Morgunblaðið - 27.08.2016, Side 8

Morgunblaðið - 27.08.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Þorsteinn Víglundsson hætti ívikunni sem framkvæmda- stjóri SA til að fara í framboð fyrir Viðreisn. Sá flokkur vill umbylta fiskveiðistjórnarkerfi landsins og hefur formaðurinn talað fyrir uppboðs- leið.    Þegar Þorsteinntók við sem framkvæmdastjóri SA fyrir þremur ár- um benti hann á að sterk staða íslensks sjávarútvegs væri afrakstur áratuga uppbygg- ingar sem byggðist á aflamarks- kerfinu. Svo bætti hann við: „Það hvernig stjórnvöld hafa verið að grauta í fiskveiðistjórnunarkerfinu samfellt í fjögur ár hefur valdið óþarfa óvissu um rekstrarhorfur greinarinnar og hún hefur liðið mjög fyrir það.“    Hann sagði mikla svartsýni ríkjaí atvinnugreininni „vegna þess að veruleg óvissa hefur verið um hvernig fiskveiðistjórnunar- kerfið verði til framtíðar, bæði hvort verið væri að fara í fyrningu á aflaheimildum og hvert skatt- heimtustigið yrði á greininni og hvort hún gæti yfir höfuð risið und- ir þeim skattheimtuhugmyndum sem stjórnvöld voru með. Þetta er algjörlega óþolandi starfsumhverfi fyrir atvinnugreinina.“    Hann sagði enn fremur að haldaþyrfti í grunneiginleika afla- markskerfisins, sem eru eins og kunnugt er að aflaheimildir séu varanlegar og framseljanlegar. Hann sagði að kerfið þyrfti að vera „hafið yfir pólitískar deilur á hverj- um tíma“ og að það væri „lífsnauð- synlegt að það sé stöðugleiki til áratuga en ekki fárra ára í senn.“    Hvernig fer þetta saman viðsjónarmið formanns Við- reisnar? Þorsteinn Víglundsson „Algjörlega óþolandi starfsumhverfi“ STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 alskýjað Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 11 rigning Nuuk 8 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 20 skýjað Kaupmannahöfn 27 heiðskírt Stokkhólmur 24 heiðskírt Helsinki 17 skýjað Lúxemborg 34 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 19 skýjað Glasgow 17 alskýjað London 26 heiðskírt París 33 heiðskírt Amsterdam 25 rigning Hamborg 28 heiðskírt Berlín 35 heiðskírt Vín 26 heiðskírt Moskva 19 heiðskírt Algarve 28 heiðskírt Madríd 33 léttskýjað Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 30 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 19 léttskýjað Montreal 26 léttskýjað New York 30 skýjað Chicago 23 rigning Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:58 21:02 ÍSAFJÖRÐUR 5:54 21:15 SIGLUFJÖRÐUR 5:36 20:59 DJÚPIVOGUR 5:25 20:33 Atli Helgason, prentari og knattspyrnuþjálfari ,varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 24. ágúst, á 86. aldursári. Atli fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1930, sonur hjónanna Helga Guðmundssonar kirkjugarðsvarðar og Engilborgar Helgu Sigurðardóttur. Atli ólst upp í stórum systk- inahóp í Vesturbænum. Hann lærði prentiðn í Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði síðan um árabil í prentsmiðju Víkingsprents og síðar Umslagi. Atli hóf ungur að æfa knattspyrnu með KR og varð margfaldur meistari með liðinu. Síðan tók við yfir þriggja áratuga starf við þjálfun yngri flokka KR, sem skilaði af sér mörgum af bestu leikmönnum félagsins um langt skeið. Atli innleiddi nýj- ar aðferðir við þjálfun með áherslu á tækni og lipurð, og tók þátt í stofnun fyrsta knatt- spyrnuskóla KR fyrir yngstu kynslóðina í lok áttunda áratugarins. Á seinni hluta starfs- ævinnar ferðaðist Atli mörg sumur umhverfis Ísland og sá um knatt- leikninámskeið á vegum KSÍ auk nefndarstarfa í þágu íþróttarinnar. Hann var sæmdur gull- merki KSÍ og KRR, og hlaut m.a. viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir störf í þágu unglinga í borginni. Eiginkona Atla var Jóna Greta Sigurjónsdóttir, hún lést árið 2013. Hann lætur eftir sig 4 börn, Björgu Helgu, Auði, Hildi og Þorkel, níu barnabörn og þrjú barnabarna- börn. Andlát Atli Helgason knattspyrnuþjálfari Sr. Svavar Stefánsson, sóknarprestur í Fellasókn í Reykjavík, lætur af störfum um mánaðamótin að eigin ósk. Síðasta guðsþjónusta hans í embætti verður á morgun klukkan 11 í Fella- og Hóla- kirkju. Svavar hefur starfað sem sóknarprestur í tæp 40 ár, þar af síðustu fjórtán í Fellasókn. Sr. Svavar lætur af störfum í Fella- og Hólakirkju Sr. Svavar Stefánsson Fækkar um eina kennslustund á viku Í frétt Morgunblaðsins í gær um nýjan kjarasamning grunnskólakennara var ranglega sagt að kennslustundum umsjónarkennara myndi fækka um eina á hverjum degi. Hið rétta er að samkvæmt nýjum kjarasamningi mun kennslustundunum fækka um eina á hverri viku. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.