Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 78

Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 ÁJazzhátíð Reykjavíkurfyrr í þessum mánuðivoru fernir útgáfu-tónleikar geisladiska. Það er árviss atburður að hátíðin sé tími djassgeisladiskanna – ekki jólin. Þessir diskar sýna að íslenskur djass stendur jafnfætis því besta sem boðið er uppá á Norðurlöndum um þessar mundir og hér reyni ég að rekja það sem heillar, en læt smávægilegar að- finnslur lönd og leið. Alþjóðlegur Andrés Þór Ypsilon er fimmti diskur Andrés- ar Þórs gítarleikara, fyrir utan það sem hann hefur gefið út með ASA tríóinu og Bonsom, og þeirra bestur. Á Jazzhátíð Reykjavíkur í hittifyrra lék hann með þess- um kvartetti og voru það einir albestu tónleikar þeirrar hátíðar. Agnar Már pían- isti og Andrés Þór þekkja hvor annan út og inn og hinn danski Richard Andersson (með fær- eysk/íslenska blóðið í æðum) bjó hér um tíma og var vítamín- sprauta fyrir íslenskt djasslíf. Trommarinn bandaríski, Ari Hoenig, kom svo hingað sér- staklega til að leika með kvart- ettnum á djasshátíð og þegar hann kom hingað aftur í apríl í ár, með píanistanum Kenny Wer- ner, var gæsin gripin. Árangur- inn er frábær, níu ópusar eftir Andrés Þór af ýmsum gerðum. Mér finnst þessi diskur betri því oftar sem ég hlusta á hann. Tón- smíðarnar eru oftast kveikja fyr- ir spuna þó ballöðurnar „April“ og „Snævi“ séu töfrandi. Það er skemmtilegt hvernig Agnar Már leikur rýþmískar línur þar sem Ari sólóar yfir og allt í kring. Þetta er tónlist þar sem sólóar bassa og trommu fléttast inní heildina og fáir trommarar eru færari Ara í hinni melódísku trommulist. Tónn Richards er voldugur og Agnar Már spinnur alltaf fallega og inngangur hans að „Snævi“ er ein af þessum perlum sem hann þræðir jafnan uppá festi sína. Andrés Þór er að sjálfsögðu miðpunktur spunans og leikur hans verður æ hnitmið- aðri með árunum. Það bregður fyrir ýmsum stílbrigðum á skíf- unni og hinu rokkaða „Biscuit“ fylgir klassísk fjórskipt blús- sveifla í „Simple Question“. Eng- in keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn og hér fyrirfinnst sá ekki. Ópusarnir eru að vísu mis- jafnir að gæðum en spilamennsk- an ekki. Fjölbreytnin í fyrirrúmi Fyrsta skífa bassaleikarans ást- sæla, Þorgríms Jónssonar eða Togga einsog hann er gjarnan nefndur, kom út á djasshátíð. Constant Movement nefnist hún og samanstendur af tíu ópusum, sömdum á löngu tímabili og í ólíkum stíltegundum. Þetta er þó ekki „hitt og þetta“-skífa heldur ríkir gott jafnvægi milli ópus- anna. Sá fyrsti „Humble“ gefur tóninn. Hefst í norrænum anda líkt og Niels-Henning og Ole Koch hefðu vélað um, þó Kjartan Valdimarsson píanisti og Toggi séu af annarri gerð, en fljótt víkja norrænu hughrifin að mestu fyrir poppaðri laglínu er blásararnir, Ari Bragi Kárason trompet- og flygilhornleikari og Ólafur Jónsson tenórsaxófónleik- ari, koma til sögunnar og inn- siglar Kjartan umskiptin í sóló sínum. Kjartan er alstaðar afl- vaki í hryninum og ekki í ósvip- uðu hlutverki og Aggi í næsta ópus, „Mountain View“, en hér er enginn Ari Hoening; þó tromm- arinn Þorvaldur Þór Þorvaldsson sé fær í flestan sjó, hef ég varla heyrt hann leika djass síðan skíf- an hans góða, samnefnd hon- um, kom út 2009. Er það miður. Toggi á góðar djass- ballöður á skífunni, en þá list hans þekkjum við vel af fyrri hljóðritum. „From Above“ og „Snær“ eru þeirrar ættar og þarna blæs Ólafur Jónsson bopp- aðan sóló og það glittir í glissið hans Ara Braga, sem setur víða svip sinn á tónlistina. Rokkaður hrynur „In Berlin“ kemur ekki í veg fyrir norræn hughrif í óps- unum og trompetsóló Ara Braga feikn skemmtilegur með trillur sínar, boppskotinn og „rafmæls- aður“ í senn. Það er samhljómur með nýjustu tónlist súpergrúpp- unnar Anness og Togga í frum- bræðingsáhrifum laganna „Hringrás“ og „Constant Move- ment“ og auðvitað hlýtur balkan- tónlistin að skjóta upp kollinum hjá jafn balkanvönum bassaleik- ara: „Eastern Time Zone“ er þeirrar ættar. Flott fumraun Togga sem hljómsveitarstjóra og sérdeilis hlustendavæn skífa, sem á erindi langt útfyrir þröngan hóp djasstrúarmanna. Svífandi draumur Agnars Más Við þurfum ekkert að kvarta yfir skorti á píanódjasstríóplötum þó enn bíði djassunnendur spenntir eftir slíkum skífum frá meistur- unum Eyþóri Gunnarssyni og Kjartani Valdimarssyni. Að öðr- um ólöstuðum er Agnar Már Ís- landsmeistari djasstríóplatnanna og fulllangt síðan síðasta tríó- plata hans, Kvika, leit dagsins ljós; átta ár. Ég held að enginn íslenskur djassleikari hafi komist nær því að fanga hinn íslenska tón í djassskáldskap sínum, sem hann vefur oft meistaralega inní tónlist sína. Það gerir hann í rík- ari mæli á Svifi en Kviku þó sú síðarnefnda sé enn magnaðri djassplata með skírskotun til meistara allt frá Monk til Tristano milli seiðandi norður- ljósadjassins. Ég efast ekki um að spunaævintýri hans „Djúpið“ hafi þroskað enn frekar hinn per- sónulega stíl hans, sem er ein- stakur á sinn hátt. Titillag skíf- unnar ásamt lögum einsog „Eyði“ eru hógvær impressjónísk tóna- ljóð þar sem hinn íslenski tónn er ofinn við djasspíanóstíla nútím- ans. Þess gætir þó enn frekar í hraðari lögum einsog „Sjúbbí dú“ og „Garri“. Kraftmiklir ópusar sem brjóta upp innhverfa um- gjörð skífunnar. Valdimar Kol- beinn á hvern bassasólóinn öðr- um betri og þeir eru alltaf hluti af þeirri heild sem hver ópus Agnars Más er. Scott McLemore er traustur trommari og trommu- sóló hans í „Sjúbbí dú“, samofinn píanóleik Agnars, er glæsilegur. Lokaópusinn „Stilla“ er óvenju- fagurt söngljóð með klassískum undirtóni og minnir stundum á John Lewis með Bach í lokatón- unum. Skemmtidjass af fínustu sort Það er ekkert hrist framúr erm- inni að spila skemmtidjass í anda söngglöðu djasssmásveitanna fyr- ir stríð. Secret Swing Society hefur hljóðritað eina slíka, en sveitin var stofnuð í Hollandi þar sem þeir félagar voru við nám og spiluðu á götum úti og er þeir bættu söngnum við hljóðfæraleik- inn jukust tekjurnar til muna. Það þarf engan að undra, því þeir hafa náð ágætis valdi á ólíkum stílteng- undum „close harmony“- söngsins allt frá Miles-bræðrum til Five Spirits of Rhythm. Þessa gleðitónlist djassins mátti ekki heyra á fyrstu lp-endurútgáfum djass- meistaranna. Þar voru hinar veigameiri tónsmíðar í fyrirrúmi – nema á Fats Waller-plötunum þar sem skemmtunin var í æðra veldi og á þessari skífu er ein- mitt einn af yndislegustu ópusum píanómeistarans að finna, ,Dream Man“. Kristján Tryggvi Mar- teinsson, sérfræðingur okkar í skálmi, er því miður ekki á píanó á skífunni, en spilar því meira á píanóharmonikku. Hann er kjöl- festan í sveitinni ásamt gítarleik- aranum Guillaume Heurtebize, sem semur flest laganna og tekst einkar vel að ná anda millistríðs- áranna, svo maður telur sig þekkja mörg laganna, en veit bara ekki hvaðan. Hann er djangóískur í anda einsog í „Terte de la Coq Stomp“ og svo eru Louis Prima-áhrifin frá Las Vegas-árunum hans auðheyrð í „I Wanna Be Like You“. Grímur Helgason er lipur klarínettuleik- ari og Dominykas Vysnilaukas mjúktóna trompetleikari þó tónn- inn sé á stundum klemmdur, þó þeir séu ekki sólleikarar á borð við Kristján og Guillaume. Andri Ólafsson er bassaleikarinn og lék hann um tíma með hinu sögu- fræga tríói Kristjáns, K-tríóinu, en er nú einn af liðsmönnum Mo- ses Hightower. Hann notar „slap-bass“ tæknina óspart. Allir syngja þeir og þar að auki er Bo Halldórsson gestur og fer vel með skemmtilegan texta Andra „Glans“, en Andri samdi lagið ásamt Kristjáni. Fyrir utan ópus Wallers má hér finna „After You’ve Gone“ og snilldarsöng- dans Gershwin-bræðra „Nice Work if You Can Get it“. Þessi plata ætti að vera til á hverju heimili þar sem menn vilja auka gleðina með ágætu millistríðs- djasspoppi, þó sveiflan sé á stundum eilítið stirð uppá evr- ópsku. Það var hún líka í Heita- potts-kvintetti Djangos og Grap- pelli – hin ekta fjórskipta djasssveifla náði hvergi full- komnun nema hjá blökkum Am- eríkönum. Djassdiskahátíð Meistari Að öðrum ólöstuðum er Agnar Már Magnússon Íslandsmeistari djasstríóplatnanna. Fjórir djassdiskar André Þór: Ypsilon (Dimma 2016) bbbbm Þorgrímur Jónsson: Constant Movement (Sunny Sky Records 2016) bbbbn Agnar Már Magnússon: Svif (Dimma 2016) bbbbm Secret Swing Society: Keeping the Secret (SSS 01) bbbmn VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Gleði Plata Secret Swing Society ætti að vera til á hverju heimili þar sem menn vilja auka gleðina með ágætu millistríðs-djasspoppi segir rýnir. Töfrandi Ypsilon eftir gítarleikarann Andrés Þór verður að mati rýnis betri með hverri hlutstun. Frumraun Kontrabassaleikaranum Þorgrími Jónssyni hefur tekist vel upp í frumraun sinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.