Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 39
FRÉTTIR 39Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 menn að vaða yfir Bláfjallakvísl sem er, eins og nafnið ber með sér, tær bergvatnsá. Í sumar hefur jök- ulvatn runnið í ána svo svipurinn er annar en venjulega og hún vatns- meiri en í annan tíma. Hér er einn- ig Kaldaklofskvísl. Göngubrú þar, sem Ferðafélag Íslands lét reisa, tekur tálma af. Rétt sunnan við þessar ár er ekið inn á leiðina um Mælifellssand, sem er hluti af Syðri-Fjallbaksleið sem liggur alla leið í Skaftártungur. Við ætlum hins vegar fram Emstrur og tökum mið af Hattfelli sem rís í suðri. Nokkru framan við fellið háa er Emstruskáli Ferðafélags Ís- lands, lágreist þyrping bygginga sem eru á þrepum í hárri, brattri brekku. Í kvos neðan þeirra eru tjaldsvæði í lækjarbakka í hvann- stóði og er þetta virkilega skemmtilegur og áhugaverður stað- ur. Virkjunarkostir í verndarflokki Markarfljótsgljúfur, dimm og djúp, eru rétt sunnan og vestan við Hattfell. Ofan gljúfranna er brú á fljótinu sem sprænur, lækir, kvíslar sem hér færa Markarfljót úr milli- stærð í eitt af mestu vatnsföllum landsins. Í þessu landslagi eru mik- il fallvötn og hér mætti ábyggilega reisa virkjanir; aflmiklar og að- rbærar. Skissur að slíkum orkuver- um eru til en ýmsu yrði þó að kosta til og fórna, svo sem að útbúa í þessu viðkvæma umhverfi uppi- stöðulón sem yrði tugir ferkíló- metrar að flatarmáli. Því er skilj- anlegt að í rammaáætlun um orkunýtingu skuli þessir virkjunar- kostir vera í verndarflokki. Þegar hér er komið sögu nálg- umst við byggð. Hvítur skalli Mýr- dalsjökuls er á vinstri hönd en beint fyrir framan okkur Einhyrn- ingur, tilkomumikið fjall sem dreg- ur nafn sitt af sérstæðu horni í norðri. Einhyrningur sést víða frá svo sem úr Þórsmörk og þar blasa líka við Tindfjöll, hinir sunnlensku alpar. Slóði að þeim fjallageim er við Fljótsdal, innsta bæ í Fljótshlíð og þar endar hringferð okkar. Við erum komin í mark eftir skemmti- lega dagsferð á Fjallabaki - og höf- um tekið stóra lykkju norður fyrir Tindfjöll um stórbrotið umhverfi og litríkt land í meira lagi. Markarfljótsgljúfur Dimmt og djúpt. Landið er viðkvæmt og þessar slóðir eru með tilliti til virkjunarkosta, í verndarflokki rammaáætlunar. Smáblóm Geldingahnappur er einn af gullmolum íslensku flórunnar. Náttstaður Litskrúðug tjöld ferða- manna á tjaldsvæðinu í Emstrum.  Markarfljótsbrú á Emstrum, sem var byggð nokkru fyrir 1980. Ár og kvíslar falla til fljótsins hér. Safnast þegar saman kemur, segir máltækið, og úr verður ein mesta elfur landsins.  Þetta óvenjulega horn stendur norður úr fjallinu Einhyrningi á Emstrum og af því er nafn þess dregið. Horn þetta er tilkomumikið og setur svip á umhverfið, sama úr hvaða átt er horft. Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Á djúgum spotta vestarlega á Syðri-Fjallsbaksleið verður að aka þvert um Hagafellskvíslina enda engan annan veg að hafa. Allt hefst þó að lokum. „Mér fannst skemmtilegt nú í sumar að fara á fætur á morgnana eftir rigningarnætur og sjá þá þann tæra svip sem landið hafði fengið þá um nóttina, jafnvel tals- vert annan en kvöldið áður. Að Fjallabaki er einstök eldfjallanátt- úra sem er í sífelldri mótun,“ seg- ir Halla Jónsdóttir, sem stóð vakt- ina í skála Ferðafélags Íslands í Emstrum nokkra daga nú í ágúst. Halla þekkir Fjallabakssvæðið vel eftir að hafa stundað göngu- ferðir og útivist í mörg ár. „Marg- ir staðir á Laugaveginum eru fal- legir og útsýnið einstakt, til dæmis þegar komið er úr Hrafn- tinnuskeri um Jökul-tungu niður að Álftavatni. Þar sést langt til suðurs og fremst er Illasúla. Raunar má taka Laugaveginn eft- ir ýmsum leiðum og útúrdúrum eins og færist í vöxt,“ segir Halla. „Nei, ég varð ekki vör við neitt óvenjulegt á sveimi í Esmstrum. Hins vegar hefur draugagangur viljað loða við Fjallabak. Skálinn í Hattfellsgili hefur sérstaklega verið nefndur í því sambandi. Einnig get ég vitnað í vinkonu mína sem sá – svo enginn vafi lék á – mann af öðrum heimi við Strútslaug á Mælifellssandi en einmitt þar í kring bregður ýmsu fyrir sem ekki er hægt að út- skýra.“ Draugagangur er viðloðandi á svæðinu Eldfjallanáttúra í mótun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjallafólk Halla Jónsdóttir lengt t.v. og Steinunn Lilja Torfadóttir dóttir hennar, og svo skálaverðirnir Ingólfur Árnason, Eyrún Ósk Stefánsdóttir, og Anders Rafn Sigþórsson. Myndin er tekin í Emstrum. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Nocturne Kampagne box 1000 Millistíf eða stíf dýnameð tvöfaldri fjöðrun. 25mm latex yfirdýna fylgir. 199.900 kr. Nú 139.930 kr. 25-30% AF DÝNUM OGFRÍ HEIMSENDING 25. ágúst - 11. september 180 x 200 cm. nú139.930 SPARAÐU 59.970 SVEFNHERBERGIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.