Morgunblaðið - 27.08.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016
Skipuleggjum einnig námsferðir til Englands fyrir hópa og einstaklinga
Enskunámskeið í Hafnarfirði fyrir byrjendur og lengra komna
Á hverri önn sækja um 200 nemendur enskunám í skólanum,
langflest konur á aldrinum 35 ára og eldri.
• 10 getustig með áherslu á tal
• Öllu lesefni fylgja hljóðdiskar
• Styrkt af starfsmenntasjóðum
• Nýr byrjendahópur að fara af stað
Skráning stendur yfir í síma 891 7576 og erlaara@enskafyriralla.is
English for All - Let’s speak English
Eskja á Eskifirði hefur fest kaup á
einu stærsta fiskiskipi norska flot-
ans, uppsjávarveiðiskipinu Libas
frá Bergen. Skipið verður notað til
að afla hráefnis fyrir nýtt upp-
sjávarfrystihús sem Eskja er að
koma upp.
„Ég er mjög ánægður með það.
Þetta er nútíminn, landfrysting en
ekki sjófrysting,“ segir Þorsteinn
Kristjánsson, skipstjóri og forstjóri
Eskju. Frystiskip félagsins, Aðal-
steinn Jónsson SU, er í söluferli.
Libas er smíðað 2004, um 94
langt skip og nærri 18 metra
breitt. Það getur borið 2.300 til
2.400 lestir og er vel búið til þess
hlutverks sem því er ætlað, meðal
annars með góðan kælibúnað.
Skipið verður afhent 1. nóvember
og verður fyrsta verkefnið að veiða
síld fyrir nýju verksmiðjuna sem
taka á í notkun um miðjan þann
mánuð.
Daði Kristjánsson, sonur Þor-
steins, verður skipstjóri.
helgi@mbl.is
Eskja kaupir stórt
uppsjávarveiðiskip
Aflar hráefnis fyrir nýja frystihúsið
Libas Skipið hefur verið leigt til
olíuiðnaðarins og hafrannsókna.
FRÉTTASKÝRING
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni
hafa í áraraðir verið krafin um
greiðslu löggæslukostnaðar vegna
bæjarhátíða, jafnt lítilla sem stórra.
Á sama tíma hefur Reykjanesbær
ekkert þurft að greiða vegna Ljósa-
nætur, og Reykjavíkurborg ekki
heldur vegna Menningarnætur, fjöl-
mennustu hátíðar landsins.
Fjölmargir viðmælendur Morgun-
blaðsins, jafnt sveitarstjórar sem og
formenn ýmissa hátíðarnefnda,
greina frá megnri óánægju sinni
vegna þessa.
Horfa þeir nú til ágreinings
Fjallabyggðar og lögreglustjórans á
Norðurlandi eystra um löggæslu-
kostnað vegna Síldarævintýris á
Siglufirði, sem fram fór síðustu
verslunarmannahelgi.
Úrskurðar beðið víða um land
Lögreglan hafði þá sett það skil-
yrði fyrir jákvæðri umsögn til sýslu-
manns, um útgáfu svokallaðs tæki-
færisleyfis, að löggæslukostnaður
yrði greiddur. Svo fór að sveitar-
félagið samþykkti að hlíta úrskurði
atvinnuvegaráðuneytisins, og er
hans nú beðið víða um land.
Hann þætti enda að líkindum for-
dæmisgefandi, segir Guðjón Braga-
son, sviðsstjóri lögfræði- og vel-
ferðarsviðs Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
„Það myndi maður ætla, og miðað
við þau lögskýringargögn sem til
staðar eru sé ég ekki hvernig komist
verður að annarri niðurstöðu en
þeirri að sveitarfélögin eigi ekki að
þurfa að borga þetta.“
Guðjón vísar meðal annars til álits
samgöngunefndar Alþingis um
frumvarp til laga um veitingastaði,
gististaði og skemmtanahald.
Áréttaði nefndin að ákvæði um
tækifærisleyfi gilti einungis um
skemmtanir og atburði sem færu
fram utan veitinga- og gististaða í at-
vinnuskyni. Segir svo í álitinu:
„Undir ákvæðið falla því ekki at-
burðir og skemmtanir á vegum sveit-
arfélaga, t.d. bæjarhátíðir og æsku-
lýðs- og íþróttahátíðir sem ekki eru
haldnar í atvinnuskyni, en í slíkum
tilvikum er aðgangur ekki seldur að
skemmtun eða atburði.“
„Miðað við vilja löggjafans, sem
framkvæmdavaldið hlýtur að fara
eftir, virðist mótuð sú stefna að
þarna eigi ekki að taka gjald fyrir,“
segir Guðjón.
Akranes náði samkomulagi
Vakin er athygli á því að á með-
fylgjandi korti eru aðeins tekin
dæmi um innheimtu löggæslukostn-
aðar síðustu ár. Akraneskaupstaður
var til dæmis jafnan krafinn um
milljón króna vegna Írskra daga þar
til lögregluembættin voru sameinuð.
„Við náðum samkomulagi við nýja
lögreglustjórann um að við myndum
ekki greiða þennan kostnað,“ sagði
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri
Akraness, í Morgunblaðinu í júlí.
Þá voru aðstandendur Mýrarbolt-
ans iðulega krafðir um allt að 600
þúsund krónur, þar til þeir útvistuðu
dansleikjunum til þeirra sem hafa
staðbundin skemmtanaleyfi á Ísa-
firði.
„Við stóðum ekki fyrir neinum
skemmtunum í ár, svo við sluppum
vel,“ segir Jóhann Bæring Gunnars-
son, einn stofnenda Mýrarboltans.
ÍBV krafið um 4,5 milljónir
Misjafnt er eftir því hvar drepið er
niður fæti hvort verðið hækkar,
lækkar eða stendur í stað á milli ára.
Viðmælendum þykir mörgum lítil
sem engin rök færð fyrir verðhækk-
unum þegar svo ber undir.
Íþróttabandalag Vestmannaeyja,
sem stendur fyrir Þjóðhátíð meðal
annars með styrkjum frá Vest-
mannaeyjabæ, var krafið um
greiðslu 4,5 milljóna króna fyrir lög-
gæslukostnað í ár. Krafan hljóðaði
upp á fjórar milljónir á síðasta ári.
Þá var Seyðisfjarðarkaupstaður
krafinn um 140 þúsund krónur á síð-
asta ári vegna hátíðarinnar LungA,
en sýnu minna í ár, kr. 124.000.
Á Höfn í Hornafirði hefur lögregl-
an krafist 600 þúsund króna, en síð-
ustu skipti hefur upphæðin verið á
bilinu 300 til 350 þúsund krónur.
Krafðir um sömu upphæðina
Við nánari athugun kemur einnig í
ljós mögulegt misræmi innan sama
lögregluumdæmis, þrátt fyrir að
reglugerð kveði á um að gæta skuli
„samræmis við ákvörðun löggæslu-
kostnaðar innan lögregluumdæmis
þannig að sambærileg mál hljóti
sambærilega meðferð“.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins mættu um 4-5.000 manns á
Mærudaga en um 33.000 á Fiskidag-
inn mikla. Lögreglustjórinn á
Norðurlandi eystra krafði þó að-
standendur beggja hátíða um sömu
upphæð, eða 600 þúsund krónur.
Daníel Guðjónsson, yfirlögreglu-
þjónn hjá embættinu, segir að
ákveðið hafi verið að innheimta jafnt
fyrir hátíðirnar, þrátt fyrir stærðar-
muninn. „Kannski verður þetta gert
öðruvísi næsta sumar en í vor var
ákveðið að gera þetta svona.“
Megn óánægja með innheimtu
Innheimta löggæslukostnað vegna Síldarævintýris, ekki vegna Menningarnætur Misræmi jafnvel
innan sama umdæmis Lögfræðingur SÍS segir sveitarfélögin ekki eiga að þurfa að greiða kostnaðinn
Dæmi um innheimtu kostnaðar síðustu ár
4.5m.
600 þ.
140 þ.
600 þ.600 þ.
600 þ.
600 þ.
1 m.
Ve
st
ma
nn
ae
yja
r
Reykjanesbær 0kr.
Reykjavík 0kr.
Hú
sa
vík
Se
yð
isf
jör
ðu
rD
alv
ík
Ísa
fjö
rð
ur
Ak
ur
ey
ri
Hö
fn
Ak
ra
ne
s
Húsfyllir var í gær á samkomu Al-
menna bókafélagsins og ræðis-
manna Eystrasaltsríkjanna, í tilefni
þess að Almenna bókafélagið endur-
útgaf tvær bækur um Eystrasalts-
löndin í ljósi þess að rétt 25 ár voru í
gær liðin frá því að Ísland var fyrst
ríkja til að endurnýja fyrri viður-
kenningu sína á sjálfstæði Eystra-
saltslandanna þriggja, Eistlands,
Lettlands og Litháens.
Davíð Oddsson flutti ávarp á sam-
komunni en hann var forsætisráð-
herra þegar Eystrasaltsríkin voru
viðurkennd á ný. Í ávarpi sínu sagði
Davíð að helsta hlutverk Íslands og
annarra Vesturríkja hafi verið að
halda uppi neista frelsisins og að
sýna ríkjunum, sem lentu undir
stjórn Sovétríkjanna, að þau ættu
bandamenn fyrir vestan.
Tunne Kelam, einn af leiðtogum
sjálfstæðisbaráttu Eistlands, flutti
einnig kröftuga ræðu. Sagði hann að
tími væri til kominn að takast á við
drungalega sögu Sovétríkjanna.
Morgunblaðið/Golli
Í ræðustól Tunne Kelam sagði að tími væri til kominn að takast á við drungalega sögu Sovétríkjanna.
Halda uppi neista frelsisins
Húsfylli Þéttsetið var á hverju borði á samkomunni í gær.
Samkoma Davíð Oddsson flutti ávarp og tók þátt í umræðum.
25 ár frá endur-
nýjun viðurkenn-
ingar Íslands