Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 15

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 15
15 F réttir Sjávarútvegráðstefnan í sjötta sinn „Umræðan á Sjávarútvegsráð- stefnunni endurspeglar það sem efst er á baugi í sjávarút- vegi á Íslandi í dag,“ segir Bylgja Hauksdóttir, formaður stjórnar Sjávarútvegsráðstefn- unnar sem haldin verður í sjötta sinn dagana 19. og 20. nóvember næstkomandi. Í ljósi mikillar aðsóknar að ráðstefn- unni síðustu ár verður hún nú haldin á Hilton Reykjavík Nor- dica þar sem aðgangur er að tveimur 300 manna ráðstefnu- sölum. Ráðstefnan hefst að kl. 10 að morgni fimmtudagsins 19. nóv- ember með opnunarávarpi Sig- mundar Davíðs Gunnlaugsson- ar, forsætisráðherra og því næst taka við erindi Simon Smith frá Saucy Fishco sem talar um hvernig eigi að kenna ungum neytendum að borða meiri fisk, Daða Más Kristóferssonar um auðlindagjöld og loks erindi Kristjáns Hjaltasonar um ís- lenskan sjávarútveg 2015, heimsframboð og hagsmuna- gæslu. Því næst mun Hjálmar Sigþórsson frá Tryggingamið- stöðinni afhenda Framúrstefnu- verðlaun Sjávarútvegsráðstefn- unnar 2015 en þau hafa verið fastur liður hennar frá upphafi. Átta málstofur Aðalefni ráðstefnunnar verða síðan átta málstofur þar sem fjölbreytt málefni sem snerta ís- lenskan sjávarútveg verða til umfjöllunar. Fjórar málstofur á fyrri degi ráðstefnunnar bera yf- irskriftirnar „Lengi býr að fyrstu gerð - frá veiðum til vinnslu“, „Ný nálgun við markaðssetn- ingu sjávarafurða“, „Hvaða tækifæri sjá erlendir aðilar í ís- lensku fiskeldi“ og „Eru tækifæri fyrir Íslendinga í umhverfismál- um?“ Málstofur síðari ráðstefnu- dagsins bera yfirskriftirnar „Togveiðar – Áskoranir til fram- tíðar“, „Sjávarútvegur og sam- félagsábyrgð“, „Ferskfiskflutn- ingar og markaðir“ og „Af hverju eru ekki fleiri konur í stjórnunarstöðum í sjávarút- vegi?“ Málstofum á síðari degi lýk- ur um hádegi en síðasti hluti ráðstefnunnar verður helgaður umfjöllun um sameiginlega markaðssetingu þar sem m.a. verður fjallað um kosti og galla landsmerkis fyrir íslenskan sjáv- arútveg. Sigurður Ingi Jóhanns- son, sjávarútvegsráðherra mun síðan flytja ávarp í lok þessa lið- ar ráðstefnunnar en henni lýkur með kosningu fulltrúa í stjórn. Umræða sprottin úr grasrót greinarinnar „Okkar markmið er að hafa mikla fjölbreytni í umfjöllunar- efnum ráðstefnunnar og koma sem víðast við. Við heyrum í smábátasjómönnum, fræðumst um flutninga, fiskeldi, ræðum umhverfismálin, togveiðar, flutninga, ábyrgar fiskveiðar og þannig má áfram telja. Og síð- ast en ekki síst efnum við til málstofu um þá spurningu hvers vegna ekki eru fleiri kon- ur í stjórnunarstöðum í sjávar- útvegi sem verður ekki síður forvitnileg umfjöllun en annað sem þarna verður rætt,“ segir Bylgja og undirstrikar að Sjávar- útvegsráðstefnan sé öllum opin og óbundin hagsmunaöflum eða stjórnmálaskoðunum. „Sjávarútvegsráðstefnan er vettvangur fyrir allar skoðanir og er hreinræktuð grasrótarum- ræða fólks í greininni og mark- miðið er að dýpka og efla um- ræðuna um hana. Sjávarútvegs- stefnan hefur því ekki gróða- sjónarmið að leiðarljósi heldur einungis að hver ráðstefna standi undir sér,“ segir Bylgja en frummælendur á ráðstefn- unni skipta tugum og í ljósi reynslunnar er við því að búast að hana sæki hátt í 500 manns. „Í undirbúningi ráðstefnunn- ar skipuleggjum við umfjöllun- arefnin og síðan mótast um- fjöllunin af þeim fyrirlesurum sem taka þátt í hverri málstofu fyrir sig. Okkur hefur reynst auðvelt að fá frummælendur og í sumum tilfellum hafa aðilar óskað eftir að fá að halda erindi á málstofunum. Við getum því ekki verið annað en ánægð með hvernig Sjávarútvegsráð- stefnan hefur þróast,“ segir Bylgja. Eins og áður segir er Sjávar- útvegsráðstefnan öllum opin og er stekið á móti skráningum á heimasíðu hennar fram að ráðstefnu. Aðal styrktaraðilar ráðstefnunnar í ár eru Arion banki, Icelandair Cargo, Trygg- ingamiðstöðin, Wise, Olís, Oddi, Promens og Icelandic Group. Bylgja Hauksdóttir, formaður stjórnar Sjávarútvegsráðstefn- unnar, er þess fullviss að komandi ráðstefna verði fræðandi og ár- angursrík fyrir bæði þá fjölmörgu sem taka þátt í dagskráinni og hina sem á hlýða. Frá Sjávarútvegsráðstefnunni 2014.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.