Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 53

Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Heimsmeistara- og Evr-ópumót ungmenna erustærstu skákmótin fyr-ir unga skákmenn í dag. Þau eru haldin árlega og eru opin piltum og stúlkum í sex ald- ursflokkum á aldrinum 8-18 ára. Þar sem alþjóðlega skáksam- bandið, FIDE, hefur haft aðsetur í Rússlandi í meira en 20 ár hefur þróunin orðið sú að þessi mót hafa nær undantekningarlaust verið haldin í grennd við höfuð- stöðvarnar; Tyrkland, Svartfjalla- land, Slóvenía, Grikkland og Georgía eru nokkur lönd sem ís- lensk ungmenni hafa átt kost á að sækja heim á undanförnum árum. Evrópumót ungmenna sem lýk- ur um helgina fer fram Prag í Tékklandi og þar tefla íslensku keppendurnir, sem er ellefu tals- ins, við geysiöflugt lið því aust- urblokkin með Rússa, Úkraínu- menn, Asera og Armena, svo nokkrar þátttökuþjóðir séu nefnd- ar, hefur að venju sterka viðveru. Yngstu íslensku keppendurnir eru þeir Bjartur Þórisson 7 ára og Tómas Möller sem er 8 ára og tefla þeir í keppnisflokki drengja 8 ára og yngri. Ásamt Benedikt Þórissyni sem teflir í 10 ára flokknum fá þeir sér þannig reynslu sem síðar mun reynast dýrmæt. Það sést best á frammi- stöðu hinnar 10 ára gömlu Freyju Birkisdóttur sem hefur hlotið 4 vinninga af sjö mögulegum en hún tefldi á HM ungmenna í Grikk- landi í fyrra og þekkir því vel til á þessum vettvangi. Akureyringarnir Símon Þór- hallsson og Jón Kristinn Þorgeirs- son hafa virkað æfingalausir þrátt fyrir góða spretti. Það sama gildir um Gauta Pál Jónsson og Robert Luu. Þrír íslensku keppendanna tefldu á Ólympíumóti 16 ára og yngri í Slóvakíu á dögunum: Vign- ir Vatnar Stefánsson hefur ekki náð sér á strik og er með 3 ½ vinning af sjö mögulegum sem er nokkuð undir ætluðum árangri þó hann hafi yfirleitt skilað góðum árangri á þessum mótum. Tví- burabræðurnir Björn Hólm og Bárður Örn Birkissynir hafa hins- vegar náð góðum árangri og Bárður, sem er með 4 vinninga, hefur verið í mikilli framför undanfarin misseri. Þegar frammistaða Freyju bætist við geta þau systkin verið ánægð með sinn hlut í Prag. Í 6. umferð vann Bárður hollenskan skákmann á sannfærandi hátt í eftirfarandi skák: EM ungmenna 2016: Kevin Nguyen – Bárður Örn Birkisson Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. d3 d6 6. c3 g6 7. h3 Bg7 8. Bg5 h6 9. Be3 O-O 10. Rbd2 Rh5 11. g3 Bd7 12. Bc2 De8! Uppbygging svarts minnir á kóngsindverska vörn. Drottningin gefur f-peðinu lausan tauminn með því að valda riddarann á h5 óbeint. 13. De2 f5 14. O-O-O f4 15. gxf4 exf4 16. Bd4 Rxd4 17. Rxd4 b5 Hann gat líka leikið 17. … c5, nú er ein hótunin 18. … b4 o.s.frv. 18. R2f3 c5 19. Bb3+ Kh7 20. Rc2 Bc6 21. Hhe1 a5 22. Dd2? Byrjun hvíts hefur verið stefnu- laus og þessi leikur bætir ekki úr skák. Hann varð að forða bisk- upinum með 22. Bd5. 22. … c4! Króar biskupinn af. 23. dxc4 a4 24. cxb5 axb3 25. axb3 Bxb5 26. Dxd6 Hf6 27. Dd5 Bc6 28. Dd3 Hf7 29. Rfd4 Bd7 30. e5 He7 31. e6 E-peðið var að falla og ekkert mótspil hefst upp úr þessu. 31. … Bxe6 32. De4 Ha6 33. b4 Bf6 34. b5 Hd6 35. Dd3 Bd7 36. c4 Hxe1 37. Hxe1 37. … Hxd4! Nú fellur enn meira lið. Eft- irleikurinn er auðveldur. 38. Df3 Df7 39. Rxd4 Bxd4 40. De2 Bxh3 41. b4 Rg7 42. Hd1 Da7 43. Dd2 Da3+ - og hvítur gafst upp. Systkinin gera það gott á EM ungmenna í Prag Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Mig vantar eftirfarandi bækur: Lukku Láka bækurnar Á léttum fótum, Sálarháski Dalton bræðra, Karlarígur í kveinabæli, Sala sjana og Daltónar ógn og skelf- ing. Svo vantar mig einnig bækur úr röðinni um Sval og Val, bækur númer 2, 5, 7, 8, 10,, 11, 13, 18, 23 og 25 Ég óska eftir góðum bókum á góðu verði. Árni Haukur Brynjúlfsson 587 6997. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Vantar bækur Á Alþingi sl. vor voru samþykkt ný lög um dómstólaskipan, þar sem stofnað var millidómsstig, Lands- réttur. Þegar innan- ríkisráðherra lagði fram frumvarpið að þessum lögum lét hann þess getið að í vinnslu væri í ráðu- neytinu sérstakt frumvarp um breyt- ingu á ákvæðum laga um skipan nýrra dómara að dómstólum landsins. Kvaðst ráðherrann hafa sérstakan áhuga á því máli. Vakti þetta vonir um að innan seilingar væru breytingar á þeirri skipan sem gilt hefur um þetta efni og er með öllu óásættanleg og raunar hugsanlega í andstöðu við stjórnarskrá. Brýnasta þörfin lýt- ur að breytingu á reglum um skip- an hæstaréttardómara, en sitjandi dómarar í réttinum hafa nú í reynd alræðisvald um það hverjir skuli nýir fá að komast inn í hóp- inn. Minnast menn væntanlega dæma úr fortíðinni þar sem sér- valdir umsækjendur hafa með eins konar fautaskap verið teknir fram yfir aðra með afar hlutdrægum umsögnum um hæfni, en ráðherra er samkvæmt gildandi lögum með ákveðnum hætti bundinn við slíkar niðurstöður hins ráðandi dóm- arahóps. Og sá hópur vill fá að ráða þessu til að geta viðhaldið „fjölskyldustemningunni“ sem ræður ríkjum við dómsýslu rétt- arins. Hún leyfir ekki að einstakir dómarar í hópnum leggi sjálfstætt mat á sakarefni málanna fremur en að skrifa upp á það sem frá hinum kemur. Frumvarpið um þessar breyt- ingar var þó aldrei flutt á vor- þinginu þrátt fyrir yf- irlýstan áhuga ráðherrans og nú á því stutta þingi sem yfir stendur mun það held- ur ekki verða flutt eft- ir þeim upplýsingum sem ég hef fengið. Hvernig ætli standi á þessu? Þetta mál er ekki flókið í smíðum. Ætli geti verið að ráð- herrann láti sitjandi valdahóp í Hæstarétti hrekja sig frá verki? Spyr sá sem ekki veit. Niður- staðan er alltént sú að enn munu sitjandi dómarar um ófyrirsjáan- lega framtíð ráða skipun nýrra dómara. Nú eru kosningar fram undan og ný ríkisstjórn verður mynduð að þeim loknum. Ég leyfi mér að láta í ljósi ósk um að þá taki við dómsmálunum ráðherra sem láti ekki valdaklíku dómaranna, sem öllu vilja ráða, segja sér fyrir verkum, heldur hafi á því sjálf- stæðar skoðanir hvað gera þurfi til að tryggja að dómstólar starfi af hlutleysi og málefnalegum heil- indum. Á það hefur skort svo um munar á liðnum árum. Undarlegur undandráttur Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Jón Steinar Gunnlaugsson » „Brýnasta þörfin lýt- ur að breytingu á reglum um skipan hæstaréttardómara, en sitjandi dómarar í rétt- inum hafa nú í reynd al- ræðisvald um það hverj- ir skuli nýir fá að komast inn í hópinn. Höfundur er fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands. Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.