Morgunblaðið - 27.08.2016, Side 74

Morgunblaðið - 27.08.2016, Side 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS BERLINDE DE BRUYCKERE 21.5 - 4.9.2016 LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 11.9.2016 UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN 21.1 - 11.9 2016 PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016 HRYNJANDI HVERA 17.6 - 11.9 2016 Gagnvirk videó-innsetning eftir Sigrúnu Harðardóttur Leiðsagnir á ensku alla þriðjudaga og föstudaga kl. 12:10 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið daglega í sumar kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR GYÐJUR 5.2. - 28.8.2016 Athugið síðasta sýningarhelgi Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is KAFFISTOFA heimabakaðar kökur SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2.-16.9.2016 Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Með kveðju – Myndheimur íslenskra póstkorta í Myndasal Dálítill sjór – Ljósmyndir Kristínar Bogadóttur á Vegg Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni Norðrið í norðrinu á 3. hæð Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Verið velkomin Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýningar Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Sýningin opin daglega frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is „Evelyn Glennie var einnig í snilld- arham í einleiksverki íslenska tón- skáldsins Áskels Mássonar, sem byggt er á fyrstu 15 tölum prím- talnaraðarinnar. Þetta er agað, af- bragðs-slungið sýningarverk,“ rit- aði hinn virti tónlistargagnrýnandi Rebecca Franks í The Times um flutning Evelyn Glennie á tónverk- inu Prím eftir Áskel Másson á Cheltenham-tónlistarhátíðinni sem fram fór fyrr í sumar. Verkið flutti Glennie nánar til- tekið í Cheltenham Town Hall en hún hefur flutt verk Áskels Más- sonar víða um heim á síðustu tveimur áratugum, m.a. á miðju gólfi lestarstöðvar, í mörgum af virtustu tónleikasölum heims og meira að segja í Buckingham Pa- lace eða sjálfu heimili Bretadrottn- ingar, Elísabetar II. Prím hefur einnig verið valið skylduverkefni í alþjóðlegu slag- verkskeppninni í New York í októ- ber nk. og nýlega var Áskell settur í heiðursnefnd í slagverksdeild PAS (Percussion Arts Society) á Ítalíu í tilefni af því að verk hans hafa verið skylduverkefni hátíða og keppna þeirrar deildar í 14 ár samfleytt. Flutningur á Prími fær góðan dóm Evelyn Glennie Áskell Másson VIÐTAL Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Maður opnar gjörsamlega fyrir allar gáttir þegar maður dansar svona hægdans (e. slow-motion dancing). Við stundum líka bæði jóga af fullum krafti og það hjálpar til við það að dansa í svona langan tíma í kuldanum. Það er mikil áskorun,“ segir svissneski dansar- inn Susanne Däppen. Hún hefur eytt sumrinu á Íslandi, ásamt sam- landa sínum og lífsförunaut Christ- oph Lauener, en saman hafa þau unnið rannsóknarvinnu fyrir bók- verk sem þau hyggjast gefa út að lokinni dvöl hér á landi en menn- ingarmálaráðuneyti Sviss styrkti dvöl þeirra. Sviðsverk um Ísland Þetta er í fimmta skiptið sem Däppen kemur hingað til lands til að vinna í list sinni en hún hefur áður ætíð dvalið hér í þrjár vikur í senn yfir sumartímann. Í vor hlaut hún hins vegar svissneska styrkinn og hyggst hún gefa út bókina í haust. „Ég og Christoph erum bæði náttúrudansarar. Í Sviss höfum við lengi dansað við jökulrætur, í skógum og við fljót. Við höfum í um tvo áratugi verið að uppgötva og þróa nýtt danstungumál, eins- konar hægdans, sem á rætur að rekja til japanskra búddadansa. Ég byrjaði að færa mig þangað til að fjarlægja mig frá hefðbundnum nútímadansi sem mér fannst vera of einhæfur, þrátt fyrir að það sé vissulega hægt að tjá margt með honum. Styrkurinn sem við feng- um fyrir verkefninu var fyrir lista- menn sem hafa verið að vinna lengi í óhefðbundinni list og hæg- dansinn féll þar undir. Það var gríðarlega mikill heiður að fá þennan styrk og það eru nú þegar fleiri farnir að dansa sams konar dans í Sviss og víðar,“ segir hún en þess má geta að Lauener fór af landi brott fyrir nokkrum vikum til þess að sinna danskennslu og öðru í heimalandi sínu. Tvímenningarnir hafa þó áður búið til dansverk um dvöl sína hér á landi og ferðuðust þau til að mynda með það og sýndu víðsvegar um Evrópu á síð- asta ári. „Það var eftir þriðja sumarið sem við vorum hér sem við áttuð- um okkur á því að við yrðum að færa þá mögnuðu reynslu sem við höfðum hlotið hérna á svið. Við unnum því verkið Blending sem fjallar um dvöl okkar hérna og náttúru Íslands. Við fengum tón- skáld til að semja tónlist fyrir verkið en hann vann meðal annars hljóðverk úr upptökum okkar af vindinum, fossum og öðru. Við vor- um líka með þúsundir ljósmynda sem voru nýttar í að skapa sviðs- myndina. Sjónlistamaðurinn Jörg Möller sá um það en hann bjó til einskonar stólpainnsetningar úr hrísgrjónapappír sem ljósmynd- irnar sem við tókum voru síðan settar á og þær lýstar upp. Mosinn og jöklarnir dansa þannig um allt sviðið. Möller vildi ná fram kjarn- anum í upplifun okkar af náttúru Íslands. Hann kallaði stólpana DNA Íslands. Við notum auk þess vindvélar og annað í verkinu til að koma af stað hreyfingu sem okkur fannst endurspegla íslenska nátt- úru. Verkið tekur þar af leiðandi á sambandi mannsins við náttúruna,“ segir hún en alls settu tvímenning- arnir sýninguna upp tíu sinnum á síðasta ári, þar á meðal í Sviss, Ítalíu og New York. Þau vilja gjarnan setja upp verkið hér á landi í náinni framtíð og eru um þessar mundir að vinna að því að skapa tengslanet svo að sú geti orðið raunin. Kanna smáheima náttúrunnar „Við höfum dvalið í náttúrunni frekar en í Reykjavík í öll þau skipti sem við höfum verið hérna. Það er allt öðruvísi að skapa list í hreinni náttúrunni en í borginni. Ég hef verið svolítið í kringum Strandarkirkju með tjaldið en ég hef komist þar á kaffihús þar sem ég hef getað sest niður og unnið að bókinni. Við höfum verið með tjaldið með okkur allan þennan tíma en síðar í sumar mun ég gista í Lónkoti á Hofsósi til að leggja lokahönd á bókina. Hún kemur út á þýsku og á ensku og verður gef- in út í Sviss til að byrja með. Hún fær þó vonandi útgáfu hér á landi líka,“ segir Däppen en verkefnið kallar hún Iceland Niceland – Dancing Through Nature og verð- ur ríkulega skreytt ljósmyndum. Þá mun hægdansinn verða kynntur þar og galdurinn á bak við hann útskýrður. Däppen kveðst lengi hafa heillast af Íslandi og segir hráa náttúruna einkar áhugaverða. „Við vorum eins og smábörn þegar við komum hingað fyrst, okkur fannst allt heillandi. Ég útbjó alltaf mjög einfalda búninga sem við klæddumst þegar við fór- um út í náttúruna að dansa, við vildum ekki vera í einhverjum úti- vistarfötum eins og hver annar túristi. Við erum þó vissulega hefð- bundnir túristar að einhverju leyti en við skerum okkur þó úr að því leytinu til að við heimsækjum allt- af ferðamannastaðina á nóttunni og erum þar ein að vinna í okkar list. Við höfum mikið verið að kanna svokallaða smáheima, sjá fegurðina í því litla og einfalda sem er þó oft flóknara en heild- armyndin. Það kemur eflaust hvað best fram í sumum ljósmyndunum okkar sem sýna til dæmis íslenska mosann í nærmynd. Það má ef- laust segja að við séum einhvers konar smátúristar,“ segir hún kím- in og bætir við að í nokkur skipti hafi aðrir ferðamenn komið að þeim þar sem þau hafi verið hálf- nakin í náttúrunni að hægdansa en í öll þau skipti hefðu viðkomandi verið mjög nærgætin og sýnt mikla virðingu. Dansa hálfnakin í náttúrunni Däppen kveðst vilja breiða út boðskap hægdansins sem hún segir einkar nærandi og mannbætandi. „Það geta allir dansað hægdans. Fólk verður svolítið óþreyjufullt í fyrstu en að lokum nær friðsældin yfirhöndinni. Það getur líka verið svolítið flókið að ná áhorfendum á sitt band þegar hægdansinn er sýndur á sviði. Maður verður að ná þeim á fyrstu tveimur eða þremur Sviðsverk Þetta er í fimmta skiptið sem svis Smáheimar kannað  Dansararnir Susanne Däppen og Christoph Lauener hlutu styrk frá svissneska ríkinu til að dvelja á Íslandi og skrifa bók Ströndin Däppen og Lauener eyddu meðal annars stundum á Kópaskeri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.