Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 80

Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Christ Superstar. Hverju var ég ekki að ná? Af hverju fannst öllum þetta svona frábært nema mér? Peaches tjáði mér í viðtalinu fyrir sýninguna að hún hefði haldið mikið upp á söngleikinn þegar hún var krakki og hefði kunnað öll lögin utanbókar þegar hún var þrettán ára. Var það einhver einlægur æskudraumur hennar að stíga á svið og flytja söng- leikinn fyrir áhorfendaskara? Og ákvað hún bara að slá til þar sem hún er Peaches og þó svo hún myndi fara upp á svið og kúka í poka þá myndu allir hvort sem er klappa og gefa gjörningnum fimm stjörnur? Í lokahnykk sýningarinnar fékk Peaches síðan nokkra einstaklinga til að stíga á svið, festa hana upp á króka og dansa síðan undir henni á meðan hún flutti lokalagið. Hún var nokkuð fyndin sem Jesús á kross- inum. Dansandi einstaklingarnir undir henni voru hins vegar fremur hallærislegir og kjánahrollurinn gerði líkamanum eilítið viðvart. Svo var sýningin búin. Ögrandi eða leiðinlegt? Ég get ekki sagt að ég hafi skemmt mér konunglega meðan á sýningunni stóð. Því var haldið niður í bæ til að drekka frá sér leiðindin. Þar var téð Peaches á ferð og við duttum í spjall. „Hvernig fannst þér sýningin?“ spurði hún. „Alveg frábær. Takk kærlega fyrir mig,“ laug ég. Svo glotti hún og spurði hvort mér hefði ekki fundist þetta allt saman fyndið. „Jú, mjög fyndið. Frábær sýn- ing,“ stamaði ég áður en hún kvaddi. Eina spurningin sem hún svar- aði ekki af kostgæfni þegar ég tók hana í viðtalið var hvort hún fyndi ekki fyrir pressu að vera alltaf ögr- andi og með puttann á púlsinum. Ég áttaði mig smám saman á því hversu mikill fokkjúputti Peaches Christ Superstar er á runkara eins og mig, sem reyna að greina allt í kons- eptum og ismum. Hún er með sýn- ingunni hálfgert að gera grín að okkur öllum. Og henni tekst það vel. Þegar öllu er á botninn hvolft er það auk þess miklu meira ögrandi að Peaches skuli syngja drepleið- inlegan söngleik um Jesú en að hún hoppi um sviðið með gervilimi og yf- irvaraskegg. Morgunblaðið/Eggert Rokkópera Peaches hefur í gegnum tíðina verið þekktari fyrir raftónlist. Listin að gera gys » Þegar öllu er ábotninn hvolft er það auk þess miklu meira ögrandi að Peaches skuli syngja drepleið- inlegan söngleik um Jesú en að hún hoppi um sviðið með gervilimi og yfirvaraskegg. AF LISTUM Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Ég veit eiginlega ekki ennþáhvað mér á að finnast umsöngleikjauppfærslu Peac- hes, Peaches Christ Superstar, á Stóra sviði Borgarleikhússins síðast- liðinn miðvikudag. Í fyrsta lagi er það mjög fyndin og steikt pæling að jafn ögrandi listamaður og Peaches skuli ákveða að setja upp sína eigin útfærslu af Jesus Christ Superstar, hallærislegri rokkóperu frá 1970 um síðustu dagana í lífi Jesú. Ég hélt til að byrja með, eins og eflaust flestir, að það væri einhver óvæntur vinkill á þessu öllu saman – að sviðsverkið yrði að einhverri ádeilu í höndum söngkonunnar. Eftir að hafa hitt hana og tekið við hana viðtal áttaði ég mig hins vegar á því að það yrðu engar túttur, typpi eða píkur á svið- inu – aðeins hún í einlægni sinni að syngja lögin með röddina eina að vopni. Hún sagði þar að auki að eng- in kaldhæðni lægi á bak við hug- myndina - sem var vissulega óvænt- ur vinkill. Hvaða rugl var í gangi? Með Peaches á sviðinu var norski píanóleikarinn Mathias Susa- as Halvorsen og sá hann um undir- spilið í öllum lögunum. Halvorsen var virkilega góður og píanóleikur hans til stakrar fyrirmyndar. Yfir- vegun hans við píanóið fór líka mjög skemmtilega saman við kómíska nærveru Peaches sem dillaði sér um sviðið og söng hverja röddina á fæt- ur annarri. Það er greinilegt að Peaches kann vel að syngja þrátt fyrir að röddin sé kannski ekkert stórkostleg. Ekkert hlé var gert á milli laganna fyrir klapp heldur flæddu þau eitt af öðru og kom það vel út. Ég gat þó varla einbeitt mér að fullu að því sem var í gangi á svið- inu fyrir hlé þar sem það gnast í hausnum á mér við það að reyna að átta mig á vinklinum. Hvaða rugl var í gangi? Ætlaði Peaches, elektró- pönkarinn sem mótaði æsku mína með laginu „Fuck the Pain Away“ og plötunni Fatherfucker, virkilega bara að standa þarna og syngja um Jesú Krist? Ég komst ekki að niður- stöðu og ákvað því að slaka aðeins á í hausnum og reyna að njóta laganna. Það gekk ekki. Lögin voru ógeðs- lega leiðinleg. Á tímabili leið mér eins og ég væri staddur á ættarmóti þar sem hressa frænkan hefði ákveð- ið að troða upp með skemmtiatriði. Svo kom hlé. Og annar bjór. Og önnur sígaretta. Og fleiri heilabrot. Hvað var Peaches eiginlega að reyna að segja mér? Síðari hálfleikur var eilítið hressari en sá fyrri og reyk- vélar meðal annars brúkaðar. Kons- eptið var samt ennþá það sama – Peaches í fremur mínimalískri mún- deringu að syngja lögin úr Jesus Eftir að hefðarmaðurinn Judah Ben Hur er ranglega sakaður um glæp af æskuvini sínum Messala og hnepptur í þrældóm í kjölfarið sver hann þess dýran eið að hefna sín. Á sama tíma kynnist hann Jesú og verður djúpt snortinn af boðskap hans. Metacritic 38/100 IMDb 5,4/10 Laugarásbíó 20.00, 22.35 Sambíóin Álfabakka 14.40, 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 14.40, 17.20, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.20, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 Ben-Hur 12 Grace Meacham finnur ungan dreng í skóginum. Það sem hún veit ekki er að drengurinn á vin, risastóran dreka. Bönnuð yngri en 6 ára. Metacritic 72/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20, 17.30, 20.00 Sambíóin Kringlunni 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Akureyri 15.00, 17.40 Sambíóin Keflavík 13.20, 17.40 Pete’s Dragon Tilvera Max tekur krappa beygju þegar Katie, eigandi hans, kemur heim með flækingshund. Metacritic 61/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.00, 15.10, 16.00, 17.50 Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.00, 15.00, 17.30 Sambíóin Keflavík 13.30, 15.40 Smárabíó 13.00, 15.20, 17.45 Háskólabíó 15.00 Leynilíf Gæludýra Lights Out 16 Metacritic 58/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.00 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.00 Sambíóin Kringlunni 22.40 Sambíóin Akureyri 22.40 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.00 Pelé: Birth of a Legend Metacritic 39/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00 Sausage Party 16 Metacritic 67/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Smárabíó 14.00, 17.00, 20.10, 21.40, 22.20 Háskólabíó 15.00, 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 18.00, 22.00 Suicide Squad 12 Suicide Squad er falið að leysa hættulegustu verk- efnin hverju sinni. Metacritic 40/100 IMDb 6,9/10 Sambíóin Álfabakka 18.00, 21.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 20.00 Sambíóin Akureyri 22.15 The Shallows Smárabíó 19.30, 20.00, 22.10 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Hell or High Water 12 Toby neyðist til þess að leita til margslunginna rána til að bjarga búgarði fjölskyldu sinnar Metacritic 86/100 IMDb 8,2/10 Laugarásbíó 17.50, 20.00, 22.10 Háskólabíó 21.10 Borgarbíó Akureyri 20.00 Nerve 12 IMDb 7,2/10 Metacritic 58/100 Smárabíó 20.10 Jason Bourne 12 Metacritic 62/100 IMDb 8,9/100 Laugarásbíó 20.00 Sambíóin Álfabakka 22.20 Sambíóin Egilshöll 22.20 Smárabíó 22.25 Bad Moms Morgunblaðið bbbmn Metacritic 60/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 15.25, 17.45, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.10, 21.10 Ghostbusters 12 Morgunblaðið bmnnn Metacritic 60/100 IMDb 5,3/10 Smárabíó 13.00, 17.35 Háskólabíó 15.10 War Dogs Sambíóin Kringlunni 22.40 Now You See Me 2 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 47/100 IMDb 7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 The BFG Bönnið innan 6 ára. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 65/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30 Níu líf Laugarásbíó 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Keflavík 15.40, 18.00 Smárabíó 13.00, 15.20, 17.45 Háskólabíó 15.10, 18.10 Borgarbíó Akureyri 14.00, 16.00, 18.00 Ísöld: Ævintýrið mikla Metacritic 44/100 IMDb 6,1/10 Smárabíó 13.00, 15.20 Leitin að Dóru Metacritic 75/100 IMDb 9/10 Sb. Álfabakka 13.00, 15.20 Sb. Egilshöll 13.00, 15.10 Sb. Kringlunni 13.00, 15.20 Sambíóin Akureyri 15.00 The Blue Room 16 Metacritic 72/100 IMDb 6,3/10 Bíó Paradís 18.00 Me Before You 12 Metacritic 51/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 20.00 VIVA Bíó Paradís 18.00 Ríkharður þriðji Bíó Paradís 20.00 Þrestir Bíó Paradís 20.00 Hrútar 12 bræðurnir Gummi og Kiddi búa hlið við hlið í af- skekktum dal á Norðurlandi. IMDb 7,4/10 Morgunblaðið bbbbm Bíó Paradís 18.00 Fúsi IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 22.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.