Morgunblaðið - 03.09.2016, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.
ÁFANGASTAÐURINN ÍSLAND:
Opinn umræðufundur Samtaka atvinnulífsins í Hörpu – Silfurbergi
miðvikudaginn 7. september kl. 15-16.30
Ný greining efnahagssviðs SA verður kynnt á fundinum.
Dagskrá
Uppgangur
og áskoranir
í íslenskri
ferðaþjónustu
Setning. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Af hverju Ísland?
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.
Komið fagnandi
Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði SA.
Margfaldur ávinningur og ánægja gesta: Aðgangsstýring í Bláa Lónið
Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins
HVER ER STEFNA STJÓRNMÁLAFLOKKANNA?
Forystufólk stjórnmálaflokka tekur þátt í umræðum um stöðu og horfur í íslenskri
ferðaþjónustu ásamt Grími Sæmundsen formanni Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar,
Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Vinstri grænna taka þátt.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
er fundarstjóri og stýrir umræðum.
Kaffi, te og með því frá kl. 14.30.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Íbúar fríríkisins Kristjaníu í Kaup-
mannahöfn rifu í gær niður sölubása
hasssölumanna á götu sem kölluð er
„Pusher Street“ en talsmaður íbú-
anna viðurkenndi að þeir hefðu enga
trú á því að þetta dygði til að binda
enda á hasssöluna og ofbeldið sem
fylgdi henni. Íbúarnir hófu niðurrifið
eftir að 25 ára hasssölumaður særði
tvo lögreglumenn og einn vegfar-
anda þegar reynt var að handtaka
hann á miðvikudagskvöld. Árásar-
maðurinn lést seinna af skotsárum.
„Við erum ekki einfeldningar. Við
höldum ekki að með þessu getum við
tryggt að aldrei verði hasssala
stunduð í Kristjaníu, að hass-
sölubásar verði ekki settir upp eða
sala á hassi verði ekki stunduð með
öðrum hætti,“ hefur danska ríkis-
útvarpið eftir talsmanni íbúanna,
Risenga Manghazi. „Fyrir okkur er
mikilvægast af öllu að reyna að gera
eitthvað við glæpastarfseminni án
þess að beita ofbeldi sjálf.“
Risenga Manghazi bætti við að
íbúarnir hefðu látið til skarar skríða
vegna skotárásar hasssölumannsins
á miðvikudagskvöld og einnig vegna
óánægju með vaxandi ofbeldi og
skipulagða glæpastarfsemi í
tengslum við hasssöluna.
„Við höfum beðið lögregluna um
að koma ekki hingað. Við viljum
gera þetta sjálf,“ hafði fréttavefur
Politiken eftir öðrum talsmanni frí-
ríkisins, Huldu Mader. „Heiður okk-
ar er í veði. Það sem gerðist er óvið-
unandi og þess vegna verðum við að
taka til.“
Lögreglan ánægð
Thorkild Fogde, lögreglustjóri
Kaupmannahafnar, kvaðst vera
ánægður með framtak íbúanna,
sagði að aðstoð þeirra skipti miklu
máli en baráttan gegn glæpastarf-
seminni tæki langan tíma. „Markmið
okkar er að hafa eftirlit í Kristjaníu
eins og við getum gert á öðrum
svæðum í borginni,“ sagði hann á
blaðamannafundi í gærmorgun.
„Það getur aldrei verið til góðs að
hafa stóran hasssölumarkað í miðri
borginni. En þetta snýst ekki aðeins
um hass, heldur einnig skipulagða
glæpastarfsemi. Um ofbeldið, hótan-
irnar og vopnin.“
Lögreglustjórinn bætti við að lög-
reglan fylgdist með því hvort hass-
sölubásar yrðu settir upp á öðrum
stöðum í borginni en það hefði ekki
gerst enn.
Annar lögreglumannanna, sem
særðist í árásinni, fékk skot í höfuðið
og var enn í lífshættu í gær. Árásar-
maðurinn lést af sárum í skotbar-
daga við lögreglumenn og innra
eftirlit lögreglunnar hóf sérstaka
rannsókn á atvikinu eins og venja er
þegar slíkt gerist.
Árásarmaðurinn var 25 ára, fædd-
ist í Bosníu og er talinn hafa selt
fíkniefni í nokkur ár. Lögreglan seg-
ir að hann hafi stutt Ríki íslams,
samtök íslamista, og tengst ísl-
ömsku hreyfingunni Millatu Ibra-
him, en þau tengsl hafi ekki haft
áhrif á handtökutilraunina eða skot-
árásina.
Íbúar fríríkisins Kristjaníu rífa niður hasssölubása eftir skotárás fíkniefnasala á lögreglumenn
AFP
Hafna ofbeldi Einn íbúa fríríkisins Kristjaníu rífur niður hasssölubás. Í Kristjaníu voru áður herbúðir en frá 1971
hefur búið þar fólk sem settist að í yfirgefnum húsum danska hersins og kveðst vilja skapa nýtt samfélagsform.
„Höldum ekki
að hasssölu
verði hætt“
Hreinsun Sölubásar fjarlægðir á „Pusher Street“, götu fíkniefnasala.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Útlit er fyrir að flokkurinn Annar
kostur fyrir Þýskaland, eða Alterna-
tiv für Deutschland (AfD), sópi til sín
fylgi í kosningum til þings sam-
bandslandsins Mecklenburg-Vor-
pommern á morgun. Flokkurinn hef-
ur lagt áherslu á andstöðu við stefnu
Angelu Merkel í innflytjendamálum
og ef marka má skoðanakannanir
getur hann fengið meira fylgi í kosn-
ingunum en Kristilegir demókratar,
flokkur kanslarans.
Í síðustu könnunum hefur fylgi
AfD mælst um 21%, Kristilegra
demókrata 22% og Sósíaldemókrata
(SPD) 28%. AfD hefur oft fengið
meira fylgi í kosningum en honum
hefur verið spáð í könnunum og tals-
verðar líkur eru því á að flokknum
takist í fyrsta skipti að fá meira kjör-
fylgi en Kristilegir demókratar.
Nokkrir stjórnmálaskýrendur telja
jafnvel hugsanlegt að AfD skjótist
fram úr Sósíaldemókrötum og verði
stærsti flokkur sambandslandsins.
Fái AfD meira fylgi en Kristilegir
demókratar er líklegt að það valdi
pólitískum landskjálfta og verði
reiðarslag fyrir Merkel, sem hefur
átt undir högg að sækja vegna þeirr-
ar ákvörðunar hennar í fyrra að opna
landamærin fyrir flóttamönnum.
Hælisleitendur í brennidepli
AfD fékk 24% fylgi í sambands-
landinu Saxlandi-Anhalt í austur-
hluta Þýskalands í kosningum í
mars, um fimm prósentustigum
minna en Kristilegir demókratar, og
telst það besti árangur hans í kosn-
ingum til þessa.
Flokkurinn var stofnaður árið
2013 og lagði í fyrstu áherslu á and-
stöðu við evrusamstarfið og björg-
unarpakka fyrir lönd í skuldavanda á
evrusvæðinu. Síðustu mánuði hefur
hann þó hamrað á andstöðu sinni við
stefnu Merkel í innflytjendamálum
og mikla fjölgun hælisleitenda í
fyrra eftir að kanslarinn ákvað að
opna landamærin fyrir flóttafólki frá
Sýrlandi.
Umræðan í kosningabaráttunni
hefur einkum snúist um fjölgun
hælisleitenda í landinu þótt fáir
flóttamenn sjáist á götunum í
Mecklenburg-Vorpommern, sem var
hluti af Austur-Þýskalandi fyrir
sameiningu Þýskalands árið 1990.
Um 422.000 flóttamönnum sem
fengu hæli í Þýskalandi í fyrra var
skipt á milli sambandslandanna eftir
fólksfjölda þeirra og efnahag og þar
af tók Mecklenburg-Vorpommern á
móti 25.000 hælisleitendum. Fáir
þeirra voru þó um kyrrt í sam-
bandslandinu, þar sem flestir ákváðu
að leita að vinnu í öðrum sambands-
löndum þar sem atvinnutækifærin
eru fleiri.
Skjálfta spáð
í Þýskalandi
Sigur AfD yrði áfall fyrir Merkel
AFP
Í sókn Leif-Erik Holm, leiðtogi AfD
í Mecklenburg-Vorpommern.