Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 17

Ægir - 01.07.2015, Blaðsíða 17
17 Matís ohf. er í mörgum skilningi mikilvæg auðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykilaðili í matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sér þekkingu 100 starfsmanna sem eru sérfræðingar og vísindamenn á ólíkum sviðum. Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi mikilvægar því þæ styðja framþróun, nýsköpun og markaðsstarf greinarinnar. Hjá Matís er stöðugt unnið að fjölda rannsóknarverkefna sem tengjast sjávarútvegi með ýmsum hætti. Þannig leitum við sífellt svara og vitum alltaf meira í dag en í gær. Rannsóknir í þágu sjávarútvegs Gildi Matís  Frumkvæði  Sköpunarkraftur  Metnaður  Heilindi www.matis.is Stefna Matís er að  ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins  ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk Hlutverk Matís er að  ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs  ... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu  ... bæta lýðheilsu Innflutningsbann Rússa á ís- lenskar sjávarafurðir og skortur á erlendum gjaldeyri í Nígeríu er högg, einkum fyrir útgerðir uppsjávarskipa, en ekki heims- endir. Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri hjá Iceland Sea- food International, telur að teikn séu á lofti um að sjávarút- vegurinn sé að vinna sig út úr þessari stöðu þótt ekki verði það án einhverra fórna. Það sé ekkert nýtt í alþjóðlegu sam- keppnisumhverfi sjávarafurða þar sem Ísland á í harðri sam- keppni um markaði við ná- grannaþjóðir eins og Færeyjar og Noreg. Friðleifur telur ólík- legt að einstakir framleiðendur komi til með að sitja uppi með umtalsvert magn óseldra af- urða en bendir á að mikilvægt sé að hafa í huga að hagsmunir Íslendinga á mörkuðum í Rúss- landi og Nígeríu snúist um fleira en makríl. „Okkar tveir stærstu markað- ir fyrir makríl hafa á undanförn- um árum verið Rússland og Nígería. Samanlagður íbúafjöldi þessara tveggja markaðssvæða er 500 milljónir. Til þess að fólk átti sig á stærð þeirra má nefna að þetta fer langt með að vera tíu sinnum fjölmennara en Bretlandsmarkaður sem hefur verið Íslendingum mikilvægur í margar kynslóðir,“ segir Friðleif- ur. Hann segir að sú vinna sem farið hafi í gang eftir að Rúss- land lokaðist hafi einkum mið- að að því að koma makrílnum inn á aðra markaði hér og þar um heiminn. Makríll á aðra markaði „Við höfum t.d. náð að selja nokkuð inn á aðra Afríkumark- aði eins og t.d. Gana og Gabon og svo hefur talsvert farið til Egyptalands. Stóra breytingin er kannski fyrst og fremst sú að það er miklu meira fyrir öllu haft í sölu á makríl og hlutirnir ganga hægar fyrir sig en áður. Þetta á eftir að jafna sig á end- anum og ég tel ekki að menn muni brenna inni með einhverj- ar umtalsverðar birgðir af makríl en auðvitað hafa fram- leiðendur þurft að sætta sig við mun lægra verð. Það er hins vegar ekkert nýtt. Þetta eru lög- mál markaðarins þegar allir eru að bjóða sömu vöru á sama stað.“ – Nú heyrist því oft fleygt í al- mennri umræðu að það hljóti að vera lítið mál að finna þessum afurðum annan farveg þótt ein- hverjir markaðir hrökkvi í lás. „Það fyrirfinnast ekki neinir útópískir nýir markaðir fyrir þessa tegundir. Ef þeir væru til værum við fyrir löngu búnir að finna þá. Margir af mínum sam- starfsmönnum hér hafa starfað við markaðssetningu sjávaraf- urða um allan heim í meira en tvo áratugi. Við erum orðnir býsna naskir á að finna markaði fyrir nýjar afurðir en ég get full- yrt hvar og hvenær sem er að töfralausnir eru ekki til. Mark- aðssetning er langhlaup.“ Markaðslögmálið ræður alltaf – Hvað gerist svo þegar hefð- bundnir markaðir fyrir uppsjáv- arafurðir opnast á ný, hvað verð- ur þá um það kynningarstarf sem þið hafið lagt í á nýjum mörkuðum? „Markaðslögmálið ræður alltaf og varan endar þar sem verðið er hæst. Ástæðan fyrir þessum mikla útflutningi okkar á makríl til Rússlands og Níger- íu er einfaldlega sú að þessir markaðir hafa borgað best allra. Það er nú ekki flóknara. Ég á hins vegar ekki von á öðru en að við verðum áfram í góðum viðskiptum þarna þegar að- stæður breytast aftur. Menn mega heldur ekki gleyma því í heildarsamhenginu að við eig- um önnur viðskipti við bæði S ölu m á l

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.