Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Þeir sem fá sér göngutúr um
miðbæ Reykjavíkur taka fljótt eftir
því að þar er varla þverfótað fyrir
erlendum ferðamönnum. Þeir
ganga um götur, kíkja í búðir, sitja
á kaffihúsum, virða fyrir sér bygg-
ingar og gera flest það sem ferða-
menn gera jafnan í borgarferðum.
Eitt af því er að njóta menningar
og lista og þar hefur framboðið í
miðborginni aukist samhliða aukn-
um ferðamannastraumi, með sér-
stökum leiksýningum, hátíðum og
tónleikum. Forsvarsmenn menn-
ingarstofnana telja að fleiri tæki-
færi séu til að gera betur í þeim
efnum.
Þúsundir ferðamanna eiga leið
um miðborgina á degi hverjum.
Daglega yfir sumarið koma um
2.500 manns í Upplýsingamiðstöð
ferðamanna hjá Höfuðborgarstofu,
og vikulegar heimsóknir í Hörpu
hafa að jafnaði verið um 65 þúsund
talsins í júlí og ágúst, þar af eru
erlendir ferðamenn taldir vera um
90%, eða um 58 þúsund.
60% fjölgun í Hörpu
„Við erum orðinn mest sótti
ferðamannastaðurinn á Íslandi,“
fullyrðir Halldór Guðmundsson,
forstjóri Hörpu, og nefnir nokkrar
fleiri tölur því til staðfestingar.
Þannig komu um 240 þúsund gest-
ir í húsið í júlí sl. borið saman við
um 150 þúsund í sama mánuði í
fyrra. Fjölgunin á milli ára er
þarna um 60%. Í sumar hafa um
20 þúsund gestir séð leiksýningar
eða tónleika fyrir ferðamenn, um
fimm þúsund hafa farið í skoð-
unarferðir um húsið í sumar, 15
þúsund skoðuðu Expo-skálann og
fimm þúsund gestir hafa keypt sig
inn á sýningar í austurhluta Hörpu
um David Bowie og Vesturfarana.
„Við sjáum hérna fullt af ferða-
mönnum á hverjum degi. Margir
koma til að dást að húsinu og taka
myndir en við litum á það sem
hlutverk okkar að auka framboð
viðburða í samstarfi við aðra að-
ila,“ segir Halldór og nefnir þar
fyrst leiksýninguna „How to Be-
come Icelandic in 60 Minutes“ sem
hefur verið sýnd nokkur undan-
farin ár á ensku við góðar undir-
tektir. Leikritið samdi Bjarni
Haukur Þórsson og Siggi Sig-
urjóns leikstýrir þeim Erni Árna
og Karli Ágústi Úlfssyni. Þá byrj-
aði í sumar leiksýningin „The Ice-
landic Sagas – The Greatest Hits
in 75 Minutes“, sem flutt er á
ensku í Norðurljósasalnum að
kvöldi til. Ólafur Egill Egilsson er
leikstjóri og skrifaði hann hand-
ritið, byggt á Íslendingasögunum,
ásamt leikurunum Jóhanni Jó-
hannssyni og Lilju Nótt Þórarins-
dóttur. Aðrir leikarar í sýningunni
eru Björn Ingi Hilmarsson, Esther
Talía Casey, Oddur Júlíusson og
Aðalbjörg Árnadóttir.
Einnig geta ferðamenn hlustað
reglulega á perlur íslenskra söng-
laga, í flutningi Bjarna Thors
Kristinssonar óperusöngvara. Tón-
leikarnir eru í Kaldalóni í hádeginu
eða síðdegis. Halldór segir hádeg-
istónleika í Eldborg einnig hafa
gefist mjög vel, þar sem Nína
Margrét Grímsdóttur hefur farið á
kostum á píanóinu og ferðamenn
fengið gott tækifæri til að njóta
hljómburðarins í Eldborgarsalnum.
„Einnig eru hér ljósmyndasýn-
ingar sem ferðamenn og aðrir
gestir hússins hafa notið. Suma
daga eru fjórar sýningar í einu og
mikið um að vera. Skoðunarferðir
um húsið eru jafnframt mjög vin-
sælar. Við erum mjög ánægð með
þessar undirtektir,“ segir Halldór.
Eitthvað verður dregið úr fram-
boði sýninga í vetur, en þar sem
ferðamannatíminn nær nú yfir allt
árið segir Halldór að áfram verði
fjölbreytt dagskrá, jafnt fyrir
ferðamenn sem aðra.
Söfnin sífellt vinsælli
Ferðamenn eru duglegir að
sækja söfnin í Reykjavík, ekki
hvað síst í miðborginni. Áslaug
Guðrúnardóttir, kynningarstjóri
Listasafns Reykjavíkur, segir að-
sókn ferðamanna hafa færst í
aukana, sérstaklega í Hafnarhús-
inu. Þar séu rúm 70% gesta, sem
greiða svonefndan einskiptis-
aðgang, erlendir ferðamenn. Einn-
ig hefur gestum fjölgað á Kjarvals-
stöðum og í Ásmundarsafni.
Samanlagður fjöldi gesta á þessum
þremur söfnum var ríflega 38 þús-
und á síðasta ári, þar af tæplega
25 þúsund ferðamenn sem borguðu
stakan aðgangsmiða, langflestir í
Hafnarhúsinu, eða ríflega 20 þús-
und. Til marks um fjölgunina
greiddu um 16.300 ferðamenn
stakan miða í Hafnarhúsinu árið
2014 og um 12.500 árið 2013.
„Traffíkin hérna er stöðug, sama
hvernig viðrar, enda erum við í al-
faraleið hér í Hafnarhúsinu,“ segir
Áslaug en bendir á að miði sem
keyptur sé á einu safni gildi á öðr-
Ferðamenn sækja í menninguna
Aukin aðsókn ferðamanna í menningar- og listviðburði Tugþúsundir koma í Hörpu vikulega
Leiksýningar á ensku Mikil aðsókn í söfnin Fjölmörg sóknarfæri fyrir lista- og menningarlífið
Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
Viðburðir Íslendingasögurnar á 75 mínútum, nefnist leiksýning í Hörpu, sem stíluð er sérstaklega inn á erlenda ferðamenn.
Halldór
Guðmundsson
Áslaug
Guðrúnardóttir
Anna María
Urbancic
Friðrik
Friðriksson
Karen María
Jónsdóttir
Inga Rós
Ingólfsdóttir
Margrét Rósa
Einarsdóttir
Ragnheiður Jóna
Jónsdóttir
SJÁ SÍÐU 36
Hamraborg 10 – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18
AFMÆLISTILBOÐ
VIÐ ERUM 20 ÁRA
Með hverjum keyptum gleraugum
fylgja sólgleraugu með í kaupbæti
Verið velkomin í sjónmælingu