Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 23

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 23
23 Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 vel ekkert notað. Pétur er í hópi þeirra sem hafa leitt þessa þró- un. Haustak og Codland eru fyr- irtæki sem Vísir hf. á aðild að en það síðarnefnda stefnir að 100% nýtingu alls hráefnis sem þorskurinn gefur af sér. Á með- al hliðarafurða sem þróaðar hafa verið er kollagen, fiskiolía, kalsíum úr fiskbeinum og fiski- mjöl sem hentar jafnt sem dýra- fóður og plöntuáburður. Pétur segir ekki mjög langt í það að hliðarafurðir unnar úr fiski geti orðið verðmætari en fiskafurð- irnar sjálfar. „Þú getur í dag farið út í næsta apótek og keypt eina túpu af áburði sem heitir Cod- doc, en það er áburður með virkum ensímum sem unnin eru úr á að giska kílói af þorski. Mig minnir að túban sé seld á 1500 krónur. Ef virði ensímsins úr þessu kg af þorski er þriðj- ungur af virði túbunnar er það jafn mikið og maturinn af fiskin- um selst á. Þá eigum við eftir að vinna roðið og ýmislegt annað úr fiskinum, m.a. kollagen en nú stendur yfir rannsókn á því hvernig við nýtum þorskensím til að framleiða „rétta“ kollagen- ið. Með því að framleiða eina svona hliðarafurð úr hverju kílói þá er búið að tvöfalda verð- mætið. Ef við náum að fram- leiða allt sem hægt er að nýta hráefnið í höfum við margfald- að verðmætið. En ég fullyrði að þau efni sem þorskurinn notar til þess að halda sér á lífi eru miklu verðmætari en maturinn sem hann býr til á beinunum. Til þess að nýta þessi verðmæti til fullnustu þurfum við að leiða saman hugvit og þekkingu fær- ustu vísindamanna okkar.“ Þurfum að vinna með breytingum Pétur segir þessa framtíðarsýn óneitanlega heillandi en á end- anum snúist þetta um markaðs- setningu, sem sjávarútvegurinn verði að vera beintengdur við sem hluta að órofa keðju. „At- vinnugreinin sjálf býr yfir gríð- arlegri þekkingu og það er ótrúlega margt spennandi að gerast innan hennar. Menn eru fljótir að aðlagast og finna nýjar leiðir til verðmætasköpunar. Þann kraft þarf að beisla áfram. Það hefur aðeins staðið upp á okkur sjálfa að sýna fólki hvað við erum að gera. Með því væri kannski hægt að losa umræð- una um sjávarútveginn úr þeim hjólförum sem hún hefur verið föst í allt of lengi og beina henni inn á uppbyggilegri brautir,“ segir Pétur. Hann segir tækniþróun í sjávarútvegi óneitanlega kalla á aukna samþjöppun. Það hafi á endanum í för með sér fækkun starfsfólks í hefðbundinni fisk- vinnslu „en fyrir hvert starf sem losnar þar erum við að skapa tvö ný í tæknitengdum störf- um. Þetta er ekki sama fólkið en við losum jafnframt um fólk sem vantar í aðrar atvinnu- greinar. Ungt fólk sem núna er að hefja störf í sjávarútvegi er með allt annan bakgrunn en við sem erum komin á miðjan aldur. Þetta er ekki fólk sem ólst upp við vinnu í fiskverkunar- húsum eða til sjós heldur há- menntað fólk sem kemur með allt aðra sýn inn í atvinnugrein- ina, með þekkingu úr tölvunar- fræði, viðskiptafræði, hagfræði og fleiri greinum. Þetta er stór hluti þess drifkrafts sem keyrir íslenskan sjávarútveg áfram í dag,“ segir Pétur og bætir við: „Þess vegna þurfum við að hætta að vinna gegn breyting- um og fara að vinna með þeim. Okkur tókst að tvöfalda verð- mæti þorskaflans þrátt fyrir verulegan samdrátt í veiðum. Við getum gert miklu betur. Tækifærin í sjávarútvegi hafa aldrei verið meiri en við skulum samt ekki gleyma því að þau grundvallast í dag á ákvörðun- um sem teknar voru um stjórn fiskveiða á Íslandi fyrir 30 ár- um,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. Marningi raðað í öskju.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.