Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þeir sem fá sér göngutúr um miðbæ Reykjavíkur taka fljótt eftir því að þar er varla þverfótað fyrir erlendum ferðamönnum. Þeir ganga um götur, kíkja í búðir, sitja á kaffihúsum, virða fyrir sér bygg- ingar og gera flest það sem ferða- menn gera jafnan í borgarferðum. Eitt af því er að njóta menningar og lista og þar hefur framboðið í miðborginni aukist samhliða aukn- um ferðamannastraumi, með sér- stökum leiksýningum, hátíðum og tónleikum. Forsvarsmenn menn- ingarstofnana telja að fleiri tæki- færi séu til að gera betur í þeim efnum. Þúsundir ferðamanna eiga leið um miðborgina á degi hverjum. Daglega yfir sumarið koma um 2.500 manns í Upplýsingamiðstöð ferðamanna hjá Höfuðborgarstofu, og vikulegar heimsóknir í Hörpu hafa að jafnaði verið um 65 þúsund talsins í júlí og ágúst, þar af eru erlendir ferðamenn taldir vera um 90%, eða um 58 þúsund. 60% fjölgun í Hörpu „Við erum orðinn mest sótti ferðamannastaðurinn á Íslandi,“ fullyrðir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, og nefnir nokkrar fleiri tölur því til staðfestingar. Þannig komu um 240 þúsund gest- ir í húsið í júlí sl. borið saman við um 150 þúsund í sama mánuði í fyrra. Fjölgunin á milli ára er þarna um 60%. Í sumar hafa um 20 þúsund gestir séð leiksýningar eða tónleika fyrir ferðamenn, um fimm þúsund hafa farið í skoð- unarferðir um húsið í sumar, 15 þúsund skoðuðu Expo-skálann og fimm þúsund gestir hafa keypt sig inn á sýningar í austurhluta Hörpu um David Bowie og Vesturfarana. „Við sjáum hérna fullt af ferða- mönnum á hverjum degi. Margir koma til að dást að húsinu og taka myndir en við litum á það sem hlutverk okkar að auka framboð viðburða í samstarfi við aðra að- ila,“ segir Halldór og nefnir þar fyrst leiksýninguna „How to Be- come Icelandic in 60 Minutes“ sem hefur verið sýnd nokkur undan- farin ár á ensku við góðar undir- tektir. Leikritið samdi Bjarni Haukur Þórsson og Siggi Sig- urjóns leikstýrir þeim Erni Árna og Karli Ágústi Úlfssyni. Þá byrj- aði í sumar leiksýningin „The Ice- landic Sagas – The Greatest Hits in 75 Minutes“, sem flutt er á ensku í Norðurljósasalnum að kvöldi til. Ólafur Egill Egilsson er leikstjóri og skrifaði hann hand- ritið, byggt á Íslendingasögunum, ásamt leikurunum Jóhanni Jó- hannssyni og Lilju Nótt Þórarins- dóttur. Aðrir leikarar í sýningunni eru Björn Ingi Hilmarsson, Esther Talía Casey, Oddur Júlíusson og Aðalbjörg Árnadóttir. Einnig geta ferðamenn hlustað reglulega á perlur íslenskra söng- laga, í flutningi Bjarna Thors Kristinssonar óperusöngvara. Tón- leikarnir eru í Kaldalóni í hádeginu eða síðdegis. Halldór segir hádeg- istónleika í Eldborg einnig hafa gefist mjög vel, þar sem Nína Margrét Grímsdóttur hefur farið á kostum á píanóinu og ferðamenn fengið gott tækifæri til að njóta hljómburðarins í Eldborgarsalnum. „Einnig eru hér ljósmyndasýn- ingar sem ferðamenn og aðrir gestir hússins hafa notið. Suma daga eru fjórar sýningar í einu og mikið um að vera. Skoðunarferðir um húsið eru jafnframt mjög vin- sælar. Við erum mjög ánægð með þessar undirtektir,“ segir Halldór. Eitthvað verður dregið úr fram- boði sýninga í vetur, en þar sem ferðamannatíminn nær nú yfir allt árið segir Halldór að áfram verði fjölbreytt dagskrá, jafnt fyrir ferðamenn sem aðra. Söfnin sífellt vinsælli Ferðamenn eru duglegir að sækja söfnin í Reykjavík, ekki hvað síst í miðborginni. Áslaug Guðrúnardóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að- sókn ferðamanna hafa færst í aukana, sérstaklega í Hafnarhús- inu. Þar séu rúm 70% gesta, sem greiða svonefndan einskiptis- aðgang, erlendir ferðamenn. Einn- ig hefur gestum fjölgað á Kjarvals- stöðum og í Ásmundarsafni. Samanlagður fjöldi gesta á þessum þremur söfnum var ríflega 38 þús- und á síðasta ári, þar af tæplega 25 þúsund ferðamenn sem borguðu stakan aðgangsmiða, langflestir í Hafnarhúsinu, eða ríflega 20 þús- und. Til marks um fjölgunina greiddu um 16.300 ferðamenn stakan miða í Hafnarhúsinu árið 2014 og um 12.500 árið 2013. „Traffíkin hérna er stöðug, sama hvernig viðrar, enda erum við í al- faraleið hér í Hafnarhúsinu,“ segir Áslaug en bendir á að miði sem keyptur sé á einu safni gildi á öðr- Ferðamenn sækja í menninguna  Aukin aðsókn ferðamanna í menningar- og listviðburði  Tugþúsundir koma í Hörpu vikulega  Leiksýningar á ensku  Mikil aðsókn í söfnin  Fjölmörg sóknarfæri fyrir lista- og menningarlífið Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir Viðburðir Íslendingasögurnar á 75 mínútum, nefnist leiksýning í Hörpu, sem stíluð er sérstaklega inn á erlenda ferðamenn. Halldór Guðmundsson Áslaug Guðrúnardóttir Anna María Urbancic Friðrik Friðriksson Karen María Jónsdóttir Inga Rós Ingólfsdóttir Margrét Rósa Einarsdóttir Ragnheiður Jóna Jónsdóttir  SJÁ SÍÐU 36 Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 AFMÆLISTILBOÐ VIÐ ERUM 20 ÁRA Með hverjum keyptum gleraugum fylgja sólgleraugu með í kaupbæti Verið velkomin í sjónmælingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.