Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 29

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 29
29 þyrnir í augum smábátasjó- menna og sagði formaðurinn að þar sé verið að hygla fáum einstaklingum á kostnað fjöldans. Kvótasetning sé rök- studd með því að komið sé í veg fyrir ofveiði og samkomu- lagi haldið við alþjóðasamfélag- ið. „Á meðan þessi rulla er tugg- in aftur og aftur ofan í okkur er ósamkomulag strandríkja í Norður-Atlantshafi að leiða til þess að veitt er 800 þúsund tonn samanlagt umfram ráð- gjöf í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld,“ sagði hann. Halldór sagði veiðigjöldin sérstaklega íþyngjandi í smá- bátaútgerðinni og benti á að þau slagi upp í að vera 10% af fiskmarkaðsverði á ýsu og tvö- falt hærri í makríl. Allir sjái að slíkt gangi ekki upp. Formaður- inn vék síðan máli sínu að strandveiðunum og brýndi sjávarútvegsráðherra til verka. „Það er ótrúlegt að sjávarút- vegsráherra skuli ekki nýta sér þann meðbyr sem nú liggur í loftinu og nota tækifærið til að breyta fyrirkomulagi við strand- veiðar. Gefa mönnum kost á því að róa 4 daga í viku hverri með þeim takmörkunum sem þó eru fyrir í kerfinu. Það myndi auka öryggi þeirra sem stunda strandveiðar til muna með minni sókn í vafasömum veðr- um. Við erum að veiða alltof lít- ið úr þorskstofninum og höfum verið að gera það undanfarin ár þannig að það er næg inni- stæða fyrir aukinni strandveiði. Ég vona að hæstvirtur sjávarút- vegsráðherra geri sér grein fyrir þeirri mikilvægu stöðu sem að hann gegnir sem talsmaður sjávarútvegs í heild fyrir Ísland og hve miklu máli smábátar og veiðar smábáta skipta fyrir ímynd Íslands í heild. Að sama skapi skiptir miklu máli að í rödd smábátasjó- manna sé samhljómur og vilji sé til þess að vinna að málum sameinaðir. Við þurfum breiða flóru fiskimanna á öllum mið- um í kringum landið til að fá sem fjölbreyttasta sýn á haf- svæðið sem við byggjum að mörgu leyti lífsafkomu okkar á. Við þurfum að vinna að þessum málum saman og til þess þarf vilja og samræður. Það er skylda okkar gagnvart íslensku samfélagi að skila eins góðu hráefni og hægt er hverju sinni og hámarka verðmæti hverrar tegundar fyrir sig. Enn og aftur vil ég minna á að við smábáta- sjómenn erum í fremstu röð með ferskasta, verðmætasta og sjálfbærasta hráefni sem að völ er á.“ Halldór Ármannsson, formaður Landssambands smábátasjómanna á 30. aðalfundi samtakanna: Smábátasjómenn skila ferskasta, verðmætasta og sjálfbærasta hráefninu Halldór Ármannsson, formaður LS. Smábátar í Bolungarvíkurhöfn sem er meðal stórra útgerðarstaða smábáta.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.