Morgunblaðið - 03.09.2016, Page 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
Kaupmáttur ráðstöf-
unartekna heimila
jókst mikið á síðasta ári
m.a. vegna hækkunar
launa. Regluleg laun
landsmanna voru að
jafnaði 7,2% hærri á
árinu 2015 en 2014.
Meðaltal kaupmátt-
araukningar nam um
5,5%. Í Hagsjá Hag-
fræðideildar Lands-
bankans hinn 8. júní
2015 kom fram að reikna mætti með
hækkun launavísitölunnar um 10,1%
milli áranna 2015 og 2016 – og kaup-
máttar um allt að 8,1%. Kaupmáttur
launa á Íslandi er því meiri nú en
nokkurn tíma áður.
„Skjaldborgin“ og kjör aldraðra
Um áramótin 2008 og 2009, í
miðjum stormi fjármálahrunsins á
Íslandi, nam verðbólgan 20%. Kjör
aldraðra hefði átt að bæta sem því
nam. Ömurleg síðasta vinstri ríkis-
stjórn Íslands, þ.e. ríkisstjórn Stein-
gríms og Jóhönnu, ákvað að aðeins
fjórðungur lífeyrisþega fengi hækk-
un í samræmi við þróun verðlags.
Aðrir voru látnir sitja eftir og nutu
einungis um 9,6% hækkunar lífeyris
á meðan verðlag rauk upp.
Vinstrimenn ákváðu að taka rétt-
indi af þeim sem síst skyldi. En hver
kannast svo sem ekki við slíkt af
hálfu þeirrar ríkis-
stjórnar? Hún hirti líka
húsnæði af ungu fólki
og fyrirtækjum. Skjald-
borgin sem stjórnin
kenndi sig við varð að
alræmdu háðsyrði.
Eldri borgarar eiga
fulla virðingu skilið.
Ekki er nóg það sem
gert hefur verið til að
rétta hlut þeirra. Af-
létta verður án tafar
skerðingum sem eftir
standa.
Launahækkanir
og kjör aldraðra
Sjálfstæðisflokkurinn á að nýta
þann umtalsverða árangur sem náðst
hefur við að styrkja fjárhag ríkisins
til að ganga nú í það að koma þessum
leiðréttingum á. Og gera þetta sóma-
samlega. Tryggja að aldraðir fái fulla
leiðréttingu og njóti síðustu æviár-
anna með sæmd – án þvílíkrar skerð-
ingar lífsgæða eins og raun ber nú
vitni. Hví að bíða?
Við sjálfstæðismenn eigum ekki að
láta það um okkur spyrjast að við
gleymum okkur hvað aldraða varðar.
Þannig hefur það ekki verið í gegn-
um tíðina. Við eigum áfram að halda í
heiðri hið gamla og góða kjörorð
flokks okkar: Stétt með stétt.
Eftir talsverða yfirlegu yfir talna-
flóði má sjá að þörfin er umtalsverð á
ári hverju svo leiðrétta megi kjör
þeirra verst settu. Þeirra sem urðu
undir þegar vinstristjórn Steingríms
og Jóhönnu tók af skarið og skerti
lífsgæði eldri borgara. Einstaka
stjórnarliðar héldu því fram að þetta
næmi um 2,5 til 3 milljörðum en það
er blekking og fjarri lagi. Þörfin er
meiri en leysanleg.
Leiðrétting svo fólk hafi vel til
hnífs og skeiðar felst í þeim útreikn-
ingum sem ég legg hér fram, auk
þess að fólk geti haldið reisn á meðal
sinna samferðamanna, fjölskyldu og
vina.
Fjöldi aldraðra
Samkvæmt spá Hagstofu Íslands
um fjölda fólks yfir 65 ára árið 2020
má sjá á meðfylgjandi mynd að öldr-
uðum mun fjölga úr um 46 þúsund í
um 53 þúsund manns. Sé ætlunin að
hækka aldursmörk til töku lífeyris
upp í 70 ár fer sá hópur úr um 53 þús-
und manns niður í um 36 þúsund
manns umrætt ár.
Ljóst er að samhliða mikilli og
ánægjulegri fjölgun í hópi eldra fólks
á næstu árum, þ.e. íbúa frá 60 ára
aldri og upp úr, verða stjórnvöld að
gefa sig æ meira að málefnum þessa
mikilvæga hluta þjóðarinnar þ.á m.
má ekki með skerðingum letja þau
frá að drýgja tekjur sínar með vinnu
í samræmi við starfsorku sína. Sýna
verður fyrirhyggju í þessum efnum
öllum og leggja línurnar í tíma,
byggja upp traustar stoðir svo þessi
hópur geti notið daganna eins og
verðugt er og sofið rólegur án fjár-
hagsáhyggna fyrir morgundeginum.
Skattar og álögur á aldraða
Það vekur sérstaka undrun hve
fyrirferðarmiklar reglur ennþá gilda
um skerðingar á kjörum aldraðra,
jafnvel tvísköttun á fjölmarga frá
þeim tíma sem lífeyrir var skatt-
lagður áður en hann rann í lífeyris-
sjóð viðkomandi einstaklinga. Nú
þegar þetta kemur til baka er allt
skattlagt og skerðingar umtals-
verðar vilji fullfrískt fólk vinna sem
er komið yfir 65 ára aldurinn. Hvað
gerist ef á að hækka aldursmörk í
70?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt
staðið vörð um þennan hóp og á að
halda því áfram að vera framvörður
réttinda aldraðra hvar sem er, hve-
nær sem er. Það á að vera grunntónn
í öllu félagslegu viðhorfi til þeirra Ís-
lendinga sem hafa lagt mikið af
mörkum og byggt undir og byggt
upp okkar ágæta samfélag.
Fái ég framgang í prófkjöri sjálf-
stæðismanna (3.-4. sæti) og nái þar
þingsæti á lista flokksins í Suðvest-
urkjördæmi 10. september næst-
komandi mun ég leggja mig í fram-
króka við að koma til leiðar heildar-
endurskoðun á kjörum aldraðra. Ég
hef bakrunn, reynslu og þekkingu til
að ráðast í þetta verkefni. Það mun
ég gera í því augnamiði að leiðrétta
varanlega stöðu aldraðra, sem og ör-
yrkja. Auka ber kaupmátt verst
setta hóps þessa lands og koma í
gegnum Alþingi Íslendinga lagaum-
gjörð sem tryggir framtíðarskipan
þar sem aldraðir geta ávallt borið
höfuðið hátt – en ekki harm sinn í
hljóði.
Nýtum ávinning til að bæta
án tafar hag eldri borgara
og þeirra verst settu
Eftir Svein Óskar
Sigurðsson
»Eldri borgarar, sem
eiga fulla virðingu
skilið og bera höfuðið
hátt, fengu skerðingu
sem ekki hefur verið
leiðrétt að fullu.
Sveinn Óskar
Sigurðsson
Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri
XD í Suðvesturkjördæmi.
Spá um fjölgun aldraðra á Íslandi á milli áranna 2016 og 2020
Heimild: Hagstofa Íslands
Spá um heildarfjölda aldraðra á
Íslandi á árunum 2016, 2020 og
2040 (yfir 65 ára aldri):
4.500
4.000
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
65 ára 70 ára 75 ára 80 ára 85 ára 90 ára 95 ára 100 ára 105 ára 110 ára
2020
2016
Fjöldi í árgangi 2016 (vinstri ás) Fjöldi í árgangi 2020 (vinstri ás)
Ár Áætlaður fjöldi aldraðra
2016 46.000
2020 53.000
2040 76.000
Mikið fjaðrafok
varð í samfélaginu
fyrir skömmu þegar
vitnaðist að ókunnug-
ir menn væru komnir
til Íslands með fulla
vasa fjár og vildu
reisa sjúkrahús og
hótel þar sem starfað
gætu um 1.000
manns, eitthvað með
þátttöku reyndra ís-
lenskra fjárfesta. Allt var klappað
og klárt, staðsetning og samn-
ingar um verk sem nemur um 40
milljörðum lá fyrir á einni viku og
ímyndarsmiðir unnu sína vinnu
með kurt og pí. Málið þróaðist í
umræðunni í nokkra daga og það
fóru að renna á ýmsa tvær grím-
ur. Hverjir voru þessir aðilar?
Hvaðan koma sjúklingar? Hvert
ætlar þessi risastofnun að sækja
sér fagfólk? Ég tel að á einmitt
því atriði hafi mjög brotið hvað
varðar almenningsálitið. Þetta
minnti okkur nefnilega óþyrmilega
á hvernig búið er að starfsfólki í
heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að
öllum líkindum ættum við ekki roð
í harðsnúinn samkeppnisaðila á
þessu sviði hér á heimavelli eins
og aðstæður eru í dag. Stað-
reyndin er auðvitað sú eins og all-
ir vita að við búum þegar við tak-
markaðan fjölda sérmenntaðra
heilbrigðisstarfsmanna í heilbrigð-
isþjónustunni. Mín reynsla er sú
að almennt sé um mjög hæft fólk
að ræða sem á greiðan aðgang að
spennandi og góðum störfum í
heilbrigðisþjónustu víða um heim
og það hefur eðlilega freistað
margra. Þau risaplön sem nú virð-
ast runnin út í sandinn um sinn
eiga ekki að vera til nokkurs ann-
ars en að vera tímabær áminning
um það að við þurfum
að hlúa betur að
starfsfólki í heilbrigð-
isþjónustu á Íslandi.
Það er liðin tíð að
menntað heilbrigð-
isstarfsfólk líti á það
sem sjálfgefið hlut-
skipti að starfa í ís-
lensku heilbrigðiskerfi
um aldur og ævi. Við
erum í samkeppni um
hæfasta fólkið á
heimsvísu. Í um-
ræðunni ber launa-
málin gjarnan hæst og þau eru
sérstakt umhugsunarefni, bæði al-
mennt gagnvart heilbrigðisstarfs-
fólki og svo hins vegar innbyrðis
milli einstakra starfsstétta. Þar
ríkir talsvert misrétti, bæði með
tilliti til menntunar og ábyrgðar.
En það eru fleiri atriði sem við
þurfum að færa til betri vegar
hvað varðar starfsumhverfi heil-
brigðisstétta. Vinnuaðstæður og
búnaður er víða algjörlega ófull-
nægjandi með hliðsjón af ná-
grannalöndum okkar. Þetta atriði
hefur verið til umræðu hér á landi
um langa hríð, einkum snúist um
Landspítala en víðast úti á landi
hafa stofnanir verið algjörlega
vanræktar sem valdið hefur rösk-
un og erfiðum rekstri. Það eru
auknar kröfur um endur- og sí-
menntun sem við þurfum líka að
svara, námsleyfi og svigrúm til að
kynna sér framfarir og þróun í
hverri sérgrein. Heilbrigðisþjón-
usta er síhvikult og lifandi svið og
það er mikið í húfi. Sérstakt
áhugaefni mitt er auðvitað starfs-
umhverfi þeirra sem búa og starfa
á landsbyggðinni. Starfseiningar
eru gjarnan litlar og mikil ábyrgð
hvílir á fáum herðum. Þar eru mál
oft leyst með aðdáunarverðum
hætti við mjög þröngan kost.
Staðreyndin er nefnilega sú að á
góðæristímabili núverandi rík-
isstjórnar hefur enn fjarað undan
heilbrigðisþjónustu á landsbyggð-
inni. Það vantar nokkur hundruð
milljónir inn í rekstur heilbrigð-
isstofnana og ákall, beiðnir og
greinargerðir til stjórnvalda frá
öllum þessum stofnunum hafa
engu breytt. Yfirlýsingar stjórn-
valda um annað breyta þar engu.
Til hvers hefur þetta leitt? Svarið
er einfalt, fagfólk er færra, álagið
hefur aukist, þjónusta hefur dreg-
ist saman, vanskil aukist og eru
víða komin á alvarlegt stig. Þetta
er óviðunandi fyrir íbúa á lands-
byggðinni sem þó hafa sýnt mikið
langlundargeð, þeir eru þó stöðugt
uggandi. Heilbrigðisþjónusta er
ein af meginstoðunum í hverju
samfélagi og óbreytt ástand ýtir
undir búferlaflutninga. Hugurinn
hvarflar að hinu margtuggða hug-
taki landsbyggðarstefna stjórn-
valda. Eiga íbúar virkilega að
sætta sig við þessa birting-
armynd? Krafan er vitanlega sú
að þeirri þróun sem við höfum
upplifað síðustu ár verði snúið við
á raunverulegan hátt, að því munu
jafnaðarmenn vinna. Það er enn
hægt en við höfum takmarkaðan
tíma.
Gerum betur í
heilbrigðismálum
Eftir Guðjón S.
Brjánsson
Guðjón S. Brjánsson
» Það er liðin tíð að
menntað heilbrigðis-
starfsfólk líti á það sem
sjáfgefið hlutskipti að
starfa í íslensku heil-
brigðiskerfi um aldur og
ævi.
Höfundur er forstjóri Heilbrigðis-
stofnunar Vesturlands og frambjóð-
andi í forvali Samfylkingarinnar í NV
kjördæmi.
Nýlega var frétt í
blöðunum þess efnis
að til stæði hjá stóru
matvælafyrirtæki að
hefja slátrun í sept-
ember á um þrjátíu
þúsund lömbum og að
selja stóran hluta af-
urðanna til Bandaríkj-
anna. Mér rann það til
rifja. Hérna áður fyrr
var þetta svo eðlilegt,
þegar fátækt og matarskortur voru
landlæg og neysla á kjöti var lífs-
spursmál. Nú er öldin önnur og við
þurfum ekki lengur að borða kjöt til
að draga fram lífið. Það er því allt
önnur tilfinning að lesa um slátrun
tugþúsunda lamba í dag, ekki síst
vegna þess að gróðasjónarmið ráða
nú meira för.
Þegar ég var ung kona varð ég
fyrir þeirri sterku lífsreynslu að
koma í sláturhús í sláturtíð. Mér
brá að sjá að allt var blóði drifið.
Mér varð svo mikið um þetta að
upp frá því hætti ég að borða kjöt.
Á mínu heimili hélt ég áfram að
elda kjöt og fisk og sagði að þetta
væri mitt val en að börnin mín
hefðu sitt eigið val þegar þau væru
orðin eldri.
Í þessu sambandi vil ég rifja upp
það sem sumir mannvinir mann-
kynssögunnar höfðu að segja um
þessi mál, en margir þeirra voru
bæði dýravinir og grænmetisætur.
Frans frá Assisi (1182-1226) lagði
ríka áherslu á að koma fram við
dýrin af nærgætni og miskunnsemi.
Leonardo da Vinci (1452-1519), einn
mesti listamaður, hugsuður og vís-
indamaður síns tíma, var grænmet-
isæta og vildi „hvorki borða neitt
sem innihélt blóð né að nokkur lif-
andi vera væri sköðuð“. Mahatma
Gandhi (1869-1948), leiðtogi Ind-
verja, sem einnig var
grænmetisæta, sagði
að „hægt væri að meta
mikilfengleika þjóða og
siðferðilega framför
þeirra eftir því hvernig
komið væri fram við
dýrin“. Heimspeking-
urinn og grænmetis-
ætan Prabhat Ranjan
Sarkar (1921-1990)
kallaði þá lífsheimspeki
Nýmannúð (Neo Hum-
anism) að sýna ekki
bara fólki kærleika heldur einnig
skyni gæddum dýrum. Hann sagði
þau hafa sinn tilverurétt, rétt eins
og við, og áleit það andlega gæfu að
geta hagað lífi sínu á þann hátt að
það valdi hvorki mönnum né dýrum
þjáningu.
Kjarni málsins er að í dag höfum
við raunhæft val og margt annað en
kjöt er í boði. Þá benda ýmsar
rannsóknir til að það sé heilsu-
samlegra fyrir okkur og betra fyrir
umhverfið að draga úr kjötáti og
borða frekar fisk og grænmeti. Það
gleður mig að unga fólkið er í aukn-
um mæli að gera það. Bændur geta
áfram framleitt mjólk og ull án þess
að skaða dýrin, ásamt því að rækta
grænmeti, korn og skóg og vera
með bændagistingu.
Við eigum valkost um að taka
upp lífsstíl sem er betri fyrir okkur
og dýrin. Með því hættum við að
valda þeim óþarfa þjáningu og
stytta líf þeirra allt til þess eins að
borða kjöt.
Umhugsun um
dýrin í sláturtíðinni
Eftir Herdísi
Tryggvadóttur
Herdís Tryggvadóttir
»Kjarni málsins er að
í dag höfum við
raunhæft val og margt
annað en kjöt er í boði.
Höfundur er ellilífeyrisþegi.