Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 43

Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 43
FRÉTTIR 43Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Stjórnmálaflokkarnir munu á næst- unni velja frambjóðendur fyrir komandi alþingiskosningar. Morg- unblaðið birtir fréttir af þeim sem gefa kost á sér. Prófkjör 2016 Bryndís Lofts- dóttir varaþing- maður gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjör- dæmi. Bryndís segist m.a. í tilkynningu hafa verið ötull talsmaður íslenskra bóka, hafi séð um kynningar á íslenskri bókaút- gáfu á bókmenntahátíðum erlendis, haldið utan um tölfræði íslenskrar bókaútgáfu og beitt sér fyrir fram- gangi íslenskrar barna- og ung- mennabókaútgáfu. Framboð í 3.-5 sæti Sigríður Á. And- ersen, alþingis- maður, hefur ákveðið að sækj- ast eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Í tilkynningu segir Sigríður m.a. að hún hafi náð góðum árangri í þeim málum sem hún hafi beitt sér fyrir á Alþingi, í efnahags- og skattamálum og ekki síður í umhverfismálum. Hún vilji gjarnan fá áfram tækifæri til að eiga frumkvæði að mikilvægum málum sem þessum. Sækist eftir 2. sæti Valdimar O. Her- mannsson, bæj- arfulltrúi í Fjarðabyggð, gefur kost á sér í 3. sæti á fram- boðslista Sjálf- stæðisflokksins í Norðaustur- kjördæmi. Í tilkynningu segir Valdimar m.a. að helstu áherslumál hans séu at- vinnu- og byggðamál af öllum gerð- um, heilbrigðismál, menntamál, ásamt samgöngumálum. Þá hafi hann áhuga á ábyrgð og verka- skiptingu ríkisins og sveitarfélaga. Framboð í 3. sæti Vilhjálmur Bjarnason, al- þingismaður, óskar eftir 2.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðvestur- kjördæmi. Í tilkynningu segir Vilhjálmur m.a. að hann hafi á liðnu kjörtímabili einbeitt sér að málum þar sem þekking hans og reynsla hafi komið að bestum not- um, þ.e. á sviði fjármála, efnahags- mála og utanríkismála. Hann hafi reynt að höfða til einfaldrar skyn- semi við úrlausn mála. Framboð í 2.-4. sæti SKÓLADAGAR 20% afsláttur af gleraugum Sjónmælingar Bláu húsin v. FaxafenKringlunniSkólavördustíg 2 Líney Sigurðardóttir lineysig@simnet.is Fólk á ýmsum aldri, allt frá 18 ára upp í 46 ára, hefur verið á Þórs- höfn undanfarið og unnið við hreinsun og fegrun umhverfisins, mest í lystigarðinum. Hópurinn er frá samtökunum Veraldarvinum og þátttakendur frá allmörgum lönd- um en Kínverjar voru flestir, ellefu alls í þessum átján manna hópi. Þeir höfðu sýnt mikinn áhuga á að koma til Þórshafnar og kusu það fremur en aðra staði á landinu en upphaflega átti ekki að koma svo stór hópur til Þórshafnar. Jaroslaw Radtke og Nína Sæ- mundsdóttir hjá Langanesbyggð höfðu ásamt sveitarstjóra umsjón með hópnum, átján manns og verkefnum sem vinna átti. Einn góðan sunnudag var farið með hópinn í stutta siglingu, en Jaroslaw fékk þrjá reynda sjó- menn til að sigla út á fjörðinn í blíðuveðri og veitt skyldi í soðið um leið. Óhætt er að segja að ferð- in hafi gengið vel, því að höfrungar dönsuðu kringum bátana og voru erlendu ungmennin alsæl með sjónarspilið. Ekki spillti það að veiðin var góð, feitur og fallegur þorskur var dreginn af kappi um borð. Hópurinn var alsæll með sjó- ferðina og veiðina, en Jaroslaw flakaði allan aflann á bryggjunni. Þorskurinn verður á matseðlinum næstu dagana og hlakka allir til hverrar máltíðar. Fleira var þess- um Veraldarvinum gert til skemmtunar því að líka var farið með þá í sunnudagsferð út á Langanes, allt út á Font og í Skál- ar, einnig upp á Heiðarfjall þar sem mikið útsýni er í björtu veðri. Hópurinn var hér í 10 daga, hæst- ánægður með veruna á Þórshöfn og skilaði líka góðu hreinsunar- verki. Veraldarvinir taka til hendinni Morgunblaðið/Líney Veraldarvinir Hópurinn sem dvaldi á Þórshöfn á Langanesi í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.