Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 50

Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÁÍtalíu ríkirþjóðarsorgeftir jarð- skjálftann sem reið yfir á mið- vikudag með skelfilegum afleiðingum. Síð- degis í gær var vitað að 278 manns hefðu látist í skjálft- anum og enn er margra sakn- að. Um fimm þúsund manns hafa unnið við að leita í rúst- unum. Mörg hundruð eftir- skjálftar hafa gert þeim starf- ið erfitt en þó hefur tekist að ná 215 manns á lífi. Vonir um að finna fleiri á lífi í rústunum fara dvínandi. Skjálftinn reið yfir á miðri Ítalíu. Verst urðu úti bæirnir Amatrice og Accumoli í hérað- inu Lazio og Arquata del Tronto og Pescara del Tronto í héraðinu Marche. Þorpin í Marche standa við forna róm- verska götu, Via Salaria, sem liggur frá Róm til Adríahafs. Ítalir hafa snúið bökum saman eftir skjálftann og hafa hjálpargögn borist víða að. „Við höfum orðið vitni að ótrú- legri samstöðu, einingu, ást, hjálp alls staðar að á Ítalíu. Það fyllir mig stolti af að vera Ítali,“ sagði Giancarlo Car- loni, varaborgarstjóri Amat- rice. Eyðileggingin eftir skjálft- ann er gríðarleg og sum þorp- in verða sennilega ekki endur- reist. Í Pescara del Tronto standa fimm hús eftir. Allar aðrar byggingar hrundu og segja yfirvöld að í ljósi þess sé spurning hvort skynsamlegt sé að byggja aftur á sama stað. Íbúarnir munu því væntanlega verða að sætta sig við að fara annað. Einn íbúi þorpsins sagði við blaðamann The New York Times að verst væri að skjálftinn hefði ekki aðeins svipt þorpsbúa fram- tíðinni, heldur einnig fortíð- inni. Önnur þorp verða þó endur- reist. Ítalir hafa reynslu af því. Frá 1968 hefur samtals 180 milljörðum evra verið var- ið í að endurreisa mannvirki eftir jarðskjálfta, samkvæmt útreikningum samtaka ítalskra verktaka. 13,7 millj- arðar evra voru settar til hlið- ar til uppbyggingar eftir skjálftann í L’Aquila 2009. Gagnrýnisraddir eru þegar farnar að heyrast í kjölfar skjálftans. Ítölsk stjórnvöld kunni að bregðast við, en for- varnir séu þeim framandi. Óvíða í Evrópu eru jarð- skjálftar jafn algengir og á Ítalíu. Á nokkurra ára fresti farast nokkur hundruð manns vegna náttúruhamfara. Í fjölmiðlum hefur verið haft eftir sérfræð- ingum að 70% bygginga standist ekki öryggiskröf- ur. Gerð hefur verið greining á því hvaða svæði séu hættuleg- ust og þar er Mið-Ítalía ofar- lega á blaði. 60 milljónir manna búa á Ítalíu. Þar af búa 24 milljónir þar sem mikil hætta er á jarðskjálftum. Enzo Boschi, fyrrverandi forseti jarðfræði- og eldfjalla- stofnunar Ítalíu, segir að í landinu sé aðeins byggt af ábyrgð eftir skjálfta. Hann bendir á Norcia í Úmbríu máli sínu til stuðnings. Þar var byggt aftur eftir skjálfta 1979 og 1997. Þar var farið eftir stöðlum og í skjálftanum á miðvikudag lést enginn í bæn- um, enginn slasaðist og tjón var óverulegt. Þó liggur bær- inn skammt frá miðju skjálft- ans. Sérfræðingar benda einnig á að ekki sé lögð næg áhersla á að fræða fólk um hvernig það eigi að bregðast við í jarð- skjálftum. Því hefur verið haldið fram að á milli 20% og 50% dauðsfalla vegna skjálfta megi rekja til þess að fólk bregðist rangt við. Flestir láta hins vegar lífið vegna þess að þegar hús hrynja verða þeir undir rúst- unum. Í mörgum tilfellum er það vegna þess að hús eru gömul og voru jafnvel reist aftur á miðöldum. Tilraunir til þess að hvetja húseigendur til að styrkja hús sín með því að veita skatt- afslátt hafa ekki virkað. Eig- endur fasteigna hafa ekki vilj- að að öryggi húsa í einkaeigu yrði metið vegna þess að það gæti þýtt að eignin lækkaði í verði eða ráðast yrði í dýrar umbætur. Sérfræðingar hafa krafist þess að í það minnsta verði reynt að tryggja öryggi opin- berra bygginga á borð við sjúkrahús og skóla. Í Amatr- ice hrundi skóli, sem gerður var upp 2012 og átti að stand- ast öryggiskröfur, en klukku- turn frá þrettándu öld hagg- aðist ekki. Það mál verður nú rannsakað. Lýst var yfir neyðarástandi í gær vegna skjálftans á mið- vikudag. Ítalir eru í sárum eftir þessar hamfarir og sam- hugur með þeim er mikill, ekki síst á Íslandi þar sem náttúruöflin láta einnig að sér kveða. Ítalir hafa reynslu af að bregðast við þegar jarð- skjálftar dynja yfir. Nú þurfa þeir að nýta þá reynslu til að styrkja hús og auka öryggi því að hættan hverfur ekki. Talið er að 70% bygginga standist ekki öryggiskröfur} Skjálftinn á Ítalíu U mræðan um Guð er sístæð. Hún stendur yfir í einhverri mynd á öllum stundum og hefur gert frá því að maðurinn kom fram á sjónarsviðið. Hann er gæddur hæfni til að hugsa um það sem er handan þess sýnilega veruleika sem augun og önnur skyn- færi greina. Þannig getur maðurinn ekki aðeins látið sig dreyma heldur einnig velt fyrir sér hinstu rökum, spurningum á borð við þá hvort eitthvað taki við að lífinu loknu en ekki síður hvaðan maðurinn kemur og sá lífskraftur sem knýr alla sköpunina áfram í mikilfengleik sínum. Umræðan um Guð er eðlilega stórbrotin og frá henni eru sprottin mörg af mögnuðustu lista- verkum heims og einnig mörg af þeim afrekum sem vekja undrun og eftirtekt. En þessi um- ræða er einnig á tímum leiðigjörn og á síðustu áratugum hefur hún orðið rýrari að innihaldi en oftast áður. Ræður þar mestu ómálefnalegt og vanstillt tal þeirra sem sjá trúnni allt til foráttu. Sú umræða sem þaðan sprettur hefur engu bætt við um þá áleitnu og um leið áhugaverðu spurningu hvort Guð sé til og hvort hann eigi hlut að máli þegar tilvist okkar er annars vegar. En endrum og eins glittir í góða og innihaldsríka um- ræðu um Guð. Eitt slíkt dæmi er frábærlega vel skrifuð bók Árna Bergmann frá árinu 2008 sem ber heitið „Glím- an við Guð“. Þar er glímt um Guð og það er gert af yfirveg- un, þekkingu og þess sem reynt hefur mörg fangbrögð í trúarbaráttu sinni. Bókin eldist vel. Annað dæmi er nýútkomin bók sem ber hið áhugaverða heiti: „Það sem við tölum um þeg- ar við tölum um Guð.“ Þar er á ferðinni þýð- ing dr. Grétars Halldórs Gunnarssonar guð- fræðings á vinsælu riti Rob Bell, bandarísks prests og rithöfundar, sem fyrst kom út í Bandaríkjunum árið 2012 og hefur vakið mikla athygli víða. Rob Bell hefur haft mikil áhrif með boðun sinni og var árið 2011 talinn af tímaritinu Time í hópi 100 áhrifamestu ein- staklinga í heimi. Í bókinni glímir Rob við sömu spurningar og Árni Bergmann og svo margir á undan þeim hafa gert. Hann gerir það hins vegar á nýstárlegan hátt og aðgengilegan sem eflaust mun fá margt fólk sem ekki hefur áður gefið viðfangsefninu sérstakan gaum, til að brjóta heilann um Guð og sína persónulegu trú eða trúleysi. Bókin flæðir vel og uppbygging hennar er nokk- uð óvenjuleg. Meðan á lestri hennar stendur er ekki laust við að maður finni sig á stundum í smásögum og prósum en þess á milli í hefðbundnara formi bókmennta af þessu tagi. Það gerir hana ekki síður spennandi. Vonandi mun bókin hreyfa við fólki og stuðla að upp- lýstu, fordómalausu og yfirveguðu samtali um Guð. Hún væri til dæmis upplögð fyrir foreldra sem ræða vilja við börn á fermingaraldri um stærstu spurningar lífsins. Kannski væri ekki vitlaust að hefja fermingarveturinn á lestri hennar og eiga svo gott spjall um efni hennar og innihald þegar jólin taka að nálgast. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Fágæt umræða um sjálfan Guð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Færri feður taka fæðingar-orlof nú en árið 2007. Yngri,menntaðri og tekjuhærrifeður eru líklegri en þeir eldri til að taka fæðingarorlof og eru dæmi um að feður sem taka orlof mæti neikvæðu viðhorfi vinnuveitenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn Sigurbjargar Magnúsdóttur, sem hún gerði í meist- aranámi sínu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði við Háskólann í Reykja- vík. „Ég skoðaði reynslu feðra af fæð- ingarorlofi og bar niðurstöðurnar saman við rannsókn sem var gerð árið 2007,“ segir Sigurbjörg. „Niðurstaðan er að árið 2016 nýttu færri feður sér óskiptanlega rétt sinn til fæðingar- orlofs og nýttu einnig minna af sam- eiginlegum rétti.“ Núverandi fyrirkomulag orlofs- ins er á þann veg að faðir getur tekið þriggja mánaða leyfi, móðir sömuleiðis og því til viðbótar eru þrír mánuðir sem foreldrar ákveða sjálfir hvernig ráðstafað er. Í áðurnefndri rannsókn frá 2007, sem gerð var af Auði Örnu Arnardóttur og fleirum, nýttu 75% feðra sér þriggja mánaða rétt sinn, en í rannsókn Sigurbjargar var þetta hlutfall komið niður í 42,2%. 8,1% feðra tók ekkert fæðingarorlof árið 2007 en í rannsókn Sigurbjargar var þetta hlutfall 12,2%. „Fáir nýttu sér fullan rétt sinn. Það var algengt að þeir færu í 6-8 vikna orlof,“ segir Sigurbjörg. Stjórnast af fjárhagnum Eitt af því sem fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar er að taka feðraorlofs helgast oft af fjár- hagslegum ástæðum fjölskyldunnar. Til dæmis nefndu sumir feðurnir í rannsókninni að þeir teldu sig vart hafa fjárhagslega burði til að taka fæð- ingarorlof en gerðu það engu að síður vegna pressu frá móðurinni. „Fjárhagurinn stjórnar bæði hvernig orlofi er hagað, þ.e. hversu langt orlof er tekið og hvort eitthvert orlof er yfirhöfuð tekið,“ segir Sigur- björg. „Feður segja að þakið sé alltof lágt þegar kemur að greiðslum úr fæð- ingarorlofssjóði og að það sé ekki hægt að verða fyrir svo miklu tekju- tapi. Þeir segja einnig að það ýti undir að feður taki að sér „svarta“ vinnu í or- lofinu til þess að halda fjárhagnum gangandi.“ Í rannsókninni voru feðurnir m.a. spurðir hversu langt fæðingarorlof þeir hefðu tekið og hversu sterk tengsl þeir teldu sig hafa myndað við barnið sitt. Fram kom að sterk fylgni er á milli lengdar orlofsins og hvernig feð- urnir meta tengsl sín við barnið. Neikvætt á kallavinnustöðum Feðurnir voru einnig spurðir um viðhorf vinnuveitenda til fæðingar- orlofstöku þeirra og segir Sigurbjörg að töluverður munur hafi komið fram hjá starfsstéttum. „Neikvætt viðhorf heyrðist meira á „karlavinnustöðum“, þar sem karlar eru í meirihluta. Sumir sögðust hafa fengið spurningar á borð við: „Á barnið virkilega ekki mömmu?“ og aðrir sögðust vera hræddir um að missa starfið ef þeir tækju fæðingarorlof,“ segir Sigur- björg. „Á barnið virkilega ekki mömmu?“ Getty Images/iStockphoto Faðir Hlutfall íslenskra karlmanna sem taka feðraorlof hefur lækkað undanfarin ár. Frumvarp að nýjum fæðingarorlofslögum er í smíðum. Nýtt frumvarp » Eygló Harðardóttir félags- málaráðherra lagði nýverið fram drög að frumvarpi um breytingar á fæðingarorlofi. » Þar er m.a. lagt til að há- marksgreiðslur hækki um 62% » Einnig er lagt til að orlofið verði lengt í 12 mánuði. » Óvíst er hvort frumvarpið verður að lögum áður en þing verður rofið í haust. Sigurbjörg segir að staða feðra á vinnu- markaði hafi lítið verið rannsökuð. Full þörf sé á fleiri rann- sóknum á þessu sviði, stór hluti karla á vinnumark- aði sé feður og fjölskyldumenn. Rannsóknin hafi sýnt að karlar, rétt eins og konur, geti upplifað togstreitu á milli starfs og fjöl- skyldulífs. „Báðir foreldrar ættu að geta verið heima með nýfæddu barni sínu án þess að hafa áhyggjur af því að missa vinnuna og það ætti að gilda jafn um konur og karla,“ segir Sigurbjörg. „ Feður sem höfðu stuðning frá vinnuveit- anda sínum þegar kom að töku feðraorlofs upplifðu minni tog- streitu milli vinnu og fjölskyldu- lífs, fremur var það vinnan sem auðgaði fjölskyldulífið og öfugt. Það er því mjög mikilvægt fyrir feður að finna fyrir stuðningi frá vinnuveitanda þegar kemur að töku feðraorlofs.“ Pabbar finna togstreitu STUÐNINGUR SKIPTIR MÁLI Sigurbjörg Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.