Morgunblaðið - 27.08.2016, Side 81

Morgunblaðið - 27.08.2016, Side 81
MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 og gamlir tímar í tónlist eru leiddir saman af næmni, en textinn er Raunakvæði Stefáns Ólafssonar, samið á 17. öld. Annað efni hér er eftir þessu, hlýr náttúrubragur leikur um plötuna og rennslið er dáleiðandi. Einar Stefánsson úr Vök tók upp og útsetti ásamt Dísu og það er Synthadelia Records sem dreifir rafrænt. Teitur Ingi hljómjafnaði og Einar og Halldóra Ársælsdóttir sá um tónlist ásamt Bláskjá. Bláskjár nýtir sér nútíma um- hverfi í dreifingu tónlistar og efni hennar er ínáanlegt á Spotify og Bandcamp t.d. Það er notalegur heimilisiðnaðarbragur yfir öllu hér, umslagið er t.d. snoturt, hannað af listamanninum, og kallast á við tón- listina. Íslensk húsfreyja frá eldri tíð starir til íslenskrar náttúru. Bláskjár stígur inn í ákveðna senu sem hefur verið móðins að und- anförnu; melódísk, dreymin og nett melankólísk tónlist sem hefur verið ástunduð af Sóleyju, Jófríði Áka- dóttur og fleirum. Það er nokkur vandi í dag að stunda einlæga tón- listarsköpun sem nýtir sér Ísland og íslenska náttúru sem innblástur, ofuráhugi útlendinga á öllu sem ís- lenskt er nú um stundir gerir að verkum að stundum lítur þetta klisjulega út. Bláskjár sveigir vel frá þessu öllu, eins og segir, það er eitthvað hreint við það hvernig hún tekur á þessu og það skilar sér í þessari plötu. Hún verður jafngóð eftir tuttugu ár – þegar útlending- arnir verða búnir að missa áhugann á þessari skrítnu eyju – og hún er í dag! Fölblá feginstár Tónlistarkonan Blá- skjár hefur verið starf- andi síðan 2014. Tvö lög komu út rafrænt í fyrra og í vor kom fyrsta stuttskífa hennar, As I Pondered These Things, út. Ljósmynd/Rannveig Hera Finnbogadóttir Náttúruleg Dísa Hreiðarsdóttir stendur á bak við Bláskjásnafnið. »Tónlistin er í þjóð-lagalegum gír og klassískra áhrifa gætir en um leið er hún dreym- in og smekkleg notkun rafhljóða styður fallega við framvinduna. Í gær birtist í Morgunblaðinu viðtal við listdansstjóra Íslenska dans- flokksins. Þar var Rós Ómarsdóttir sögð höfundur verkanna The Valley og Dadadans, ásamt Ingu Huld Há- konardóttur, sem sýnd verða á veg- um Íslenska dansflokksins í ár. Hið rétta er að Rósa Ómarsdóttir er höfundur verkanna ásamt Ingu Huld Hákonardóttur. Beðist er vel- virðingar á þessu. Rósa Ómarsdóttir höfundur dansverka LEIÐRÉTT Heilar níu plötur þekktra lista- manna komu út vestanhafs í gær. Vince Staples, Banks & Steelz, Prophets of Rage, De La Soul, Yo- ung Thug, Cass McCombs, Carly Rae Jepsen, Junior Boys og Porches ljáðu heiminum þar með nýja tóna. Plata De La Soul, Anonymous Nobody …, er fyrsta plata hljóm- sveitarinnar síðan árið 2004 og hefur hún nú þegar fengið mjög góða dóma á alnetinu. Flestar eru plöt- urnar svokallaðar smáskífur og er verk Yung Thug, No, My Name is JEFFERY, þar á meðal. Þar rappar hann um átrúnaðargoð sín en sam- kvæmt tilkynningu eru það meðal annars Rihanna, Harambe og Gucci Mane sem hljóta þann heiður. Þá biðu margir einnig spenntir eftir plötunni Prima Donna frá Vince Staples en verkið er það fyrsta sem hann gefur út síðan Summertime ’06 kom út í júní. Útgáfur Vince Staples er meðal þeirra sem gáfu út nýtt efni í gær. Níu plötur komu út vestanhafs BEN-HUR 8, 10:35 NÍU LÍF 2, 4, 6 HELL OR HIGH WATER 5:50, 8, 10:10 SAUSAGE PARTY 10:30 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 2, 4, 6 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ENS.TAL 4 JASON BOURNE 8 ÍSÖLD 2D ÍSL.TAL 1:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þegar Dísa Hreiðarsdóttir lauk námi við LHÍ fyrir rúmum tveimur árum setti hún af stað Bláskjás- verkefnið, en það var hluti af út- skriftarverkefninu hennar. Segið svo að nám borgi sig ekki, fyrsta plata hinnar stórkostlegu sveitar Belle and Sebastian varð til við svipaðar aðstæður. Verkefninu lýs- ir Dísa sjálf sem svo: „Bláskjár er söngvaskáld sem leggur áherslu á að miðla einlægri og ljóðrænni tón- list, þar sem áhersla er lögð á að segja sögur og túlka tilfinning- ar.“ Þó að lýsingin sé giska opin, þannig séð, á þetta eiginlega alger- lega við. Tónlistin er í þjóðlaga- legum gír og klassískra áhrifa gæt- ir en um leið er hún dreymin og styður smekkleg notkun rafhljóða fallega við framvinduna. Allt þetta kemur t.a.m nokkuð vel upp í lag- inu „Silkirein“ sem prýðir stuttskíf- una As I Pondered These Things, sem kom út í maí síðastliðnum og er ástæða þessara skrifa. Naum- hyggja og tilfinnanleg einlægni liggur yfir laginu og heillar. Nýir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.