Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 58

Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 HAUSTMATUR Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is „Á sumrin þegar sólin yljar og kætir og dagar og nætur renna saman er ég sólgin í brakandi fersk salöt og léttmeti, en þegar haustið byrjar að minna á sig með fjúkandi laufum og lægðum er annað sem kitlar bragð- laukana, svo sem tilhugsunin um ilmandi móalamb í ofni, bakað rót- argrænmeti og orkuríkar súpur,“ segir Áslaug Snorradóttir, ljós- myndari, hönnuður og ástríðukokk- ur, sem nýverið sendi frá sér bókina Íslensk ofurfæða – villt og tamin. Bók Áslaugar endurspeglar gleði og frjóan hug höfundarins og geym- ir fjöldann allan af spennandi upp- skriftum og ljósmyndum af fallegum mat úr hollu, lífrænu, íslensku hrá- efni. „Í bókinni fjalla ég í máli og myndum um sælgætið úr nærum- hverfinu – nærgætið,“ útskýrir Ás- laug. „Það er algjör óþarfi að sækja í þurrkað ofurfæði frá útlöndum, sem hefur verið flogið með milli heims- álfa, þegar við eigum sjálf okkar dásamlegu ofurfæðu sem vex í tún- jaðrinum; bláber, krækiber, græn- kál og ótalmargt fleira. Í bókinni töfra ég fyrsta flokks hráefni upp úr íslensku matarkistunni; lífrænt grænmeti, egg og mjólkurvörur, villtan fisk, lamb sem nærst hefur á fjallagrösum, kjöt af grasfóðruðum nautgripum og þannig mætti lengi áfram telja.“ Rautt með grænu Bók Áslaugar hefst á umfjöllun um rauðrófur, sem hún hefur mikið dálæti á. „Ef maður ræktar þær sjálfur er hægt að borða blöðin líka, þau bragðast mjög vel og innihalda meira járn en spínat. Ég nota rauð- rófur á ýmsa vegu; geri rauðrófusafa og bý til kex úr hratinu úr safapress- unni, baka þær í ofni, útbý alls kyns rauðrófusalöt, að ógleymdri rauð- rófusúpunni með sölvum og chili sem yljar manni vel að innan.“ Grænkál er annað hráefni sem er áberandi í bókinni, enda sannkallað ofurfæði að sögn Áslaugar. „Ég hvet alla, sem eiga þess kost, til að rækta sitt eigið grænkál. Það er bragðgott og ákaflega næringarríkt og svo er það harðduglegt, það getur jafnvel lifað allan veturinn ef það hefur gott skjól. Ég nota grænkál nánast í allt og með öllu og byrja til dæmis alltaf daginn á grænum safa. Köld græn- kálssúpa er holl og hressandi, oft geri ég grænkálsolíu sem er gómsæt og passar með öllum mat og loks er grænkál frábær uppistaða í pestó. Úr grænkálshratinu úr safapress- unni geri ég ljúffengar hratbollur, baka grænkálssnakk í ofninum og svo hittir grænkálsíspinninn alltaf í mark.“ Spírur og ber Íslenskt rótargrænmeti er tákn- mynd haustsins í huga Áslaugar – bráðhollt, ferskt og í öllum regnbog- ans litum. „Rófur baka ég gjarnan í ofni, til dæmis með tamarisósu og hvítlauksolíu, og sömuleiðis eru smjörsoðnar smárófur mikið sæl- gæti. Gulrætur eru líka einstaklega góðar bakaðar í ofni, til dæmis með olíu, hvítlauk, hvannarfræjum og steinselju. Rifnar gulrætur með olíu og ediki eru klassískt meðlæti, gul- rótarsafann útfæri ég á ýmsu vegu og gulrótarsúpuna sömuleiðis, allt eftir stemningunni hverju sinni. Ég nota mikið rauðkál og hvítkál, borða það hrátt, set í súpur eða skelli því á grillið og hvolfi þá hálfum haus, þannig að hitni vel í gegn. Sama á við um blómkál og sperg- ilkál, allt er þetta ofsalega hollt og gott hráefni sem gaman er að leika sér með. Spírur eru hin sannkallaða ofurfæða, stútfullar af vítamínum, og ég hef þær bókstaflega með öll- um mat. Þær eru allt í senn næringarríkar, bragðgóðar og fal- legar og því um leið borðskrautið mitt.“ Villtum berjum er gert hátt undir höfði í nýju bókinni og sjálf fer Ás- laug alltaf í berjamó. „Ég veit fátt skemmtilegra en að gleyma mér í góðri berjalaut. Oft borða ég reynd- ar meira en góðu hófi gegnir, en af- ganginn nota ég til dæmis í morgun- djúsinn, geri krækiberjasalat eða bláberjaís. Þegar tíminn leyfir fæ ég mér svo morgunsnittuna – smjör- steiki súrdeigsbrauðsneið, skelli ferskum bláberjum ofan á, ásamt möndlum og slettu af góðu hunangi, og toppa með bræddu, dökku súkku- laði.“ Fjögurra hausa súpa fyrir 4 6 rauðar paprikur 6 hvítlauksrif 6 cm blaðlaukur gott grænmetissoð 4 litlir hausar: rófa rauðrófa hvítkál rauðkál Skerið paprikurnar og blaðlauk- inn niður og bakið ásamt hvít- lauknum í ofni í 1 klst. við 120°C. Flysjið og rífið niður hausana og setjið út í grænmetissoðið. Maukið bakaða grænmetið og setjið saman við. Látið allt malla í 1 klst. Gott er að setja gænkálsolíu út á súpuna þegar hún er borin fram. Grænkálsolía Stilkar skornir frá grænkálinu (þeir eru rammir) og fáein blöð hökkuð í matvinnsluvél saman við 300 ml af kaldpressaðri repjuolíu og svolítinn hvítlauk. Geymist í lokaðri krukku í kæli. Móalamb lambalæri bláberjalyng (mikið af því) beitilyng sortulyng með berjum á blóðberg 1 l bláber (u.þ.b., dálítið geymt til að nota í sósuna) söl (lófafyllir) rabarbari hrásykur og salt Úrbeinið lambalæri og geymið beinin. Fjarlægið grófustu grein- arnar úr lynginu með því að taka ut- an um þær, renna fingrunum fram eftir þeim og losa laufið af. Saxið söl- in, lyngið og rabarbarann og hrærið öllu saman. Þekið lærið með fylling- unni, vefjið þétt og bindið böggulinn saman með steikarsnæri. Látið lær- ið standa við stofuhita í nokkrar klukkustundir, þannig að það taki í sig bragðið. Snúið því einu sinni á meðan. Bláberjasósa 2 rauðlaukar fáeinar gulrætur nokkur hvítlauksrif nokkur heil piparkorn sjávarsalt rauðvín (hægt að sleppa og nota vatn) Saxið niður grænmeti og setjið það ásamt kryddinu, lærinu og lær- beininu í ofnskúffu. Bætið við víni eða vatni, þannig að fljóti upp á miðja skúffuna. Steikið lærið í ofni við 150°C í klukkutíma fyrir hvert kíló. Takið svo lærið og beinið frá, hellið soðinu og grænmetinu í pott og stappið grænmetið með kartöflu- stappara, eða maukið það með töfra- sprota til að þykkja sósuna. Sósuna má þynna ef þarf með rauðvíni, eða láta hana sjóða aðeins niður ef hún er of þunn. Bætið bláberjum saman við stuttu áður en sósan er borin fram. Þá er afar gott að smjörsteikja sem snöggvast nýmalaðan, svartan pipar og steypa út í sósuna í lokin. Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir Veisluborð Móalamb og hollustumeðlæti í öllum regnbogans litum. Jafn lystugt á að líta og það er ljúffengt að smakka – allt saman að hætti Áslaugar. Nærgætið í túnfætinum  Áslaug Snorradóttir, matarhönnuður og ljósmyndari, leitar ekki langt yfir skammt þegar kemur að vali á góðu hráefni til matargerðar eins og fram kemur glögglega í nýrri bók hennar, Íslensk ofurfæða – villt og tamin Litrík Fjögurra hausa súpa með grænkálsolíu. Morgunblaðið/Eggert Grænkálsdjús Það er algjör óþarfi að sækja í þurrkað ofurfæði frá útlöndum, sem hefur verið flogið með milli heimsálfa, þegar við eigum sjálf okkar dásamlegu ofurfæðu sem vex í túnjaðrinum, segir Áslaug Snorradóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.