Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 55
er starfsmanna- þjónusta sem sér um að finna starfsfólk í fjölbreytt störf um allt land, til lengri eða skemmri tíma. sér fjölbreyttum atvinnugreinum fyrir sérhæfðu og ófaglærðu vinnuafli frá ríkjum EES með skömmum fyrirvara. er íslenskt fyrirtæki sem styður við upp- byggingu íslensks atvinnulífs og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum. sér um umsýslu launa, launatengdra gjalda og skatta samkvæmt íslenskum lögum og útvegar starfsfólki húsnæði. leggur kapp á að starfa í sátt við vinnumarkaðinn, starfsgreinafélög, verkalýðsfélög og opinbera aðila. Elja starfsmannaþjónusta Hátúni 2b 105 Reykjavík 415 0140 www.elja.is elja@elja.is finnur rétta starfsmanninn fyrir þig. UMRÆÐAN 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Ég tilkynnti fyrir stuttu að ég hygðist bjóða mig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Þrátt fyrir að ég hafi verið virk í starfi flokksins allt frá árinu 2008 urðu einhverjir til að spyrja mig af hverju ég vildi sækjast eftir þingsæti fyrir þann flokk. Raunar hef ég verið spurð um slíkt allt frá því að ég hóf að taka þátt í starfi Sjálfstæðis- flokksins, strax eftir efnahagshrunið. Eflaust stafar það meðal annars af því ég hef allt frá því að ég var ung sinnt málefnum á borð við jafningja- fræðslu, flóttamannaaðstoð og for- varnarstarfi gegn kynferðisofbeldi, sem oft er frekar tengt við félags- hyggjuflokka en Sjálfstæðisflokkinn. Grunngildið einstaklingsfrelsi Ég hef alltaf svarað því til að allt gengur þetta starf út á að vernda frelsi einstaklingsins frá ofríki og of- beldi, sjálfstæði hans og reisn. Það er einmitt í Sjálfstæðisflokknum sem ég fann samhljóm við þá lífssýn mína. Enginn flokkur stendur með sama hætti vörð um það grunngildi sem einstaklingsfrelsið er. Sjálfstæðismenn tala oft um frelsi til orðs og æðis. Þessi orð eru ekki úrelt. Í samfélagi okkar í dag erum við sífellt að kljást um hvað felst í at- hafna- og tjáningarfrelsi. Mér finnst mikilvægt að fólki sé ekki sagt fyrir verkum um hvað það má gera, segja og hugsa, svo lengi sem það meiðir engan annan. Í starfi mínu sem borg- arfulltrúi hef ég oftar en ekki tekið fyrir mál sem snerta grunngildin okkar, eins og tjáning- arfrelsi, eignar- og sjálfsákvörðunarrétt. Þessi gildi missa marks ef við stöndum ekki vörð um þau. Sú varð- staða verður að eiga sér stað alla daga og við verðum að máta hvert einasta mál sem kemur á okkar borð við þessi gildi og passa upp á þau. Valfrelsi og virðing í velferðarþjónustu Helstu viðfangsefni stjórnmálanna taka breytingum eftir tíðaranda hverju sinni. Ég vil beita mér fyrir því að við varðveitum þann árangur sem hefur náðst í fjármálum ríkisins, um leið og ég vil forgangsraða þann- ig að þau sem þurfa aðstoð okkar hinna séu fremst í forgangsröðinni þegar ríkissjóður fær aukið svigrúm. Ég vil bjóða upp á meira valfrelsi og virðingu fyrir mismunandi þörfum þeirra sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Ég vil að eldra fólk njóti ávaxta erfiðis síns og lífeyrisgreiðsl- ur skerði ekki ellilífeyri. Ég vil að menntakerfið okkar miðist við að búa yngri kynslóðir undir breytta fram- tíð með nýjum áskorunum, þar sem verðmætasköpun og framleiðni næg- ir til að standa undir velferðarþjón- ustu við þjóð sem eldist. Ég vil ekki kollvarpa stjórnar- skránni okkar heldur taka yfirveg- aðar ákvarðanir um að breyta henni í sem víðtækastri sátt. Sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Sjálfstæðisflokksins hef ég beitt mér fyrir því að gerðar verði afmarkaðar og tímabærar breytingar á stjórn- arskránni. Nýja stjórnarskrá þurf- um við hins vegar ekki. Ég vil nýta reynslu mína úr borg- armálum, meðal annars til að berjast fyrir hagsmunum Reykvíkinga á þingi. Ég tel mig hafa ýmislegt fram að færa í umræðunni um hvernig við getum sýnt fyrirhyggju við upp- byggingu ferðaþjónustu, hlúð að því góða í borgarsamfélaginu okkar og verndað náttúru landsins okkar um leið og við njótum ávaxtanna af gíf- urlegri fjölgun ferðamanna. Ég vil nýta reynslu mína úr borgar- og skipulagsmálum til að stuðla að því að hægt sé að tryggja gott og hag- kvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og alla aðra. Ég býð fram krafta mína í þágu þess að sjálfstæðisfólk í Reykjavík geti kosið öflugan og breiðan lista fólks sem getur staðið vörð um þann efnahagslega árangur sem hefur náðst á núverandi kjörtímabili og staðið til framtíðar vörð um þau grunngildi sem við vitum að eru nauðsynleg til að skapa hér gott og réttlátt samfélag þar sem allir eiga tækifæri. Varðstaða um grunngildi Eftir Hildi Sverrisdóttur » Í starfi mínu sem borgarfulltrúi hef ég oftar en ekki tekið fyrir mál sem snerta grunn- gildi eins og tjáning- arfrelsi, eignar- og sjálfsákvörðunarrétt. Hildur Sverrisdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins og býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hálfsársuppgjör Hafnarfjarðarbæjar sýnir mikinn viðsnúning í rekstri sveitarfélags- ins. Niðurstaða fyrri hluta ársins var jákvæð um 483 milljónir króna eða hátt í milljarði betri en á sama tíma í fyrra, en þá var hallinn tæpar 400 milljónir króna. Þá hefur veltufé frá rekstri aukist um 1.350 milljónir króna á milli ára. Þær umbætur á heildarrekstri sveitarfélagsins sem ráðist var í eru að skila tilætluðum árangri. Þegar núverandi meirihluti tók við stjórnartaumunum, fyrir um tveimur árum, var farið í ítarlega greiningu og úttekt á öllum rekstri bæjarfélagsins sem hafði, eins og kunnugt er, glímt við erfiða fjárhagsstöðu um langt árabil. Í kjölfarið var gripið til aðgerða sem miðuðu að því að endurskipuleggja reksturinn og forgangsröðun. Jafn- framt var verkefnum breytt með það að markmiði að efla þjónustuna og auka samkeppnishæfni sveitarfé- lagsins. Ríkuleg uppskerara viðsnúningur sem uppgjörið ber með sér sýnir glögglega hve nauðsyn- legar þær hagræðingaraðgerðir voru og hve mikilvægt er að festa og ábyrgð einkenni rekstur sveitarfélagsins. Nú verður hægt að halda áfram að greiða niður óhagstæð lán sem hafa sligað bæjarsjóð. Samhliða því á að vera svig- rúm til að lækka álögur á bæjarbúa en um leið efla grunnþjónustuna. Þá mun einnig vera hægt að auka viðhald á eignum bæjarfélagsins og byggja upp frekari innviði. Og það allt fyrir eigið fé! Engin ný lán í ár Það sem af er ári hefur bæjarsjóður ekki tekið nein ný lán og einungis framkvæmt fyrir eigið fé. Dæmi um breytta stefnu og áherslur í rekstri bæjarins er framkvæmd við leikskóla sem nýverið var opnaður á Völlum. Leikskólinn var eingöngu byggður fyrir eigið fé sveitarfélagsins. Ef svo fer fram sem horfir þá verður það nú, árið 2016, í fyrsta sinn í a.m.k. 14 ár, eða frá árinu 2002, sem Hafnar- fjarðarbær þarfnast engra nýrra lána. Gert er ráð fyrir því að á miðju næsta ári verði skuldaviðmið bæjarfélagsins komið niður fyrir 150%. Sá árangur er framar björtustu vonum þeirra sem tóku við stjórnun bæjarsins fyrir um tveimur árum en gefur tilefni til bjart- sýni á framtíðina. Tímamót í rekstri Hafnarfjarðarbæjar Eftir Rósu Guðbjartsdóttur Rósa Guðbjartsdóttir »Nú verður hægt að halda áfram að greiða niður óhagstæð lán sem hafa sligað bæj- arsjóð. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.