Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Sjóðfélagafundur um sameiningarmál Sameinaði lífeyrissjóðurinn boðar til sjóðfélagafundar, til þess að kynna fyrirhugaða sameiningu við Stafi lífeyrissjóð, þriðjudaginn 30. ágúst 2016 kl. 17 á GrandHóteli Reykjavík. Allir sjóðfélagar velkomnir! Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Landsbréf starfrækja sjóðinn Ice- landic Tour- ism Fund, sem eingöngu fjárfestir í afþreyingar- tengdri ferðaþjón- ustu hér á landi. Fjárfestinga- geta sjóðsins er rúmir fjórir milljarðar króna, en stærstu hluthafar eru Landsbankinn, Icelandair Group og nokkrir lífeyrissjóðir. Helgi Júlíusson, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, segir mikinn áhuga til staðar um þátttöku í ýmsum verkefnum. Meðal verkefna sem sjóðurinn er hluthafi í eru hvalasýningin á Granda, Óbyggðasetur Ís- lands, íshellirinn í Langjökli, náttúrusýningin í Perlunni, fyrirhugað eldfjallasetur á Hvolsvelli og leiksýningin „The Icelandic Sagas – Grea- test Hits“ í Hörpu. „Það eru klárlega mikil tækifæri þarna, sérstaklega er þörf fyrir meiri afþreyingu á kvöldin fyrir ferðamenn í Reykjavík og á stærri stöðum, þegar þeir koma heim á hótel eftir t.d. dagsferðir út úr borginni og vita ekki hvað þeir eiga að gera á kvöldin. Þess vegna ákváðum við að fjárfesta í leiksýningunni í Hörpu,“ segir Helgi. LANDSBRÉF ICELANDIC TOURISM FUND Helgi JúlíussonAukin þátttaka erlendra ferðamanna í menningartengdum viðburðum hér á landi sést vel í tölum um kortaveltu. Á fyrstu sjö mánuðum síðasta árs greiddu ferðamenn 2,1 milljarð með kortum fyrir menningu, afþreyingu og tómstundir hér á landi. Á sama tíma á þessu ári var kortaveltan í þessum útgjaldalið komin í 3,2 milljarða. Aukningin á milli ára er 53%. Ef aðeins er tekinn sl. júlímánuður þá var erlend kortavelta í þessum út- gjaldalið 942 milljónir króna, 39% meira en í sama mánuði 2015. Frá ára- mótum varð hlutfallsleg aukning á milli ára mest í febrúar sl., eða 86%. Kortavelta erlendra ferðamanna Í menningu, afþreyingu og tómstundum - í milljónum króna Febrúar Mars Apríl JúníMaí JúlíJanúar 1000 20162015 800 600 400 200 0 Heimild: Rannsóknasetur verslunarinnar Aukin ásókn í menningu sést vel á kortaveltunni um á vegum Listasafns Reykjavík- ur. Safnið hefur gefið út sérstakt kynningarefni fyrir ferðamenn en sýningar eru að öðru leyti ekki sérstaklega settar upp fyrir þá. „Ef í ljós kemur að einhver sýn- ing höfðar meira til erlendra ferða- manna reynum við að vekja meiri athygli á henni,“ segir Áslaug. Listasafn Íslands hefur einnig fundið vel fyrir aukinni aðsókn í sín söfn, sem rakin er til fjölgunar ferðamanna. Miðað við tímabilið 1. maí í vor til 23. ágúst hefur gest- um safnsins fjölgað um 26%. Fjölg- unin á milli ára er minni ef farið er aftur til áramóta, en það skýrist aðallega af því að í sumar var safn- ið opið lengur, með því að bæta við opnun á mánudögum. Anna María Urbancic, fram- kvæmdastjóri Listasafns Íslands, segir að á sumrin sé hlutfall er- lendra gesta um 92% en á veturna fari það niður í 60%. Svipuð hlut- föll sjást í aðsókn að söfnum Ás- gríms Jónssonar og Sigurjóns Ólafssonar. Að sögn Önnu hefur gestum í þessum tveimur söfnum fjölgað um 50% síðan í vor. Þá var gestum boðið upp á að greiða einn aðgangseyri sem gilti í söfnin þrjú á vegum Listasafnsins. Anna telur markaðssetningu á menningu landsins algjörlega van- nýtt sóknarfæri í ferðaþjónustunni. „Það snýst allt um að kynna náttúruna en söfnin, húsakostur þeirra og aðbúnaður sitja eftir. Þar er mikil vannýtt auðlind,“ segir hún. Markaðssetningin erfið Friðrik Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Tjarnarbíós, segir reyting af erlendum ferðamönnum hafa komið á sýningar í húsinu, nokkrar slíkar hafi verið sýndar í sumar í samstarfi við ýmsa leik- hópa. Friðrik telur mörg tækifæri liggja á þessum markaði, sem menningarfélagið Tjarnarbíó muni halda áfram að sækja inn á, í sam- starfi við aðra aðila, bæði innlenda og erlenda. „Markaðssetningin er erfið, það er nokkuð sem við erum ennþá að læra og vonumst til að geta staðið okkur betur í. Við kunnum vel að markaðssetja fyrir Íslendinga, það hefur ekki verið vandamál,“ segir Friðrik, en fram að næsta vori eru fyrirhugaðar 14 nýjar frumsýn- ingar í Tjarnarbíói. Inni á milli gætu komið sýningar sem ætlaðar eru ferðamönnum sérstaklega. Vilja blanda geði „Hvað get ég gert í borginni?“ er sú spurning sem brennur á vörum flestra ferðamanna sem koma í Upplýsingamiðstöð ferða- manna í miðbæ Reykjavíkur. Kar- en María Jónsdóttir deildarstjóri segir mikið og gott framboð hafa verið af menningar- og listviðburð- um í borginni undanfarin ár. Hins vegar sé aukið kynningarstarf meðal erlendra ferðamanna að skila sér í meiri aðsókn þeirra á viðburði margs konar. Þannig sé stóraukin aðsókn í flestum söfnum og tónlistarhátíðir á borð við Ice- land Airwaves og Secret Solstice farnar að trekkja þúsundir ferða- manna til borgarinnar. Á síðasta ári komu 1,3 milljónir ferðamanna til landsins og upplýs- ingamiðstöðin fékk til sín stóran hluta þeirra, um 500 þúsund manns. „Ferðamenn sækja í viðburði til að geta upplifað stemninguna og mannlífið í borginni. Þeir sækja í alls konar viðburði, ekkert endi- lega í þá sem settir eru sérstak- lega upp fyrir ferðamenn. Þeir vilja blanda geði við heimamenn,“ segir Karen María. Hún segir nauðsynlegt að ferða- þjónustufyrirtæki og menningar- tengd starfsemi vinni meira saman. „Það er mikil eftirspurn eftir af- þreyingu í borginni, bara spurning hvernig við miðlum þessu áfram. Við erum enn að læra og mættum aðstoða hvert annað meira, bæði ferðaþjónustan og menningargeir- inn,“ segir Karen María enn frem- ur. „Algjörlega frábært sumar“ Hallgrímskirkja er áberandi kennileiti í miðborginni og þangað sækir fjöldi ferðamanna dag hvern. Listvinafélag Hallgrímskirkju hef- ur staðið fyrir tónleikum í kirkj- unni í sumar, sem ferðamenn hafa verið duglegir að nýta sér. „Þetta hefur verið algjörlega frábært sumar, og mjög margir er- lendir ferðamenn. Þeir hafa alltaf verið í meirihluta tónleikagesta. Hingað í kirkjuna er straumur ferðamanna frá morgni til kvölds,“ segir Inga Rós Ingólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Listvinafélagsins, en alls hafa að jafnaði 700 manns á viku sótt tónleika félagsins. Jafnan voru fernir tónleikar á viku og alls 40 tónleikar yfir sumarið. Þar af voru þrennir orgeltónleikar og Schola Cantorum hefur verið með tónleika á miðvikudögum. Síðustu sumartónleikar sönghópsins verða næsta miðvikudag. Þetta er 24. sumarið sem félagið stendur fyrir tónleikaröð í Hall- grímskirkju. Inga Rós segir sífellt fleiri ferðamenn hafa sótt tónleik- ana og líkað vel. Einnig séu þeir duglegir að sækja messur í kirkj- unni og skoða myndlistarsýningar. „Kirkjan hefur mikið aðdrátt- arafl og hefur víða komist á lista yfir markverðustu byggingar heims. Ferðamenn vita af þessu og eru duglegir að heimsækja okkur. Allt kynningarefni okkar er einnig orðið á ensku,“ segir Inga Rós. Fjölbreyttir tónleikar eru yfir veturinn í kirkjunni og hápunktar jafnan verið á aðventunni og pásk- um. „Við erum hæstánægð með að- sóknina. Kirkjan er opin til níu á kvöldin yfir sumarið og allan dag- inn eru organistar að æfa sig. Ferðamenn koma þá inn og setjast til að hlusta. Það er stórkostleg upplifun að koma inn í kirkjuna og upplifa fallegan orgelleik og vera í þetta mikilli nánd við orgelleikar- ann. Þetta skapar ákveðna sér- stöðu hjá okkur,“ segir Inga Rós. Mjög vinsælt er að komast upp í Hallgrímskirkjuturn til að fá gott útsýni yfir borgina. Af þeim sökum er lyftan á látlausri ferð upp og niður. Listvinafélagið er með skrif- stofu í turninum en Inga Rós segir þá aðstöðu ekki nýtast yfir sum- arið sökum aðsóknar í lyftuna. „Við höfum orðið að skapa okkur aðra vinnuaðstöðu á meðan, en þetta er bara ákveðið lúxusvanda- mál,“ segir hún. Faldir gimsteinar Engar sérstakar sýningar eru haldnar í Iðnó fyrir erlenda ferða- menn en hins vegar hafa ferða- skrifstofur leigt salinn undir við- burði fyrir sína hópa. Margrét Rósa Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri hússins, segir fyrirhugað að hafa tónlistarflutning á 3. hæðinni í vetur, m.a. fyrir ferðamenn, og næsta vor er ætlunin að setja upp sýningu á ensku sem fjallar um ís- lenskar konur. Þá stendur til að setja upp leiklistarsögusýningu í húsinu, en Iðnó er eitt elsta menn- ingarhús landsins, með mikla og langa sögu. „Markaðssetning fyrir ferða- menn tekur tíma og er kostn- aðarsöm. Oft eru menn búnir að gefast upp þegar eitthvað fer síðan loksins að gera sig. Allir vilja fara í Hörpu og Bláa lónið og aðrir þurfa að hafa meira fyrir hlutunum í kynningarstarfi,“ segir Margrét. Hannesarholt er „falinn gim- steinn“ eins og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, forstöðumaður hússins, orðar það. Hún segir erlenda ferðamenn ekki koma þangað í hópum, enda sé húsið ekki alveg í hjarta miðborgarinnar. Einstaka ferðmenn komi og dásami staðinn að heimsókn lokinni, hvort sem það sé eftir tónleika eða snæðing. Ragnheiður segir viðburði ekki setta upp sérstaklega fyrir ferða- menn, enda sé Hannesarholt meira ætlað fyrir Íslendinga. Maður er manns gaman Auk þeirra menningarhúsa sem þegar hafa verið nefnd væri hægt að telja upp fjölmargt annað í lista- og menningarlífinu sem stendur erlendum ferðamönnum til boða. Má þar nefna leikhúsin, veit- ingahúsin, kirkjurnar, styttur bæj- arins, margs konar söfn, kvik- myndasýningar í Bíó Paradís og tónleika á ýmsum öldurhúsum borgarinnar. Þannig hafa tónleikar á Kex hosteli verið mjög vinsælir meðal ferðamanna og annarra unn- enda góðrar tónlistar. Máltækið „maður er manns gaman“ gildir alls staðar, óháð þjóðerni þeirra sem koma saman til að skemmta sér og öðrum. Gangi spár eftir halda ferðamenn áfram að streyma til landsins næstu árin og viðskiptatækifæri eru óteljandi – einnig fyrir menn- ingu og listir. Ferðamenn Hallgrímskirkja er vinsæll áningarstaður ferðamanna sem leið eiga um miðborgina. Fjöldi þeirra sækir tónleika og messur í kirkjunni. Morgunblaðið/Ófeigur Fjárfestir eingöngu í afþreyingu 76% gesta sem greiða aðgang í Hafnarhúsinu eru erlendir ferðamenn. 3.262 milljóna kr. kortavelta ferðamanna í menningu fyrstu sjö mánuði ársins 65.000 gestir komu vikulega í Hörpu í sumar, þar af um 90% útlendingar. 20.000 ferðamenn hafa séð leiksýningar og tónleika í Hörpu í sumar 20.180 ferðamenn komu í Hafnarhúsið á síðasta ári, 23% fleiri en árið 2014. 26% fjölgun ferðamanna í Listasafn Íslands.frá maí sl., miðað við í fyrra. MENNING OG FERÐAMENN »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.