Morgunblaðið - 03.09.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 03.09.2016, Síða 4
Morgunblaðið/ÞÖK Útboð Framkvæmdum fjölgar. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Áætlaður heildarkostnaður fram- kvæmda á vegum Framkvæmda- sýslu ríkisins og Ríkiseigna, sem boðnar hafa verið út á árinu og eru áætlaðar í útboð á árinu, er um 7,7 milljarðar króna. Að viðbættum þeim framkvæmdum sem þegar standa yfir er áætlaður kostnaður um 11,8 milljarðar króna. Fjárhæð framkvæmda sem kynnt- ar eru til útboðs á ári hverju hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2014. Árið 2013 var heildarfjárhæðin rétt tæpir 16 milljarðar, um 7 millj- arðar árið 2014 og um 7,5 milljarðar árið 2015. Að sögn Halldóru Vífilsdóttur, for- stjóra Framkvæmdasýslunnar, tók velta vegna verklegra framkvæmda kipp milli áranna 2014 og 2015, úr rúmum þremur milljörðum og í rúma fjóra milljarða. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs var veltan um tveir milljarðar. „Árið 2011 voru verkefni sem voru á áætlun sett í bið og skorið niður í framkvæmdum,“ segir hún. Halldóra bendir á að þær fram- kvæmdir sem hafi verið kynntar til útboðs á árinu endurspegli ekki þann kostnað sem fellur til á árinu, verksamningar séu gerðir minnst til eins árs og greitt sé fyrir verkin í hlutfalli við framvindu. Heildarfjárhæðir verksamninga Framkvæmdasýslunnar hafa farið hækkandi, en árið 2013 var upphæð- in um 2,2 milljarðar króna, 3,5 millj- arðar árið 2014 og um 4 milljarðar árið 2015. Á fyrstu átta mánuðum ársins nemur heildarfjárhæð verk- samninganna tæpum 1,6 milljörðum. „Þetta er að taka hægt við sér. Við vitum það líka að bygging nýs Land- spítala er það verkefni sem mun verða ráðandi í framkvæmdum hins opinbera á næstu árum. Það er lang- stærst,“ segir hún. Halldóra bætir við að einnig séu í burðarliðnum verkefni á borð við nýja skrifstofubyggingu Alþingis, stækkun gestastofu á Þingvöllum og hjúkrunarheimili. Útboð fyrir 7,7 milljarða á árinu  Opinberar framkvæmdir taka hægt og bítandi við sér  Áætlaður heildarkostnaður vegna verkefna sem fóru í útboð á árinu nemur 7,7 milljörðum  Nýr Landspítali verður ráðandi á næstu árum 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Jólaferð til Brussel&Brugge Fararstjóri: Aðalheiður Jónsdóttir Í Brussel og Brugge ríkir hátíðleg jólastemning á aðventunni. Báðar borgirnar eru með einstaklega huggulega jólamarkaði innan um virðulegar gamlar byggingar og hefur jólamarkaður Brussel verið tilnefndur sá frumlegasti í Evrópu. Belgískar vöfflur, súkkulaði og annað góðgæti heimamanna sjá til þess að allir njóti aðventunnar. Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Skoðunarferð til Brugge er innifalin! 24. - 27. nóvember NÝ FE RÐ Líður flóttafólkinu sem þegar er komið vel? „Já, því líður vel. Ég held að það sé óhætt að segja það. Auðvitað er erf- itt að flytjast til nýs lands og það koma alltaf áskoranir. En verkefnið gengur mjög vel og við getum verið stolt af því. Sérstaklega þegar litið er til þess hvað samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaga og Rauða krossins hef- ur virkað vel. Rauði krossinn er með mjög marga sjálfboðaliða. Það má samt aldrei gleyma því frábæra framlagi sem kemur frá sveitarfélög- unum.“ 64 einstaklingar fengið stöðu flóttamanns eða dvalarleyfi Þess má geta að innan velferðar- ráðuneytisins er unnið að því að leita leiða til að aðstoða flóttafólk sem hef- ur fengið stöðu sína viðurkennda eftir hælisleit á Íslandi. Alls hafa 64 ein- staklingar fengið stöðu flóttamanns eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir umsókn um hælisleit á þessu ári. stofnun Sameinuðu þjóðanna sem sendi íslenskum stjórnvöldum mál tíu fjölskyldna. „Þetta hefur gengið mjög vel fram að þessu,“ segir Linda Rós. „Móttak- an á hópunum á Akureyri, í Hafn- arfirði og Kópavogi hefur gengið af- bragðsvel. Við erum reynslunni ríkari eftir mörg verkefni,“ segir hún. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Já, íslensk stjórnvöld ráða vel við komu 47 nýrra flóttamanna,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræð- ingur hjá velferðarráðuneytinu og starfsmaður Flóttamannanefndar. Í gær kom fram í fréttum að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðis- málaráðherra, vill að íslenska ríkið taki á móti 47 sýrlenskum flótta- mönnum sem eru staddir í Líbanon, að tillögu Flóttamannanefndar. Níu fjölskyldur Um er að ræða níu fjölskyldur sem óskað er eftir að komi hingað til lands. Elsti einstaklingurinn er 78 ára gamall og sá yngsti á fyrsta ári. Þrjár þessara fjölskyldna eiga ætt- ingja hér á landi. Þar er á ferðinni fólk sem kom fyrr á þessu ári sem kvótaflóttafólk frá Sýrlandi. Á minnisblaði kemur fram að Flóttamannanefnd byggir tillögur sínar á skýrslum frá Flóttamanna- Ráðum vel við komu nýrra flóttamanna  Íslenska ríkið taki við 47 sýrlenskum flóttamönnum Morgunblaðið/Eggert Hólpin Frá komu hóps erlendra flóttamanna til Íslands. Aldrei hefur mælst jafnmikið af makríl á norðurslóðum og nú í júlí- mánuði. Þetta kemur fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar sem hún hefur birt ásamt hliðstæðum stofn- unum Grænlendinga, Færeyinga og Norðmanna, en könnunarleiðangri á vegum þjóðanna fjögurra lauk í byrjun ágúst. Heildarvísitala makríls var metin 10,2 milljónir tonna, sem er aukning um þriðjung frá síðasta ári. Þá var vísitala makríls innan íslenskrar efnahagslögsögu metin 3,1 milljón tonn, eða 30,6% af heildarvísitölu stofnsins, og hefur magnið ekki áður verið meira. Næsthæst er vísitalan innan lögsögu Noregs, en þar er hún metin 18%. Hækkandi yfirborðshiti Í skýrslunni er að auki tekið fram að yfirborðshiti sjávar í júlí hafi mælst einum til tveimur gráðum meiri en á síðasta ári á mestöllu svæðinu. Þá var hann einnig einum til tveimur gráðum meiri en lang- tímameðaltal mælinga síðustu tutt- ugu ár. Mestur þéttleiki makríls við Ís- land mældist vestan við landið en hann fannst á nær öllu könnunar- svæðinu, sem þekur þrjár milljónir ferkílómetra. Þá fannst meira magn af honum í norður-, norðvestur- og vesturhluta svæðisins en á síðasta ári, þar á meðal innan lögsögu Ís- lands og Grænlands. Nokkur skip leiðangursins litu einnig eftir hvölum og alls sáust um 700 sjávarspendýr, sem er töluverð fjölgun frá síðustu árum. sh@mbl.is Aldrei jafnmikið mælst af makríl  Nær þriðjungur við strendur Íslands Morgunblaðið/Þórður Makrílveiðar Næsthæst er vísitala makríls innan lögsögu Noregs. „Þetta gekk bara vonum framar, fór langt út fyrir það sem vonir stóðu til. Þetta sló í gegn,“ segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir, verkefnastjóri lýðræðishátíðarinnar sem hófst í gær og heldur áfram í dag. Fundur fólksins er tveggja daga hátíð um samfélags- mál og stjórnmál og er haldin í Norræna húsinu. Tjald- búðum var slegið upp þar sem ýmis félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki eru með starfsemi og þekktir einstaklingar stjórna umræðum. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Veðurblíða var í gær og hluti dagskrár utanhúss. „Á fyrsta deginum var allt á réttum tíma, öll dagskrá gekk samkvæmt áætlun. Þetta gekk svo vel að ég get ekki lýst því hvernig mér er innanbrjósts núna. Við er- um svo þakklát,“ segir Ingibjörg Gréta. „Eina kvörtun- in sem ég fékk var að það var alltaf byrjað á réttum tíma, þannig að ef manneskja kom aðeins of seint þá missti hún af byrjuninni.“ borkur@mbl.is Lýðræðishátíð í gangi við Norræna húsið að skandinavískri fyrirmynd Morgunblaðið/Þórður Samræða um samfélagið í sólinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.