Morgunblaðið - 03.09.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.09.2016, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Skoðaðu húsið nánar á fasteignavef mbl.is og fáðu söluyfirlitið sent sjálfkrafa. Síminn okkar er 515 4500 og netfangið nyhofn@nyhofnfasteignir.is Löggiltir fasteignasalar | Lárus Ómarsson og Þórður H. Sveinsson Nýhöfn faste ignasa la ı Borgar túni 25 ı 105 Reyk jav ík ı S ími 515 4500 ı www.nýhöfn. i s Fallegt einbýli á besta stað Vesturgata 41 I 101 Reykjavík Vesturgata 41 er fallegt einbýlishús í hjarta borgarinnar. Húsið, sem er um 390 fermetrar, hefur verið mikið endurnýjað en í því eru tvær íbúðir með samtals 14 herbergjum. Mjög skemmtilegur 60 fermetra sólpallur er á annarri hæð með flottu útsýni. Þetta er einstakt tækifæri til að eignast þessa fallegu fasteign á eignalóð í miðbæ Reykjavíkur. Sérinnkeyrsla er meðfram húsinu og einkabílastæði á lóðinni aftan við húsið. 3. september 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 115.51 116.07 115.79 Sterlingspund 153.17 153.91 153.54 Kanadadalur 88.11 88.63 88.37 Dönsk króna 17.347 17.449 17.398 Norsk króna 13.851 13.933 13.892 Sænsk króna 13.424 13.502 13.463 Svissn. franki 117.75 118.41 118.08 Japanskt jen 1.1147 1.1213 1.118 SDR 161.27 162.23 161.75 Evra 129.09 129.81 129.45 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 162.1354 Hrávöruverð Gull 1311.5 ($/únsa) Ál 1587.0 ($/tonn) LME Hráolía 46.98 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Jón Þórisson jonth@mbl.is „Hækkun lánshæfismatsins er frá- bærar fréttir fyrir Ísland,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmda- stjóri sjóða hjá Gamma, en í fyrra- dag hækkaði matsfyrirtækið Moody‘s lánshæfiseinkunn Íslands um tvö þrep. Einkunnin fer í A3 úr Baa2. Moody’s telur horfur um þró- un lánshæfiseinkunnarinnar nú stöðugar. „Ég bjóst svo sem við hækkun í haust en ekki endilega núna í byrj- un hausts,“ segir Valdimar. „Þetta undirstrikar frábæran tvíþættan ár- angur í ríkisfjármálum. Annars veg- ar hina hröðu niðurgreiðslu skulda sem enn sér ekki fyrir endann á. Hins vegar góðan afgang af fjár- lögum.“ Hann segir sérstaka við- urkenningu fólgna í að lánshæfis- matið hækkaði um tvö þrep í einu stökki. Betri fjárfestingarkostur „Hækkun um tvö þrep er viður- kenning á stórauknu gjaldeyris- streymi til landsins og góðum stöðugleika þar sem verðbólguvænt- ingar eru lágar og verðbólga er lítil, sem hefur gert Seðlabankanum kleift að lækka vexti.“ Valdimar segir þetta undirstrika góða stöðu hagkerfisins. „Það ætti svo að hjálpa til við að klára afnám hafta í kjölfarið, þar sem erlendir fjárfestar horfa öðrum augum á landið þegar það fer í A- flokk og fjárfesting hér verður eftir- sóttari. Þetta gefur tilefni til að klára afnám haftanna að fullu,“ seg- ir hann. „Fyrir innlenda fjárfesta að vita að hér ríki stöðugleiki og eftir- sóknarverðir fjárfestingarkostir, minnka líkur á að þeir leiti í fjár- festingar út fyrir landið. Þetta minnkar því útstreymi fjármagns. Og á móti eykur þetta breidd og fjölbreytni erlendra fjárfesta sem horfa til Íslands sem fjárfestingar- kosts,“ segir Valdimar. Góð skuldastaða miðað við A3 Matsfyrirtækið Moody’s hefur unnið að endurskoðun einkunnar- innar frá 10. júní síðastliðnum. Í frétt frá fyrirtækinu segir að hækk- un um tvö þrep endurspegli hraða og umfang bata í þjóðarbúskapnum eftir bankakreppuna árið 2008. Þannig hafi samfelldur hagvöxtur og aðhald í ríkisfjármálum leitt til verulegrar lækkunar á skuldum rík- issjóðs síðastliðið ár. Segir jafn- framt að Moody’s búist við að sú þróun haldi áfram og sé staðfest með ráðstöfun fjármuna frá þrotabúum fallinna banka á næstu árum. Í rökstuðningi fyrir breytingunni segir Moody’s að búist sé við áfram- haldandi lækkun skulda og skulda- staða hins opinbera ætti að lækka niður fyrir 50% af vergri landsfram- leiðslu og vera nær 40% árið 2020. Segir matsfyrirtækið að slík skulda- hlutföll séu jafngóð eða betri en hjá þeim samanburðarlöndum Íslands sem hlotið hafa einkunnina A3. Moody’s spáir að hagvöxtur verði 5% á þessu ári og 3,9% á því næsta. Fyrirtækið nefnir að nýleg styrking krónu og lægri eldsneytiskostnaður hafi meðal annars haldið verðbólgu niðri þrátt fyrir verulegar launa- hækkanir. Þá er nefnt að varfærni stjórnvalda við losun hafta rökstyðji breytinguna á lánshæfiseinkunn. Segir Moody’s að áhætta vegna aflandskróna í eigu fárra sé mjög takmörkuð þótt þær nemi 8% af vergri landsframleiðslu. Viðurkenning á efnahagsbata Þróun lánshæfiseinkunnar Íslands hjá Moody´s Aaa Aa1 Aa2 Aa3 A1 A2 A3 Baa1 Baa2 Baa3 Rusl- flokkur 1997 2008 2009 2015  Sérfræðingur segir hækkun lánshæfismats hjá Moody’s tilefni til að ljúka nú afnámi hafta  Minni ástæða fyrir fjárfesta að leita út fyrir landsteinana  Breikkar hóp erlendra fjárfesta sem horfa hingað Hagnaður Samherja nam 13,9 millj- örðum króna á rekstrarárinu 2015. Er það umtalsvert meira en árið á undan, en þá nam hagnaður Samherja rúmum 11,2 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 19,9 milljörðum króna, samanbor- ið við 16,4 milljarða árið á undan. Af- koma af reglulegri starfsemi ársins 2015 var betri en árið á undan, sem skýrist af góðri afkomu erlendrar starfsemi, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Þar segir enn fremur að tekjur hafi aukist á flestum sviðum og nettó fjármagnsgjöld án gengismunar verið mun lægri vegna minni skuld- setningar en á móti komið að gengis- munur hafi verið óhagstæðari. Hagn- aður fyrir tekjuskatt nam 17,4 milljörðum króna. Rekstrartekjur félagsins voru rúmir 83,7 milljarðar króna á árinu 2015 en voru rétt tæpir 78,4 milljarðar rekstr- arárið 2014. Rekstrargjöld eru svipuð á árunum 2015 og 2014, en þau voru tæpir 64 milljarðar króna í fyrra. Eignir félagsins námu 119 milljörð- um króna í lok síð- asta árs og eigið fé var 83 milljarðar. Heildarskuldir Samherja lækk- uðu um tæpa fimm milljarða króna milli ára og eigin- fjárhlutfallið fór úr 64,8% í lok árs 2014 í 69,8% um síðustu áramót. Veltufjármunir námu 38 milljörðum í árslok og veltufjármunir umfram skuldir 2,5 milljörðum króna. Tillaga er um að arðgreiðsla til hluthafa vegna síðasta rekstrarárs nemi 10% af hagn- aði félagsins, eða um 1,4 milljörðum króna. Fjárfest í nýjum skipum Stærstu fjárfestingar Samherja á Íslandi eru vegna nýsmíði ísfiskskipa sem til stendur að afhenda á árinu 2017 og mikilla framkvæmda við upp- byggingu og tæknivæðingu fisk- vinnslunnar á Akureyri. Erlendis voru helstu fjárfestingar í nýsmíði fyrir dótturfélög Samherja í Kanada og Þýskalandi en einnig hefur verið gengið frá samningum um nýsmíði tveggja skipa fyrir dótturfélög í Frakklandi og á Spáni. Skuldbinding- ar vegna fjárfestinga næstu 18 mán- uði nema nú um 30 milljörðum króna. Þetta eru fjárfestingar í nýsmíði skipa, landvinnslu bolfisks og fiskeldi. vilhjalmur@mbl.is Samherji með 20 milljarða EBITDA  Eiginfjárhlutfallið komið í tæp 70% Þorsteinn Már Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.