Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 63
MINNINGAR 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016
✝ GunnlaugurÞröstur Hösk-
uldsson fæddist í
Reykjavík 17.
október 1943.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurlands,
Hornafirði, 16.
ágúst 2016.
Foreldrar Þrast-
ar voru Höskuldur
Þórhallsson tón-
listarmaður, f. 11. ágúst 1921,
d. 19. febrúar 1979, og Ásdís
Jónatansdóttir húsmóðir, f. 15.
nóvember 1924, d. 3. júní 1984.
Þau skildu. Seinni maður Ás-
dísar var Haukur Benedikt
Runólfsson, skipstjóri og út-
gerðarmaður, f. 1. mars 1929,
d. 26. apríl 2008. Systkini
Þrastar eru: Jón Haukur
Hauksson, f. 1956, Hulda Lax-
dal Hauksdóttir, f. 1959, Run-
ólfur Jónatan Hauksson, f.
1960, Hrefna Jóhanna Hauks-
dóttir, f. 1963, d. 1996. Þröstur
kvæntist 24. desember 1965
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Lindu Helenu Tryggvadóttur,
f. 3. febrúar 1947. Hún er dótt-
ir hjónanna Tryggva Sigjóns-
sonar útgerðarmanns, f. 10.
apríl. 1918, d. 26. janúar 2000,
húsasmíðameistari 1971 og
vann við það framan af. Einnig
var hann smíða- og teiknikenn-
ari við Grunnskóla Hornafjarð-
ar og stofnaði þá og stjórnaði
þar blönduðum kór. Tónlist-
arferill Þrastar er bæði langur
og fjölbreyttur; hann byrjaði
16 ára gamall að spila í dans-
hljómsveitum, söng í Karla-
kórnum Jökli, var einn af
stjórnendum Jazzklúbbsins,
stofnaði Lúðrasveitina árið
1974 og stjórnaði henni í 20 ár,
stjórnaði skólalúðrasveitinni í
19 ár, stjórnaði og spilaði í
Harmonikkufélaginu í 16 ár,
stofnandi og stjórnandi Jass-
bandsins, Dixielandshljóm-
sveitar og Big-bandsins sem
var honum sérstaklega hug-
leikið og var hann að undirbúa
æfingar fram á síðasta dag.
Þröstur söng í kirkjukór
Hornafjarðar og starfaði einn-
ig í sóknarnefnd og sunnu-
dagaskóla kirkjunnar um tíma
ásamt því að vera fulltrúi leik-
manna þjóðkirkjunnar sl. ár.
Hann starfaði sem tónlistar-
kennari við Tónskóla Horna-
fjarðar frá árinu 1972-2015 og
hlaut Menningarverðlaun
Hornafjarðar árið 2011.
Tónlistin var líf hans og
yndi og vann hann mikið og
óeigingjarnt sjálfboðastarf á
þeim vettvangi.
Útför Þrastar fer fram í
dag, 27. ágúst 2016, kl. 11 frá
Hafnarkirkju, Höfn í Horna-
firði.
og Herdísar
Rögnu Clausen
húsmóður, f. 11.
júlí 1924, d. 6.
mars 2007. Börn
Þrastar og Lindu
eru: 1) Rannveig
Ásdís Gunnlaugs-
dóttir, f. 14. nóv-
ember 1964. Börn
hennar eru: Þröst-
ur Þór Ágústsson,
f. 1988, Andri Már
Ágústsson, f. 1991, Jónatan
Magni Ágústsson, f. 1995. 2)
Haukur Tryggvi Gunnlaugs-
son, f. 24. apríl 1967. Börn
hans eru: a) Hulda Laxdal
Hauksdóttir, f. 1988. Börn
hennar eru: Daníel Örn Jóns-
son, f. 2006, Heiðrún Líf Jóns-
dóttir, f. 2008, Sandra Rós
Ólafsdóttir, f. 2013. b) Ester
Lind Hauksdóttir, f. 1991. c)
Drífa Hrönn Hauksdóttir, f.
1994. d) Birkir Þór Hauksson,
f. 1996. e) Markús Logi Hauks-
son, f. 2006. f) Bella Dís Hauks-
dóttir, f. 2014. 3) Drífa Hrönn
Gunnlaugsdóttir, f. 14. mars
1971. Börn hennar eru: Linda
Elín Kjartansdóttir, f. 1998, og
Sölvi Reyr Magnússon, f. 2004.
Þröstur nam húsasmíði við
Iðnskólann í Reykjavík, varð
Silfurnesvöllur, golfvöllur Golf-
klúbbs Hornafjarðar er ein af
náttúruperlum landsins umvafin
kyrrðinni, firðinum, fjöllunum og
jöklunum, það þekkja þeir sem
spilað hafa Silfurnesvöllinn. Golf-
klúbbur Hornafjarðar var stofn-
aður árið 1971 af góðu fólki, þar á
meðal Gunnlaugi Þresti. Ég
ásamt fleiri strákum fór að leggja
leið mína á Silfurnesvöll sumarið
1974. Okkur strákunum þótti
golfið í upphafi ekki mikil krakka-
eða unglingaíþrótt heldur var
þetta svona meira fyrir eldra fólk.
Það breyttist hinsvegar fljótt og
við strákarnir féllum fyrir golfinu,
ekki síst fyrir móttökur og kynn-
ingu á íþróttinni sem við fengum
hjá Þresti.
Þröstur var mjög kappsamur
golfari og var bestur í golfi á Höfn
á þessum tíma, með Tony Jacklin-
golfsettið sitt, síðar Ping. Við
strákarnir litum upp til hans bæði
vegna þess hversu góður hann
var í golfi og ekki síður fyrir það
að hann gaf okkur tíma og leið-
beindi okkur á allan hátt eins og
hann væri jafningi okkar í íþrótt-
inni. Ég hef oft hugsað til þess að
hann var okkar fyrsti golfkennari
og hvatti okkur áfram, alltaf jafn
rólegur, setti lítillega út á það sem
við gerðum rangt en hrósaði okk-
ur fyrst og fremst fyrir það sem
við gerðum rétt. Þannig var
Þröstur og þannig minnist ég
hans. Þröstur lagði grunn að
mínu golfi og þó að ég sé ekki af-
reksmaður í íþróttinni þá nýt ég
hennar og þakka honum fyrir
þann grunn sem hann kenndi mér
og að koma mér á bragðið á þess-
ari frábæri íþrótt með kennslu
sinni og góðum vinskap.
Kæri vinur, ég hugsa til þín á
velllinum.
Ég votta Lindu Tryggvadóttur
og fjölskyldu samúð mína. Guð
veri með ykkur.
Steinar Garðarsson.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast góðs vinar og starfs-
félaga. Gunnlaugi Þresti kynntist
ég fljótlega eftir að ég flutti til
Hafnar, og síðan 1980 höfum við
kennt hlið við hlið við sama skóla.
Strax fann ég í byrjun sem
óreyndur kennari að þarna var
góður leiðsögumaður í kennslu.
Þröstur, eins og hann var alltaf
kallaður var ástríðumaður í starfi,
stundum þannig að maður fylgdi
vart eftir, en þegar komið var á
rétta línu gengu hlutirnir upp.
Þröstur var djassunnandi fram í
fingurgóma, þekkti alla flytjend-
ur, var vel að sér í öllu er viðkom
þeirri músík og var iðinn við að
sækja djasshátíðir hér heima og
erlendis. Fannst nú ekki mikið
mál að hlusta á góða djassista eins
lengi og þeir héldu út. Mikið sem
Þröstur var búinn að reyna að
smíða í mig djassinn, hann gafst
aldrei upp, en það gerði ég yfir-
leitt.
Til margra ára stjórnaði Þröst-
ur Lúðrasveit Hornafjarðar, og
skrifaði þá raddirnar út fyrir
hvern og einn því ekki var tæknin
eins og nú. Hann var lunkinn við
að raddsetja og gerði töluvert af
því. Hann brást alltaf vel við
beiðni um útsetningar hvort held-
ur var fyrir karlakóra, hvar hann
söng í mörg ár, hljómsveitir eða
annað sem þurfti. Í tónlistarlífinu
á Hornafirði var Þröstur driffjöð-
ur til margra ára, og væri of langt
að telja upp aðkomu hans að því.
Mörg síðustu ár hélt Þröstur úti
Big-bandi, og þar kenndi sömu
ástríðu. Þar blandaði hann saman
nemendum, kennurum og fyrr-
verandi hitt og þetta eins og hann
sjálfur orðaði það svo skemmti-
lega. Nú verður einmanalegt á
pöllunum í vetur. Má vera að
maður komi í manns stað og er
það víst svo, en skarð Gunnlaugs
Þrastar verður vandfyllt. Gömlu-
dansamaður/hljóðfæraleikari var
hann góður, hafði þetta einhvern
veginn allt í sér, og vildi veg
harmonikkunnar sem mestan.
Ástríða Þrastar náði langt út fyrir
tónlistina – ljósmyndun, garð-
yrkju og golf er auðvelt að setja á
listann.
Þröstur veiktist fyrir nokkrum
árum og leit ekki vel út lengi vel,
en hann vann með skellinn og
stóðst hann með prýði. En, eng-
inn ræður sínum næturstað. Ég
trúi eins og Þröstur að hann sé á
fallegum stað og líti til með fólk-
inu sínu. Linda og fjölskylda, við
hjónin vottum ykkur dýpstu sam-
úð og berum í huganum minning-
ar um góðan dreng.
Guðlaug Hestnes.
Engan þekki ég sem hafði jafn
mikla ástríðu fyrir áhugamálum
sínum og verkefnum og vinur
minn og félagi Gunnlaugur Þröst-
ur.
Ég átti því láni að fagna að
vera honum samferða bæði í leik
og starfi. Við vorum samkennarar
í nokkur ár og hann vann undir
minni stjórn í Hafnarskóla sem
smíða-, teikni- og tónmennta-
kennari. Honum fór kennslan vel
úr hendi, var vinsæll og farsæll í
starfi eins og alla tíð síðar í Tón-
skólanum.
Þröstur var einstaklega músík-
alskur en að mestu sjálfmenntað-
ur á tónlistarsviðinu. Hann lagði á
sig mikla vinnu til að gera þær
hljómsveitir sem hann stjórnaði
sviðshæfar, stórar sem smáar. Til
þess þurfti mikla bjartsýni, þraut-
seigju og þolinmæði. Alltaf var
hann til staðar til að kenna og
þjálfa upp unga hljóðfæraleikara
til að taka við þegar aðrir hurfu á
braut og ekki síður að halda okk-
ur „gömlu“ mönnunum við efnið.
Það var ekki hægt að segja nei við
Þröst. Æðruleysi hans var aðdá-
unarvert og maður dáðist að
hörku hans eftir að veikindin
ágerðust. Að gefast upp kom ekki
til greina, nýjar nótur fyrir næstu
tónleika voru tilbúnar og aðeins
eftir að boða fyrstu æfinguna.
Ekki er sjálfgefið að fólk hafi
aðstöðu til að einbeita sér að
áhugamálum sínum eins rösklega
og raun ber vitni með Þröst. Þar
naut hann þess að hafa Lindu eig-
inkonu sína sér við hlið. Við sem
kynntumst þeim hjónum vitum
vel að Linda var alltaf boðin og
búin að veita honum stuðning og
hvatningu. Hún sá til þess að
hann gat sinnt hugðarefnum sín-
um vel og á þakkir skildar fyrir
sinn þátt í því merkilega starfi
sem hann afrekaði.
Ég á Þresti ýmislegt að þakka;
hann kenndi mér á gítar þegar
hann stofnaði Pan-kvintett sem
tróð meira að segja upp í Atlavík í
þá daga, kenndi mér einnig á
saxófón þegar hann stofnaði
lúðrasveitina og leiðbeindi mér
með byrjendatökin á golfkylf-
unni.
Framlag hans við uppbygg-
ingu golfaðstöðu á Hornafirði var
ómetanlegt og heiðraði Golfsam-
bandið hann af því tilefni.
Þröstur var einlægur trúmað-
ur og trúrækinn. Störf hans fyrir
kirkju og sókn báru þessari trúar-
sannfæringu gott vitni. Hann sat
manna lengst í sóknarnefndinni
og alveg til síðasta dags. Jafn-
framt var hann safnaðarfulltrúi til
margra ár og sótti leikmannaráð-
stefnu kirkjunnar. Við sem störf-
uðum með honum í sóknarnefnd-
inni fundum vel hvað honum var
umhugað um kirkju- og safnaðar-
starfið. Á þessum vettvangi, eins
og annars staðar, var hann heill,
tillögugóður og jákvæður. Hann
gat haft ákveðnar skoðanir á ýms-
um málum en gerði alltaf grein
fyrir viðhorfum sínum af hógværð
og tillitssemi. Fyrir þessi störf
eru honum færðar þakkir sam-
starfsfólks og safnaðarins.
Ég veit að mér leyfist fyrir
hönd okkar sem nutum leiðsagn-
ar hans að þakka fyrir allar góðu
og gefandi stundirnar með hon-
um.
Þröstur var örlátur í víðum
skilningi og auðgaði og bætti
menningar- og mannlífið. Fyrir
það stöndum við öll í þakkarskuld
við merkan hugsjónamann.
Til Lindu og fjölskyldu leitar
hugurinn í bæn um guðsblessun
og megi fallegar minningar um
góðan dreng verða þeim huggun í
sorginni.
Albert Eymundsson.
Mig langar með fáeinum orð-
um að minnast Þrastar. Ég held
að það sé óhætt að segja að hann
hafi verið mjög eftirminnilegur
maður. Á þeim níu árum sem
Þröstur kenndi mér náði ég að
kynnast honum ágætlega. Hann
var kennari og tónlistarmaður af
Guðs náð. Áhugi hans og ástríða
fyrir tónlistinni var svo mikil að
hún smitaði út frá sér. Þröstur
lagði mikið upp úr því að menn
æfðu sig heima og mættu á rétt-
um tíma. Hann gerði strangar en
sanngjarnar kröfur til sinna nem-
enda og var ekkert endilega að
taka mark á einhverjum afsökun-
um. Eftir á að hyggja hefur tími
sennilega verið honum frekar af-
stætt hugtak, vegna þess að mín-
útur voru yfirleitt ekki það sem
afmarkaði kennslustundir, heldur
var það viðfangsefnið og því kom
stundum fyrir að maður mætti
seint heim í kvöldmat.
Þröstur bauð okkur strákunum
stundum í heimsókn til að horfa
eða hlusta á hina ýmsu hljóðfæra-
leikara. Ýmist tónleika eða
kennslumyndbönd. Þar var alltaf
tekið vel á móti okkur. Þó að
manni hafi stundum leiðst þar,
t.d. við að horfa á tveggja tíma
langt kennslumyndband frá árinu
1983 af saxófónleikara að útskýra
hvernig maður ætti að spila Blue
Bossa, þá eru þessar heimsóknir
orðnar að ómetanlegum minning-
um sem gleymast seint.
Á undanförnum árum tók ég
þátt í hinum ýmsu verkefnum og
hljómsveitum sem Þröstur var
með í gangi. Þar má helst nefna
Big bandið sem hann hélt úti á
síðustu árum. Það var bæði lær-
dómsríkt og skemmtilegt. Þröst-
ur lagði ómælanlega vinnu í þessi
verkefni. Hann útsetti mikið, auk
þess sem hann bar allan kostnað
af nótum og öðru slíku. Þegar
maður var eitthvað að kveinka sér
yfir erfiðum og krefjandi verkefn-
um sem Þröstur setti manni fyrir
var hann vanur að segja: „Ekkert
er erfitt þegar maður er búinn að
læra það.“ Þetta er hugarfar sem
einkenndi Þröst. Samviskusemi,
áræðni og metnaður voru eigin-
leikar sem hann var ríkur af, enda
náði hann mjög góðum árangri í
flestu því sem hann tók sér fyrir
hendur. Það eru margar góðar og
skemmtilegar minningar um
Þröst sem leita á hugann þessa
dagana, minningar sem ég mun
geyma, en að lokum langar mig að
segja þetta: Kæri Þröstur, ég vil
þakka þér fyrir allt sem þú
kenndir mér, takk fyrir öll þau
ómetanlegu tækifæri sem þú
gafst mér og umfram allt, kærar
þakkir fyrir allar þær góðu og
lærdómsríku stundir sem við átt-
um saman.
Þorkell Ragnar Grétarsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
…
(Valdimar Briem)
Elsku Sturi bró, kveðjustundin
er runnin upp. Söknuðurinn er
mikill þegar við kveðjum þig,
hæfileikaríki og góðhjartaði bróð-
ir minn, en jafnframt er mér
þakklæti í huga að lokastríðið
varð ekki lengra en raun varð á.
Við vissum öll hvert stefndi og þú
betur en nokkur annar. Þú mætt-
ir þessu lokaverkefni lífsins af
æðruleysi sem aðeins þeim er gef-
ið sem eru sáttir við að takast á
við ný verkefni í Sumarlandinu.
Verkefnunum sem þú vannst í
lifanda lífi verða ekki gerð skil í
stuttum skrifum sem þessum en
hæfileikum þínum virtust engin
takmörk sett. Alla vega hefur mér
og okkur systkinunum alla tíð
fundist þú geta allt og ekki bara
geta, heldur gera allt það sem þú
tókst þér fyrir hendur af einstakri
alúð og fagmennsku.
Á þínum yngri árum vannst þú
við smíðar og lærðir til húsa-
smíðameistara. Fljótlega fólust
þín verkefni í innréttingasmíð þar
sem vandvirkni þinni var við-
brugðið. Þú gast líka teiknað og
málað af list og man ég vel hvern-
ig ég dáðist að öllu því sem þú
hafðir skapað.
Tónlistin var þín náðargáfa og
þvílík gjöf sem þú gafst okkar
samfélagi hér á Höfn með brenn-
andi áhuga þínum og færni á því
sviði. Mitt fátæklega „takk, elsku
bróðir“ læt ég duga hér fyrir alla
þá fjölbreyttu tónlistarupplifun
og gleðistundir sem þú gafst sam-
félagi þínu með óeigingjörnu
starfi þínu á sviði tónlistarinnar.
Þú áttir hin ýmsu hljóðfæri og
man ég eftir þér æfa þig á m.a.
trommur, harmonikku, gítar, pí-
anó, fiðlu, trompet, píanó og saxó-
fón. Kennsla við Tónskóla Aust-
ur-Skaftafellssýslu,
hljóðfæraleikur, vinna við útsetn-
ingar og hljómsveitarstjórn
margvíslegra hljómsveita var
starfsvettvangur þinn og megin-
tómstundir mörg undanfarin ár.
Mínar fyrstu minningar um tón-
listarhæfileika þína tengjast
söng. Það var þegar þú dansaðir
við mig og söngst „Hulda spann
og hjartað brann, aldrei fann hún
unnustann“. Mér fannst þetta af-
skaplega skemmtilegt þangað til
ég fékk skilning á textanum og
harðneitaði þá að dansa meira við
þig. Þrátt fyrir verulega tak-
markaða hæfileika mína á tónlist-
arsviðinu náðir þú með ástríðu
þinni og brennandi áhuga á að
miðla til annarra, að kynna fyrir
mér töfraheima tónlistarinnar.
Þú varst 16 árum eldri en ég og
bjuggum við því ekki í mörg ár
undir sama þaki. En sem betur
fer fóruð þið Linda ekki langt
þegar þið byggðuð ykkar heimili
nánast í bakgarðinum okkar.
Seinna hagaði því svo til að ég
fluttist aftur á æskuheimilið og
fékk þá aftur að njóta nálægðar-
innar við ykkur og enn eins
áhugamáls þín, sem var garð-
ræktin.
Garðurinn þinn kveður þig á
þessum síðsumardegi í fullum
skrúða, elsku stóri bróðir, en tóm-
legt er að horfa heim til þín því þú
ert ekki þar. Elsku Linda, Nanný,
Haukur, Drífa og fjölskyldur,
missir ykkar er mikill og sendi ég
ykkur mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Hvar sem þitt Sumarland er,
elsku Þröstur, munu blómin þar
taka á móti þér í allri sinni dýrð
og þar ómar sveiflan, síkvik og lif-
andi. Njóttu dvalarinnar og hafðu
þökk fyrir allt, elsku bróðir.
Hulda.
Meira: mbl.is/minningar
Gunnlaugur Þröst-
ur Höskuldsson
HINSTA KVEÐJA
Úr lindunum djúpu leitar
ást guðs til þín
yfir öll höf.
Hún ferjar þig yfir fljótið
og færir þér lífið að gjöf.
Og söngnum sem eyrað ei nemur
þér andar í brjóst.
Dreymi þig rótt,
liljan mín hvíta
sem opnast á ný í nótt.
(Gunnar Dal.)
Með þakklæti fyrir alla
góðu áratugina.
Blessuð sé ávallt minn-
ing þín.
Ellen Maja og fjölskylda.
Hver manneskja er í stöðugri
mótun á lífsferli sínum og geta
áhrifavaldarnir verið ýmsir og
ýmiss konar. Sumir einstakling-
ar sem verða á vegi hverrar
manneskju um lengri eða
skemmri tíma geta haft meiri og
varanlegri áhrif til að móta hana
sem einstakling og persónu en
aðrir. Sumir koma og hverfa síð-
an fljótt aftur og hafa ekki afger-
andi áhrif á lífssýn, viðhorf eða
lífsstefnu einstaklingsins. Aðrir
hafa varanlegri og djúpstæðari
og ekki síst mannbætandi áhrif
með hugmyndum sínum, viðhorf-
um, sýn, framkomu og gerðum.
Jafnvel á óútskýranlegan hátt,
eingöngu með nærveru sinni.
Arthur Morthens var slíkur ein-
staklingur.
Þegar ég kom fyrst til starfa
hjá Fræðslumiðstöð Reykjavík-
urborgar í Miðbæjarskólanum í
Arthur Morthens
✝ Arthur Mort-hens fæddist
27. janúar 1948.
Hann lést 27. júlí
2016.
Bálför Arthurs
fór fram í Svend-
borg í Danmörku 2.
ágúst 2016 en útför
hans var gerð frá
Hallgrímskirkju
18. ágúst 2016.
ágúst 2000 var
Arthur Morthens
forstöðumaður
þjónustusviðs. Eitt
af fyrstu verkefnun-
um sem ég tók þátt
í var vinnuhópur
sem fjallaði um
skipulag og framtíð
sérkennslu í grunn-
skólum í Reykjavík
og stýrði Arthur
störfum hópsins.
Alla tíð síðan í þeim fjölmörgu
verkefnum sem á eftir fylgdu
hafði Arthur, sem fagmaður en
þó fyrst og fremst sem mann-
eskja, stöðug áhrif í samstarfi
okkar með viðhorfum sínum og
sýn á grundvallarþætti mann-
réttinda, lýðræðis og jafnréttis
og með viðamikilli þekkingu
sinni á sögu skólastarfs og sér-
kennslu á Íslandi.
Það eru forréttindi að fá tæki-
færi í lífinu til að vinna með ein-
staklingi sem veitir óheftan og
óeigingjarnan aðgang að faglegri
þekkingu sinni og reynslu. Að
geta óhindrað velt upp krefjandi
spurningum og haft aðgang að
einstakri, faglegri og ígrundaðri
samræðu. Að fá að sitja við fót-
skör meistarans. Þeirra forrétt-
inda naut ég í störfum mínum
með Arthuri Morthens.
Hrund Logadóttir.
• Skattaleg ráðgjöf
• Skattauppgjör dánarbús
og erfingja
• Erfðafjárskýrslugerð
• Önnur þjónusta
Spekt ehf. • S. 587 7600 • Borgartúni 3
jon@spekt.is • petur@spekt.is
Þjónusta við dánarbússkipti