Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 10

Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 bmvalla.is PIPA R\TBW A • SÍA • 163855 Nýttu þér ráðgjöf landslagsarkitekta okkar. Þeir aðstoða þig við efnisval og hjálpa þér að útfæra hugmyndir þínar um fallegan garð. Frí ráðgjöf landslagsarkitekta Bókaðu tíma í síma 412 5050 Kláraðu innkeyrsluna fyrir haustið Við aðstoðum þig að velja rétta efnið í innkeyrsluna. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Stórlaxaveislan heldur áfram í Laxá í Aðaldal. Á fimmtudag settu veiði- menn í, glímdu við og höfðu að lokum hendur á tveimur lengstu löxum sem veiðst hafa hér á landi í sumar. Við svokallaða Breiðeyri á svæðum Lax- árfélagsins landaði rússneski veiði- maðurinn Stanislav Danelyan með að- stoð feðganna Jóns Helga Vigfússonar og Vigfúsar Jónssonar á Laxamýri 112 cm löngum hæng. Lax- inn tók fluguna Hairy Mary Gray númer 6 og tók viðureignin skilj- anlega drjúgan tíma. Samkvæmt viðmiðunarkvarða Veiðimálastofnunar telst lax af þess- ari lengd vera nálægt 28 pundum. Undir kvöld á fimmtudag landaði Örn Kjartansson síðan 110 cm hæng á Nesveiðum, í stórlaxastaðnum Höfða- hyl. Lax Arnar tók fluguna Radium, númer 12, og reyndist hann afar þykkur eða 56 cm að ummáli. Þessir tveir laxar slógu því við þeim tveimur 108 cm sem veiðst höfðu í sumar; annan fékk gítarhetjan Eric Clapton í Vatnsdalsá en hinn landi hans á Nessvæðinu. Ofboðslegar skepnur „Það er afskaplega gaman að þessir fiskar séu að veiðast hjá okkur, þetta eru ofboðslegar skepnur,“ segir Jón Helgi Björnsson á Laxamýri, formað- ur veiðifélags Laxár í Aðaldal og enn fremur Landssambands veiðifélaga. „Það er óhemjugaman að því hvað hefur veiðst hér mikið af stórum og fallegum fiskum. Ég man ekki eftir stórlaxaveiði eins og í sumar. Vonin um þessa stóru hefur haldið mönnum við efnið,“ segir Jón Helgi en lítið varð úr smálaxagöngum í Aðaldal, rétt eins og í flestum öðrum ám. „Hverjum fiski fylgir mynd svo menn velkjast ekkert í vafa um stærð- ina. Svo er gaman að menn sleppi fiskinum aftur út í ána, að það sé orðið viðurkennt og almennt. Það tryggir viðgang stofnsins.“ Hvað telur hann að stórt hlutfall laxanna sem sleppt er þrauki af vet- urinn og gangi að nýju? „Það er kannski ekki hátt hlutfall, þegar þeir eru orðnir svona stórir, en einstaka gera það og þar á meðal mögulega þessir laxar sem við erum að horfa á núna, þeir hafa náð því að koma aftur og eru ómetanlegir.“ Jón Helgi segir laxveiðisumarið einkennast af þessum góðu stórlaxa- göngum, í ám um allt land, og frekar litlum smálaxagöngum sem stafa af því að vorið í fyrra var ansi kalt. „Hins vegar má búast við því að næsta sum- ar verði fullt af smálaxi en kannski minna af stórum. En mér sýnist að flest veiðisvæði verði nærri meðalári. Veiðiaðstæður hafa einkum verið erf- iðar á Vesturlandi og veiðin þar fyrir vikið minni en efni stóðu til. En það fylgir veiðiskap að aðstæður geta ver- ið erfiðar.“ Stórir í öllum hyljum Einar Sigfússon, annar eigenda Haffjarðarár á Snæfellsnesi og sölu- stjóri Norðurár, tekur undir þau orð. Til að mynda veiddust rétt rúmlega 40 laxar í vikunni á 15 stangir í Norð- urá. „Það er talsvert af laxi í ánni en erfitt við hann að eiga,“ segir hann. „Framan af sumri var veiðin hins veg- ar glimrandi fín og við fengum tals- vert af smálaxi seinni hlutann í júní. En svo skiluðu smálaxagöngurnar sér ekki í júlí. Þó er miklu meira af fiski í ánum en sumarið 2014, það er miklu meira af stórlaxi nú en þá. Og það eru stórir fiskar í öllum hyljum í Norðurá. Það er mikil breyting síðan fyrir nokkrum árum þegar það voru tíðindi að fá fimmtán punda fisk þar. Nú hafa veiðst hátt í fjörutíu laxar yfir 90 cm og upp í 97 cm langir. Að vita af þeim stóru gerir veiðina skemmtilegri.“ Enn stærri laxar veiðast Lengstur Stanislav Danelyan með 112 cm hænginn sem hann landaði við Breiðeyri á svæðum Laxárfélagsins í Aðaldal á Hairy Mary Gray-flugu. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Ytri-Rangá & Hólsá (20) Miðfjarðará (10) Eystri-Rangá (18) Blanda (14) Þverá - Kjarrá (14) Norðurá (15) Haffjarðará (6) Langá (12) Laxá í Aðaldal (18) Laxá í Dölum (6) Haukadalsá (5) Víðidalsá(8) Selá í Vopnafirið (6) Hítará (6) Elliðaárnar (6) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra Á sama tíma 2014 Staðan 17. ágúst 2016 4909 4445 2151 4303 1942 2624 1476 1909 1170 890 890 1170 918 1133 756 1718 1278 2039 1892 1056 842 702 443 480 123 123 480 812 344 415 5378 3287 2696 2244 1683 1171 1114 1033 904 902 851 810 731 636 643 Þykkur Örn Kjartansson veiddi 110 cm hæng í Höfðahyl á Nesveiðum.  Tveir stærstu sama daginn í Aðaldal Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Heimild ríkisins í fjárlögum til sölu á landi í Skerjafirði við Reykjavíkur- flugvöll var skýr um til hvaða land- svæðis hún næði, að því er fram kemur í minnisblaði sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra, lagði fram á ríkis- stjórnarfundi í gær. Ennfremur segir þar að skilyrðið um heimild í fjárlögum hafi verið uppfyllt enda hefði skylda ríkisins til að selja landið myndast árið 2013 þegar samkomulag um hana var undirritað milli Reykjavíkurborgar og þáverandi fjármála- og efnahags- ráðherra. Þurfti því ekki að afla nýrrar heimildar í fjárlögum vegna sölu landsins í síðustu viku. Fyrr í vikunni bentu forsvars- menn samtakanna Hjartans í Vatns- mýri á að ekki hefði verið heimild til sölunnar í fjárlögum árið 2016 og að fjárlagaheimild árið 2013 næði að- eins til „lands utan flugvallargirð- ingar,“ sem væri aðeins lítill hluti landsins sem til stæði að selja. Í minnisblaðinu segir að sam- kvæmt nýlegum hæstaréttardómi um lokun neyðarbrautarinnar svo- nefndu hafi hin eiginlega skuldbind- ing stofnast árið 2013. Skilyrði til að standa við skuldbindinguna hefðu svo raknað við þegar neyðarbraut- inni var lokað í sumar. Einnig segir að fram komi í at- hugasemdum við söluheimildina í fjárlögum að hún taki mið af fyrir- hugaðri færslu girðingarinnar, eftir lokun neyðarbrautarinnar. Morgunblaðið/Þórður Sala Landið sem um ræðir er við suðvesturenda neyðarbrautarinnar. Höfðu heimild til að selja landið Salan heimil » Sala landsins var heimil hvað varðar heimild í fjárlögum og útfærslu hennar. » Skylda til sölu landsins stofnaðist til handa ríkinu árið 2013 og raknaði við við lokun neyðarbrautarinnar. » Orðalagið „land utan flug- vallargirðingar“ miðaði við fyr- irhugaða tilfærslu flugvallar- girðingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.