Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
Píratar, Samfylking og Viðreisnvilja gera aflaheimildir upp-
tækar og halda svo uppboð til að út-
hluta þeim á nýjan leik. Þeir sem vit
hafa á vara við þessu en það hefur
engin áhrif á þessa
flokka sem sameinast
um að grafa undan
undirstöðu-
atvinnuvegi þjóðar-
innar.
Í Fiskifréttum var ádögunum rætt við
tvo menn sem bættust
í hóp gagnrýnenda
uppboðsleiðarinnar.
Árni Bjarnason, for-
seti Farmanna- og
fiskimannasambands
Íslands, segir upp-
boðsleið Færeyinga
að mestu leyti sjónarspil. Þá segir
hann: „Það alvarlegasta við þessar
hugmyndir er að yrðu þær að veru-
leika byggju sjómenn í fyrsta sinn í
sögu fiskveiða við Ísland ekki við
neitt atvinnuöryggi. Þeir gætu aldrei
vitað hvort þeirra útgerð fengi heim-
ildir eður ei. Það felst í þessum hug-
myndum ámælisvert virðingarleysi
fyrir sjómönnum. Píratar vilja inn-
kalla allar aflaheimildir. … Það vant-
ar mikið upp á að hægt sé að taka
málflutning af þessu tagi alvarlega og
ég trúi því ekki að fólk kjósi svona
lagað yfir sig.“
Valmundur Valmundsson, formað-ur Sjómannasambands Íslands,
varar einnig við uppboðsleiðinni og
segir að hann byði ekki „í það ef upp-
boðsleiðin yrði farin hér alla leið eins
og sumir vilja. Ekki aðeins atvinnu-
öryggi sjómanna yrði í hættu heldur
margra annarra.“ Hann bætir því við
að umbjóðendur hans séu sjómenn
„sem vilja vinna hjá góðum fyrir-
tækjum sem þeir geta reitt sig á varð-
andi vinnu. Við þurfum líka að huga
að hagsmunum þjóðarinnar.“
Hvað ætli fyrrnefndum flokkumfinnist um það?
Árni Bjarnason
Hvað með hags-
muni þjóðarinnar?
STAKSTEINAR
Valmundur
Valmundsson
Veður víða um heim 2.9., kl. 18.00
Reykjavík 12 léttskýjað
Bolungarvík 11 skýjað
Akureyri 12 léttskýjað
Nuuk 6 léttskýjað
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 20 léttskýjað
Kaupmannahöfn 18 rigning
Stokkhólmur 19 heiðskírt
Helsinki 18 heiðskírt
Lúxemborg 24 heiðskírt
Brussel 22 léttskýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 15 skýjað
London 19 skúrir
París 27 heiðskírt
Amsterdam 21 léttskýjað
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 25 heiðskírt
Vín 21 skúrir
Moskva 20 léttskýjað
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 34 léttskýjað
Barcelona 30 léttskýjað
Mallorca 31 léttskýjað
Róm 29 heiðskírt
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 20 alskýjað
Montreal 18 léttskýjað
New York 23 léttskýjað
Chicago 21 léttskýjað
Orlando 24 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:18 20:37
ÍSAFJÖRÐUR 6:17 20:48
SIGLUFJÖRÐUR 5:59 20:31
DJÚPIVOGUR 5:46 20:08
Grænlenski frystitogarinn Ilivileq
kom til hafnar á Akureyri í gær-
morgun með alls um 800 tonn af
heilfrystri síld. Togarinn er í eigu
Arctic Prime sem er dótturfélag
Brims hf.
Veiðin tók skamman tíma og var
að sögn skipverja þokkaleg, en að-
eins eru tæpar tvær vikur síðan
skipið landaði rétt tæplega þúsund
tonnum af síld eftir stuttan tíma úti
á miðunum.
Skipstjórinn er Þorvaldur Svav-
arsson og í áhöfn eru 28 menn.
Skipið hét áður Skálaberg RE 7 og
var smíðað í Noregi árið 2003 fyrir
færeyska útgerð.
Útgerðarstjórinn Guðmundur
Gunnar Símonarson segir að auk
síldar veiði togarinn einnig þorsk,
grálúðu, karfa og makríl. Á Græn-
landsmiðum sé þó veiðin ekki jafn-
einföld.
„Þeir skipta þessu upp í veiði-
svæði. Við megum veiða á fjórum
svæðum og þeir deila kvótanum
okkar á þau svæði. Þannig að þetta
er ekki alveg eins og heima, þar
sem þú færð þúsund tonna kvóta af
þorski og mátt veiða hann hvar sem
er.“ sh@mbl.is
Síldveiði
góð fyrir
norðan
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Síldinni landað Veiðin var þokka-
leg að sögn skipverja við löndun.