Morgunblaðið - 03.09.2016, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
Hamraborg 10 – Sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18, laugardaga 11-14
AFMÆLISTILBOÐ
VIÐ ERUM 20 ÁRA
Með hverjum keyptum gleraugum
fylgja sólgleraugu með í kaupbæti
Verið velkomin í sjónmælingu
Ég er nú örugglega
ekki einn um það að
muna ekki öll nöfnin á
kjörnum fulltrúum
okkar Reykvíkinga á
Alþingi. Aftur á móti ef
þú spyrð fólkið á lands-
byggðinni þá þekkir
það sína kjörnu fullrúa.
Af hverju er þetta svo?
Mætti tína margt til,
t.d. ójafnt vægi at-
kvæða á landinu, og er
mér það óskiljanlegt af hverju við lát-
um þennan mismun ganga yfir okkur,
eitt atkvæði á Austfjörðum er jafngilt
tveimur í Reykjavík. Það er grund-
vallaratriði í lýðræðislegu þjóðfélagi
að allir þegnar samfélagsins hafi
jafna möguleika til þess að hafa áhrif
á stjórn landsins. Það er löngu kom-
inn tími til að laga þetta og þessu vil
ég breyta.
Löngu sprungið vegakerfi
Alþingi setur sveitarstjórnum lög
og er það skylda Alþingis að passa
upp á að sveitarstjórnarlögum sé
fylgt eftir. Af hverju láta þingmenn
Reykjavíkur meirihluta borg-
arstjórnar bjóða sér og íbúum borg-
arinnar upp á ónýtt og löngu sprung-
ið vegakerfi þar sem fólk er fast í
bílum sínum svo klukkutímum skiptir
í viku hverri, fáránlega lélegan að-
búnað fyrir eldri borg-
ara, mengun og óþrifn-
að, gras ekki slegið eða
snjór mokaður fyrr en
allt er orðið vitlaust,
lóðaskort, gjaldþrota
leikskólastefnu og aðrar
vonlausar hugmyndir?
Endalaust er gengið yfir
íbúa Reykjavíkur,
hvergi annars staðar á
landinu kæmust menn
upp með svona vinnu-
brögð og það í sjálfri
höfuðborginni.
Þeir bættu við einu stykki
Akureyri í mixið
Það nýjasta er skipulag 16.000
manna byggðar á Hlíðarenda við hlið
Reykjavíkurflugvallar. Þarna á að
setja niður sama mannfjölda og býr á
Akureyri, á sama blett og þessi van-
hugsaði nýi spítali á að rísa. Nóg hef-
ur nú verið talað um umferðartepp-
una sem nú þegar er vandamál og
margfaldast við byggingu nýja spít-
alans, en nei nei, þeir bættu við einu
stykki Akureyri í mixið! Hvar eru
þingmenn Reykjavíkur? Af hverju er
ekki svona endaleysa stoppuð? Við
verðum að lagfæra og bæta allar stof-
næðar strax inn og út úr borginni. Við
verðum að fara í byggingu Sunda-
brautar. Ég vil sjá þjóðaratkvæða-
greiðslu strax um framtíð Reykjavík-
urflugvallar. Við verðum að passa
upp á að borgarstjórnarmeirihlutinn
fari að settum lögum og bæti aðbúnað
öryrkja og eldri borgara, en sá mála-
flokkur er alltaf látinn sitja á hak-
anum.
Afnema allar tekjutengingar
Við verðum að einfalda og lækka
tekjuskatt á almenning, hækka skatt-
leysismörkin a.m.k. Í 250.000 kr.,
taka af allar tekjutengingar við laun
frá TR og gera lífeyrisgreiðslur maka
erfanlegar. Lækka verður strax
tryggingargjaldið á fyrirtæki. Flest
fyrirtæki á landinu eru í Reykjavík og
það er til skammar hvernig Reykja-
víkurborg kemur fram við atvinnu-
lífið og úr því þarf að bæta. Ef mér
verður veitt brautargengi í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nk.
laugardag þá lofa ég því að ég skal
berjast með kjafti og klóm fyrir
Reykvíkinga. Það er kominn tími til
að einhver tali máli Reykvíkinga á Al-
þingi Íslendinga og ég vil taka þá
vinnu að mér, kjósandi góður.
Þingmaður Reykvíkinga
Eftir Guðmund
Franklín Jónsson » Af hverju láta þing-menn Reykjavíkur
meirihluta borgar-
stjórnar bjóða sér og
íbúum borgarinnar upp
á ónýtt og löngu sprung-
ið vegakerfi?
Höfundur er hótelstjóri.
Guðmundur
Franklín Jónsson
Norðmenn lögðu
upp í ferð til Íslands
með kindur, kýr, hesta,
mýs og hunda. Þeir
komu við á Bretlands-
eyjum og sóttu sér
kvonfang og/eða am-
báttir. Allt þetta lið var
ekki fyrr komið upp á
fjörukambinn á Íslandi
en það var allt orðið ís-
lenskt. Eins og mér
var kennd sagan var það meira að
segja rammíslenskt og aldrei spurt
hvaða áhrif þetta lið hefði á íslenska
náttúru sem var hér fyrir.
Fuglar flögra hingað frá útlöndum
og ef þeir verpa hér nokkrum sinnum
eru þeir íslenskir varpfuglar, jafnvel
þótt þeir búi mestan hluta ársins er-
lendis. En lúpínan er búin að vera
hér meira en tuttugu lúpínukynslóðir
og hefur af fremsta megni reynt að
bæta fyrir það hrun sem liðið olli á
gróðurfari landsins en hún fær ekki
ríkisborgararétt. Lúp-
ínan skal vera framandi.
Aðrir sem hingað koma fá vegabréf
eftir nokkur ár. Jafnvel svart fólk frá
Afríku verður rammíslenskt á nokkr-
um árum.
Hugsum okkur ungan mann sem
alinn er upp í Hafnarfirði. Hann hef-
ur búið í útjaðri bæjarins og verið
einn þeirra sem hafa verið meira úti
að djöflast en inni í tölvunni. Eitt það
fyrsta sem hann man eftir er að
labba um lúpínu og alltaf síðan hefur
lúpínan verið hluti af lífi hans, enda
stór lúpínubreiða rétt við lóðina
þeirra. Pabbi hans var líka alinn upp
ekki langt frá og man ekki eftir öðru
en að lúpínan væri þarna og hrósaði
henni alltaf reglulega, meðal annars
fyrir að stoppa snjóinn sem annars
gerði ófært heim til þeirra. Afi hans
benti honum á fagurgróna hlíð með
fjölbreyttum gróðri þar sem lúpína
hafði vaxið þegar hann var strákur.
Þessi ungi maður fer nú í háskól-
ann að læra um náttúruna. Einn
kennarinn biður nemendurna að
skrifa stuttan pistil um þá íslensku
plöntu sem þeir væru hrifnastir af.
Okkar maður skrifaði að sjálfsögðu
um lúpínu. Þá bregður heldur í verra.
Hann fær að vita að lúpínan er ekki,
er alls ekki, hluti af íslenskri flóru –
hún er ágeng og stórskaðleg þar að
auki. Okkar maður var heppinn að fá
að kynnast sannleikanum og frelsast
og veit núna að flóra Íslands er ekki
það sem vex á Íslandi, heldur það
sem innvígðir telja íslenskt.
Það breytir engu hvort einhverj-
um, jafnvel mörgum, sé illa við lúp-
ínuna en þó blasir blindum við að hún
er fyrir löngu orðinn hluti af flóru Ís-
lands og tímabært að viðurkenna
það.
Eftir Gunnar
Einarsson
Gunnar Einarsson
» Þær plöntur
sem vaxa á
Íslandi tilheyra
flóru Íslands.
Það á ekki síður
við um lúpínuna
en aðrar
plöntur.
Höfundur er bóndi á Daðastöðum í N-
Þingeyjarsýslu.
Lúpínan er íslensk
Á undanförnum ár-
um hefur skipulag rík-
isstofnana, sem hafa
umsýslu með nátt-
úruvernd og umhverf-
ismálum, verið í
brennidepli hvarvetna
enda afar mikilvægt
málefni. Ísland er eng-
in undantekning frá
þeirri meginreglu. Það
er því mikil yfirsjón að
áætlanir stjórnvalda
um að sameina málefnasvið Land-
græðslu ríkisins og málefni nátt-
úruverndar hjá Umhverfisstofnun
hafi ekki náð fram að ganga vegna
þess að fulltrúi Umhverfisstofnunar í
undirbúningsnefndinni skilaði sér-
áliti.
Af hverju að sameina þessar stofn-
anir og verkefni? Ástæðan er einföld.
Það eru engin rök fyrir því að ein
stofnun sé ábyrg fyrir framkvæmd
umhverfislöggjafar og heilbrigðiseft-
irlits – sem er afskaplega mikilvæg
lagaleg ábyrgð – ásamt því að sinna
náttúruvernd og endurheimta vist-
gerðir og náttúrugæði sem þarfnast
mikilvægrar og faglegrar ráðgjafar.
Þessir þættir eru yfirleitt ekki til
staðar í sömu stofnunum í öðrum
löndum, eins og í Kanada, Stóra-
Bretlandi og Bandaríkjunum. Þess
vegna er rökrétt að halda þeim að-
skildum.
Á Íslandi eru nokkrar ríkisstofn-
anir sem bera ábyrgð á því að end-
urheimta vistkerfi sem skaðast hafa
vegna aðgerða mannsins og nátt-
úruhamfara. Landgræðsla ríkisins á
sér hundrað ára sögu í stöðvun hrað-
fara jarðvegsrofs og endurheimtar
landgæða, sem glatast hafa vegna
sandfoks, flóða og mistaka í landnýt-
ingu. Vinnur einnig að rannsóknum
og grasrótarverkefnum með bænd-
um. Skógræktin með jafn gamla sögu
starfar aðallega við skógrækt, yf-
irleitt með erlendum trjátegundum
með það að markmiði að endurheimta
landgæði, en einnig til timburfram-
leiðslu og jarðvegsverndar. Hlutverk
Umhverfisstofnunar er að veita
stjórnvöldum ráðgjöf um verndun
einstakra staða og svæða ásamt því
að hafa ábyrgð á umsjón og rekstri
friðlýstra svæða. Náttúrufræðistofn-
un Íslands ber ábyrgð á rannsóknum
og vöktun á náttúru landsins, safnar
og greinir upplýsingar um stöðu um-
hverfisins, varðveitir náttúrugripi og
veitir stjórnvöldum og almenningi
ráðgjöf. Það er því augljóst þegar
stofnanauppbygging á sviði umhverf-
ismála er skoðuð að þá kemur í ljós
bæði skörun og tvíverknaður á mála-
sviðinu. Þar af leiðandi er um sóun
mannauðs og fjármagns ræða við að
veita stuðningsþjónustu og einnig er
nálgun stofnananna að viðfangsefn-
inu ólík, sem hefur oft á tíðum í för
með sér mótsagnarkenndar ráðlegg-
ingar til ríkisstjórnarinnar um for-
gang, aðgerðir og fjármagn er varða
verndun og endurheimt auðlinda.
Augljóst má vera að mörg skyn-
semisrök hníga að því að stofna nýja
stofnun – Auðlindastofnun; Natural
Resources Agency of Iceland. Í
fyrsta lagi var umboð og verkefni um-
hverfisráðuneytisins aukið fyrir
nokkrum árum af ríkisstjórninni
þannig að það nær einnig til auðlinda
landsins: Ráðuneyti umhverfis- og
auðlindamála, og því ætti það að vera
rökrétt að setja á laggirnar stofnun
sem getur ráðlagt og framkvæmt
ákvarðanir ráðuneytisins. Í öðru lagi,
þar sem ráðuneytið hefur ekki ennþá
sett fram alhliða stefnumörkun um
auðlindavernd og nýtingu, væri ný
stofnun með yfirgripsmikla ábyrgð
tilvalin til að hafa frumkvæði við þró-
un málaflokksins með það að mark-
miði að leysa langvarandi baráttu í
öflun fjármagns til verndar náttúru
landsins. Í þriðja lagi er ljóst að hjá
fámennri þjóð munu færri stofnanir
draga úr mótsögnum í ráðgjöf og ná
frekar að framfylgja ákvörðunum
stjórnvalda. Í fjórða lagi mun samein-
ing auka skilvirkni og
einnig draga úr kostn-
aði. Í fimmta lagi munu
samskipti margra ólíkra
sérfræðinga innan sömu
stofnunar, sem hafa að-
gang að allri þeirri
þekkingu sem þarf fyrir
umfangsmikið hlutverk,
hafa í för með sér skil-
virkari ríkisstofnun. Í
sjötta lagi mun stofn-
unin geta starfað á sam-
hæfðan og samstilltan
hátt á öllu landinu þar
sem hún veitir ráðgjöf og grípur til
brýnna aðgerða til að koma í veg fyrir
frekari náttúruspjöll.
Auðlindastofnunin yrði einfaldlega
ráðgjafi á landsvísu og framkvæmd-
araðili. Einkum myndi stofnunin
veita ráð á sviði stefnumörkunar um
nýtingu auðlinda, um endurheimt
vistkerfa og virkni þeirra, um þjón-
ustu umhverfisins sem samfélagið
þarf á að halda nú og í framtíðinni og
hún myndi þróa nýja nálgun til að
meta auðlindir, sem kæmi í staðinn
fyrir núverandi þrönga nálgun og
misvísandi mælikvarða á auðlegð sem
byggist á vergri þjóðarframleiðslu.
Stofnunin myndi einnig hafa virku
hlutverki að gegna í samskiptum við
grasrótina. Stofnunin bæri ábyrgð á
vernd og rekstri friðlýstra svæða skv.
alþjóðlegum reglum, einkum þar sem
svæðin eru aðalaðdráttarafl ferða-
manna til landsins. Stofnunin myndi
gegna forystu í endurreisn illa far-
inna svæða og styrkja svæðin til að
draga úr neikvæðum áhrifum nátt-
úruafla og aukinni umferð gesta.
Stofnunin myndi einnig leitast við að
bæta framleiðni landsins, bæta og
styrkja vistkerfi og starfsemi þeirra.
Ég vona því að umhverfis- og auð-
lindaráðuneytið muni í fullri alvöru
koma á laggirnar Auðlindastofnun,
sem myndi sameina fjórar áður-
nefndar stofnanir. Sameining stofn-
ananna er heilbrigð skynsemi, góð
stjórnsýsla og yrði til velfarnaðar fyr-
ir íslenska þjóð núna og í framtíðinni.
Auðlindastofnun –
ný nálgun
Eftir Roger Crofts
Roger Crofts
» Það er mjög miður
að stjórnvöldum
tókst ekki að sameina
málefnasvið Land-
græðslunnar og málefni
náttúruverndar hjá Um-
hverfisstofnun.
Höfundur er ráðgjafi á sviði nátt-
úruverndar og hefur starfað víða um
heim.