Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 56

Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 56
 4 laukar og 2 hvítlauksrif, skorið smátt og snöggsteikt í olíu í pottinum. Ekki nota ólífu- olíu.  Snöggsteikið laukinn í 5 mín., bætið svo vatni í pottinn, u.þ.b. 2,5 lítra.  Lambakrafti bætt við eftir smekk sem og þurrkuðum súpujurtum. Einnig ögn af svört- um pipar.  Eitt og hálft kíló lambakjöt skorið í bita og bætt út í.  Gulrætur, hvítkál og rófur skornar smátt og settar í pottinn 20 mínútum áður en súpan er borin fram. Kjötsúpa Kryddleginna hjartna HAUSTMATUR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Veitingastaðurinn Kryddlegin hjörtu á Hverf- isgötu hefur dafnað vel frá því reksturinn hóf göngu sína fyrir átta árum. Fastakúnnarnir eru fjöldamargir og sækja í ljúffenga og heil- næma réttina þar sem fara saman straumar og stefnur frá öllum heimshlutum. Dagbjört Norðfjörð er framkvæmdastjóri veitingastaðarins en það var móðir hennar Íris Hera Norðfjörð Jónsdóttir sem hóf reksturinn á sínum tíma. „Segja má að við opnum beint inn í kreppuna, 29. ágúst 2008,“ segir Dag- björt. „Hún mamma er mikill sérfræðingur í kryddi og notar það ekki bara til að bragðbæta matinn heldur hefur víðtæka þekkingu á heilsufarslegum áhrifum kryddjurta. Hún kenndi fólki um þetta í morgunsjónvarpinu á sínum tíma og flutti inn kryddtegundir sem seldar voru í verslunum Hagkaupa. Atvikast hlutirnir þannig að Íris tekur að sér matseld- ina í mötuneyti á stórum vinnustað, en missir svo starfið við samruna við annað fyrirtæki þar sem fyrir var mötuneytisrekstur. En á meðan hún fékk að spreyta sig varð hún vör við mikla hvatningu frá þeim sem smökkuðu matinn, og hún var í miklum metum hjá starfsfólkinu fyrir réttina sína.“ Vildi þannig til að veitingastað hafði nýlega verið lokað í miðbænum og stóð Írisi til boða að kaupa innrétingar og eldhústæki sem komið hafði verið fyrir í gámi. „Hún átti ekki krónu með gati, en fékk lán hjá ömmu, nýtti allt sem nýta mátti úr gáminum og keypti að auki það litla sem upp á vantaði. Hún kom sér fyrir á Skúlagötu og síðan að 5 árum síðar keyptum við plássið á Hverfisgötu. Var hugsunin upp- haflega að vera bara með súpu- og salatbar og hafa reksturinn ekki mjög stóran, en svo breyttist það smám saman og er matseðillinn í dag allt öðruvísi en hann var þegar við vorum að byrja.“ Vita hvaðan maturinn kemur Eitt helsta sérkenni Kryddleginna hjartna er að allur maturinn er gerður frá grunni. „Baunirnar kaupum við lífrænar frá ræktend- um og leggjum í bleyti og fullvinnum. Ekkert er úr niðursuðudós nema tómatar og maís- korn. Okkar áhersla hefur ætíð veri á að vita hvaðan maturinn er og nákvæmlega hvað er á diskinum. Enginn sykur er notaður í matseld- ina, ekkert hveiti og ekkert ger en krydd frá öllum heimsálfum. Matseðillin er glútenfrír, að brauðin undanskildu, og vegna hreinleika hrá- efnisins eru margir af okkar kúnnum fólk sem er með ofnæmi eða þarf að passa sérstaklega upp á mataræðið.“ Eini íslenski rétturinn er rammíslenska kjötsúpan sem borin er fram á fimmtudögum en í lágkolvetnaútgáfu með engum kartöflum eða hrísgrjónum, og með fyrsta flokks lamba- kjöti frekar en súpukjöti. „Á matseðlinum gæt- ir marokkóskra áhrifa, indverskra og mexí- kóskra, og erum við t.d. núna með fjóra indverska rétti og þar af einn vegan. Einnig bjóðum við upp á lasagna, fiskrétti, tandoori og kóríander með kúskús. Ekkert er brasað nema kannski tacos og nachos sem við steikjum sjálf upp úr olíu.“ Réttirnir þykja margir bæði seðjandi, bragðgóðir og ekki hvað síst næringgarríkir. Bendir Dagbjört á að gæði matarins virðast hafa kvisast út á meðal fólks sem glímir við veikindi og erfiðar læknismeðferðir. „Krabba- meinssjúklingar sækja t.d. mikið til okkar til að fá kraftinn úr matnum þegar meðferðin leyfir kannski ekki annað en fljótandi fæði. Fyrir utan að góð súpa gefur fólki vellíðan.“ Sprenging með haustinu Kryddlegin hjörtu hafa opið frá 11.30 til 21 frá mánudegi til miðvikudags, og til 22 frá fimmtudegi til sunnudags. Segir Dagbjört nóg að gera alla daga vikunnar, allt árið um kring, en með haustinu breytist þó gestakomurnar. „Aukið streymi ferðamanna hjálpar en meiri- hluti viðskiptavinanna er þó Íslendingar. Að fara út að borða er löngu orðið reglulegur part- ur af tilverunni, og skýrist kannski að hluta til af því hvað við vinnum mikið og höfum lítinn tíma til að elda, en líka að fólk hefur tamið sér að láta eftir sér þennan hversdagslega lúxus,“ segir Dagbjört og bætir við að greinilegt sé að gestir veitingastaðanna fylgist vel með verð- inu. „Ég hugsa að um 70% af okkar kúnnahóp séu Íslendingar og þýðir það að er hvað róleg- ast hjá okkur á sumrin þegar fólk fer í frí, skýst út á land eða til útlanda. Svo kemur sprengja um leið og skólarnir byrja og vet- urinn gengur í garð enda gott að fá sér yljandi og orkuríka súpu þegar kólna tekur í veðri.“ „Gott að fá sér yljandi og orkuríka súpu þegar kólna tekur í veðri“ Hjá Kryddlegnum hjörtum er allt eldað frá grunni Þar er rík áhersla lögð á rétta notkun krydds sem bæði gefur gott bragð og hefur heilsubætandi áhrif Gestunum fjölgar mjög á haustin þegar sumarfríum lýkur Morgunblaðið/Eggert Hugsjón „Ekkert er úr niðursuðudós nema tóm- atar og maískorn. Okkar áhersla hefur ætíð veri á að vita hvaðan maturinn er og nákvæmlega hvað er á diskinum,“ segir Dagbjört.  1 stór laukur steiktur í kókosolíu með red curry paste, u.þ.b. teskeið eða eft- ir smekk  3 frosin lime lauf, svo 2 glösum af vatni og 2 dósum af kókosmjólk bætt við.  Þá kemur Oskar græmetiskraftur síð- an ögn af turmeric-kryddi.  Grænmeti að eigin vali bætt við, t.d. brokkólí, sætum kartöflum, gulrótum og rófubitum. Þetta er heilsubombusúpa og fallegur gulur litur á súpunni. Kókos-karrí súpa Kryddleginna hjartna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.