenskra sjómanna. Við unnum út frá eldri gerð af sjóstakki en gerðum á honum ýmsar breyt- ingar sem við teljum að muni auðvelda líf sjómanna til muna,“ segir Tomasz. „Ein ábending sem okkur barst var sú að hettan á sjó- stakknum væri alltof lítil, en vegna öryggis eru allir sjómenn skyldaðir til að ganga með hjálm í dag. Nýja hettan er því þannig sniðin að hún passi vel yfir hjálm, en þó án þess að þú festist í flíkinni. Sjómenn þurfa oft að vinna upp fyrir sig og önnur ábending var á þá leið að ermarnar eigi það til síga niður eftir handleggjunum við slíka vinnu. Til að koma í veg fyrir það höfum við því nú sett stroff í ermarnar sem halda þeim á réttum stað. Þriðja atriðið sem ég vil nefna, og er það alls ekki síst, er að nú er efnið á bakinu þynnra en að framan sem eykur hreyfigetu til muna, auk þess að efnið andar mun betur svo að þú verður ekki eins sveittur undir flíkinni.“ Hönnunin tekur því bæði til- lit til breyttra vinnuaðstæðna hjá nútímasjómönnum auk þess að nýta tækninýjungar í klæðagerð. Sjóbuxur með innri vasa Sjóstakkurinn er ekki eina nýja varan sem er í farvatninu frá 66°NORÐUR en ný útgáfa af sjó- buxum er nú í prufunotkun hjá nokkrum sjómönnum. „Við gerðum þónokkrar breytingar á þeim, en ég vil kannski helst nefna eitt atriði sem hljómar ef til vill lítið séð frá bæjardyrum okkar sem vinnum í landi – en skiptir miklu máli fyrir sjómenn. Það er að hafa lítinn, vatnsheld- an vasa innan á buxunum sem getur haldið utan um snjall- síma. Sjómenn standa oft lang- ar vaktir og vilja gjarnan hafa aðgang að tónlistinni sinni eða einfaldlega vera í símasam- bandi þegar því er við komið.“ Tomasz segir að þetta sé enn eitt gott dæmið um umbætur á hönnun sem hafi kviknað út frá samtölum við sjómenn og að fyrirtækið reyni ávallt að vera í góðu sambandi við viðskipta- vini sína og þróa flíkurnar í sam- starfi við þá. Tómasz Veruson, rekstrarstjóri fyrirtækjasviðs 66°NORÐUR. Nútíma sjóklæðnaður Þ jón u sta

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.