Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 76

Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta verður stærsta leikár Tjarnarbíós til þessa, en frumsýnd verða 14 ný sviðslistaverk auk þess sem fjögur verk frá fyrra leikári eru tekin aftur til sýningar,“ segir Frið- rik Friðriksson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, um komandi leikár sem hefst 2. september með frumsýningu á nýju íslensku leikriti sem nefnist Stripp í uppfærslu Dance For Me. „Ólíkt Þjóðleikhúsinu og Borgar- leikhúsinu erum við ekki framleið- endur að neinum sýningum. Allt fé sem við fáum fer í að reka húsið, þannig að hóparnir sem hér sýna koma með sitt eigið fjármagn. Þegar við í valnefnd Tjarnarbíós veljum hér inn sýningar erum við því ekki að búa til heildstæða dagskrá með tilteknu þema. Við horfum hins veg- ar til margra þátta, en eitt það mikil- vægasta er að fagmennskan sé höfð að leiðarljósi. Við metum líka hvort verk eigi erindi, hafi eitthvað nýtt fram að færa og hvort það geti staðið undir sér fjárhagslega,“ segir Frið- rik og bendir á að nær allar þær sýn- ingar sem í upphafi árs hlutu styrk frá Leiklistarráði hafi fengið inni í Tjarnarbíói í vetur. „Það þýðir að sýningar okkar hafa farið í gegnum tvær valnefndir og fengið gæða- stimpil frá Leiklistarráði.“ Fjalla um áríðandi málefni Athygli vekur að mikill meirihluti sviðsverkanna á komandi starfsári er ný íslensk verk. „Í grasrótinni er mikil þörf fyrir að segja sögur sem sprottnar eru upp úr íslenskum veruleika og samfélagi,“ segir Frið- rik og tekur fram að hann hafi séð mikla fjölgun á íslenskum verkum með tilkomu sviðshöfundabrautar Listaháskóla Íslands. „Með því námi hefur fjölgað fólki sem hefur þörf fyrir að segja eigin sögur og fengið verkfærin í hendur til að útfæra þær. Við erum afar stolt af því að hlutfall nýrra íslenskra verka er um 90% hjá okkur,“ segir Friðrik og bendir á að áhorfendur séu augljós- lega áhugasamir um ný íslensk verk því gestafjöldinn í Tjarnarbíói hafi á sl. árum aukist um 15-20% á ári. „Allar sýningar okkar eiga það sameiginlegt að fjalla um áríðandi málefni. Allir listamennirnir í hóp- unum sem hér sýna standa 150% á bak við sögurnar sem þeir vilja segja og er annt um að vel sé gert og boð- skapurinn komist til skila. Okkar helsti styrkur felst í því að hér segir fólk sögur sem því liggja á hjarta.“ Loftfimleikar og samtímadans Sem fyrr segir hefst leikárið með uppfærslu sviðslistahópsins Dance For Me á leikritinu Stripp. „Þetta er algjörlega frábært verk sem byggt er á reynslu Olgu Sonju Thor- arensen sem vann við að strippa í Berlín þar sem hún bjó,“ segir Frið- rik, en með Olgu vinna Pétur Ár- mannsson og Brogan Davison. „Verkið varpar fram alls kyns sið- ferðislegum spurningum um nekt- ardans og strippheiminn án þess að móralísera.“ Sóley Rós ræstitæknir nefnist heimildaverk eftir Sólveigu Guð- mundsdóttur leikkonu og Maríu Reyndal leikstjóra sem frumsýnt verður 10. september. „Leikritið byggja þær á sönnum atburðum og það er samsett úr fjölda viðtala við þrautseiga konu. Í forgrunni er fóst- urmissir sem konan varð fyrir á miðri meðgöngu,“ segir Friðrik og viðurkennir að hann hafi fengið mik- ið ryk í augun þegar hann hlustaði á fyrsta samlestur í vor sem leið. „Þarna er fjallað um barnsmissi, sambönd, ástina, væntingar og von- brigði í lífinu.“ Nýtt verk sem blandar saman loftfimleikum og samtímadansi verð- ur frumsýnt 17. september. „Þar er um að ræða Fjaðrafok úr smiðju Tinnu Grétarsdóttur sem einnig gerði Veru og vatnið sem hlaut Grímuna 2016 sem besta barnasýn- ing ársins. Fjaðrafok er ætlað börn- um frá eins árs aldri, en fylgst er með ungum frá því þeir klekjast út úr eggjum sínum og þar til þeir ná færni til að fljúga. Sýningin, sem býður upp á óvenjulega og skemmti- lega upplifun, er unnin í samstarfi við írska sirkusflokkinn Fidget Feet.“ Heimildaverkið Suss!! verður frumsýnt 21. október. „Þetta er sýn- ing úr smiðju leikhópsins RaTaTam og í leikstjórn Charlotte Bøving, sem leikstýrði sýningunni Lífið – stórskemmtilegt drullumall sem hlaut Grímuna 2015 sem besta barnasýning ársins. Hópurinn tók viðtöl við þolendur, aðstandendur og gerandur heimilisofbeldis, en sögum þeirra er blandað saman við tækni og tól leikhússins. Þetta er krefj- andi, erfitt og viðkvæmt viðfangs- efni, en ánægjulegt að leikhúsið geti gert þessu skil. Þau nálgast þetta efni af mikilli virðingu og ást.“ Fórnarlömb barnauppeldis Leikhópurinn Kriðpleir fjallar um íslenska ævisagnahefð í leiksýning- unni Ævisaga einhvers sem frum- sýnd verður 12. nóvember. „Hóp- urinn freistar þess að segja sögur venjulegra Íslendinga, fólksins sem ekki hefur tekist að skrifa bækur um. Langflestir sinna bara hvunn- dagslegu stússi, versla í Bónus, vaska upp, hlusta á útvarpið, fara á fund með skólasálfræðingnum, fá lánaða kerru o.s.frv. Einhver verður að segja þá sögu.“ Who’s Your Daddy? nefnist uppi- standssýning úr smiðju Pörupilta sem frumsýnt verður 14. október. „Síðast voru þeir með kynfræðslu fyrir unglinga og nú má sjá hvaða af- leiðingar kynlíf hefur. Sólveig Guð- mundsdóttir, María Pálsdóttir og Alexía Björg Jóhannesdóttir bregða sér í hlutverk Dóra Maack, Nonna Bö og Hemma Gunn og hyggjast fræða, ræða og svara þeim fjölda- mörgu spurningum sem brenna á öðrum fórnarlömbum barnauppeldis – bæði einstæðum foreldrum og stjúpforeldrum,“ segir Friðrik og bendir á að sökum þess hversu um- setið Tjarnarbíó sé verði boðið upp á síðkvöldssýningar á uppistandi Pörupilta sem byrji kl. 22 eftir að fyrri sýningu kvöldsins er lokið, en að jafnaði hefjist sýningar kl. 20.30. „Það hentar vel þar sem margar sýningar okkar eru í kringum 75 mínútur og leiknar án hlés.“ Katrín Gunnarsdóttir frumsýnir nýtt sólódansverk sem nefnist Shades of History 18. nóvember. „Útgangspunktur verksins er höf- undareinkenni 26 mismunandi dans- höfunda sem hafa haft áhrif á Katr- ínu í gegnum tíðina og mótað hana sem dansara.“ Fyrsta frumsýningin á nýju ári verður The Guide to the Perfect Human úr smiðju danshöfundanna Gígju Jónsdóttur, Guðrúnar Selmu Sigurjónsdóttur, tónlistarmannsins Loja Höskuldssonar og hönnuðarins Eleni Podara. „Í sýningu sinni Drop Dead Diet var hópurinn að taka fyrir megrunarmenninguna, en núna er komið að sjálfshjálparbókum. Sýn- ingin fjallar um hvað þurfi til að verða hin fullkomna manneskja.“ Sjálfsmyndarkrísa múslima Þann 10. febrúar 2017 er komið að frumsýningu á Þórbergi sem fjallar um rithöfundinn Þórberg Þórðar- son. „Verkið byggist á viðtalsbókinni Í kompaníi við allífið sem Matthías Johannessen skrifaði, auk þess sem inn í leikritið eru tvinnuð m.a. brot úr Bréfi til Sólu,“ segir Friðrik og bendir á að Pétur Gunnarsson, sem ritað hafi tvær bækur um Þórberg, komi að handritavinnunni, en leik- stjóri sýningarinnar er Edda Björg Eyjólfsdóttir. „Upphaflega átti við- talið aðeins að vera til birtingar í Morgunblaðinu, en þetta vatt upp á sig og varð að heilli bók, enda Þór- bergur svo skemmtilegur. Sýningin gerist í stofunni heima hjá Þórbergi á Hringbraut og fjallar um ástina í lífi Þórbergs,“ segir Friðrik sem leikur Þórberg, en í hlutverki Matt- híasar er Stefán Hallur Stefánsson. „Ég fékk góðfúslegt leyfi stjórnar Tjarnarbíós til að leika í þessari sýn- ingu samhliða störfum mínum sem framkvæmdastjóri,“ segir Friðrik og áréttar að hann hafi vikið sæti í valnefnd hússins þegar umsókn leik- hópsins var tekin til meðferðar. Leikhópurinn Lab Loki fagnar 25 ára starfsafmæli sínu með nýrri sýn- ingu sem nefnist Endastöð – upphaf: Sýning um fegurðina, ástina og eftir- sjána í mars á næsta ári. „Það er við hæfi að Lab Loki fagni starfsafmæli sínu hér í Tjarnarbíói, en Lab Loki er örugglega einn elsti starfandi sjálfstæður atvinnuleikhópur í dag. Þarna stilla saman strengi sína reynsluboltarnir Rúnar Guðbrands- son, Árni Pétur Guðjónsson, Filippía Elísdóttur og Garðar Borgþórsson, en þau unnu saman sýninguna Svik- arinn sem Lab Loki sýndi í Tjarnar- bíói 2011. Svipaðri aðferða- og hug- myndafræði verður beitt, en fagur- fræðin tekur stöðugt á sig nýjar myndir,“ segir Friðrik og bendir á að auk sýningarinnar muni Lab Loki fagna afmæli sínu með ýmsum uppá- komum í Tjarnarbíói. Fyrirlestur um eitthvað fallegt nefnist nýtt, íslenskt gamanleikrit um kvíðakast aldarinnar eftir Söru Marti Guðmundsdóttur í uppfærslu leikhópsins Smartilab sem frumsýnt verður í apríl, en Sara Marti leik- stýrir einnig. „Baldur er að hefja fyrirlestur um nýjasta listaverk sitt, en þegar kastljósið kviknar yfir hon- um frýs hann. Hann er að fá sitt fyrsta kvíðakast. Áhorfendur fara inn í heila Baldurs, þar sem hann reynir að finna leið út úr kvíðakast- inu,“ segir Friðrik og bendir á að umfjöllunarefnið brenni á mörgum, en rannsóknir sýni að á hverju ári líði 12% Íslendinga af óeðlilegum og sjúklegum kvíða. „Við áætlum að frumsýna brúðu- sýninguna Á eigin fótum á Barna- menningarhátíð í apríl. Leikhóp- urinn semur sýninguna í samvinnu við Agnes Wilde sem einnig leik- stýrir. Sýningin, sem ætluð er börn- um frá tveggja ára aldri, fjallar um Ninnu, uppátækjasama stelpu sem býr í Reykjavík á millistríðsárunum og er send alein í sveit heilt sumar. Hún þarf að takast á við ýmsar hættur, sigrast á ótta og læra að standa á eigin fótum.“ Tvö erlend leikrit verða sýnd vor- ið 2017. Fyrra verkið er Skömm eftir Ayad Akhtar í leikstjórn Þorsteins Bachmann, sem frumsýnt verður í maí. „Verkið hlaut Pulitzer- og OBIE-verðlaunin árið 2013. Það fjallar um fordóma og sjálfsmyndar- krísu múslima í Bandaríkjunum. Fjórar manneskjur með ólíkan bak- grunn mætast í kvöldverðarboði. Þegar pólitík og trú ber á góma fer allt á suðupunkt,“ segir Friðrik og bendir á að leikarinn Jónmundur Grétarsson, sem þekktastur sé fyrir að hafa leikið sóparann í Bugsy Mal- one í Loftkastalanum á sínum tíma, hafi lengið gengið með þá hugmynd í maganum að setja verkið upp hér- lendis. „Árni Kristjánsson leikstýrir eig- in þýðingu á verkinu Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne. Verk- ið fjallar um litlu og stóru atvikin sem umbreyta ástarsambandi. Tveir eins atburðir geta haft gjörólíkar af- leiðingar. Höfundurinn sækir inn- blástur í lögmál skammtafræði og afstæðiskenningar.“ Auk ofangreindra sýninga verða aftur teknar til sýningar jólaleiksýn- ingin Ævintýrið um Augastein, heimildarverkið Þú kemst þinn veg, ádeiluverkið Könnunarleiðangurinn til Koi og barnasýningin Vera og vatnið. „Tjarnarbíó hýsir auk þess ýmsar hátíðir, s.s. Lókal og Reykja- vík Dance Festival núna í ágúst og aftur í nóvember, Reykjavík Film Festival með haustinu og Barna- menningarhátíð næsta vor.“ „Stærsta leikár til þessa“  14 ný sviðsverk frumsýnd í Tjarnarbíói  Þar af eru 12 ný íslensk verk  Kriðpleir frumsýnir Ævisögu einhvers  Edda Björg Eyjólfsdóttir leikstýrir Þórbergi  Lab Loki fagnar 25 ára afmæli Morgunblaðið/Ófeigur » Okkar helsti styrkurfelst í því að hér segir fólk sögur sem því liggja á hjarta. Frumsköpun „Við erum af- ar stolt af því að hlutfall nýrra íslenskra verka er um 90% hjá okkur,“ segir Frið- rik Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Tjarnarbíós.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.