Morgunblaðið - 03.09.2016, Qupperneq 34
34 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
Við Áslaug vor-
um bekkjarsystur í
barnaskóla og sát-
um saman. Okkur
fannst við eiga samnefnara, nöfn-
in okkar svo lík og hétum báðar
Guðrún að millinafni. Við urðum
strax góðar vinkonur. Áslaug bjó
á Laufásveginum og ég á
Amtmannsstígnum, svo það var
stutt á milli okkar. Við lékum
okkur saman og fórum heim hvor
til annarrar og stundum var
fengið að gista. Það var spenn-
andi því á efri hæðinni bjó móð-
uramma Áslaugar, frú Guðrún
Indriðadóttir, þekkt leikkona.
Hún var einstaklega ljúf og
elskuleg og sagði okkur sögur.
Hún var góður þýðandi og einn
veturinn þegar bekkurinn okkar
ætlaði að setja á svið jólaleikrit
þýddi hún í snarhasti lítinn ástar-
sveitarómans, sem við vinkon-
urnar lékum í. Ég lék ástföngnu
sveitastúlkuna og Guðrún Agn-
arsdóttir lék unga bóndasoninn,
sem var að biðja föður minn um
hönd mína. Og ekki veit ég hvers
vegna einhver af bekkjarbræðr-
unum varð ekki fyrir valinu. En
frú Guðrún kom á æfingu og gaf
álit og allt fór vel.
Einn veturinn áttum við Mata-
dorspil saman og þá var komið
með það í skólann og skipst á að
fara heim til hvor annarrar að
spila að skóladegi loknum. Svona
var dægrastyttingin m.a. á þeim
árum.
Þetta voru góð ár og margs að
minnast. E-bekkurinn var
skemmtilega fjölbreyttur og
samheldinn og við bekkjarsystk-
inin álitum hann besta bekkinn.
Sá kennari sem mótaði okkur
hvað mest var auðvitað hún frök-
en Þuríður Jóhannsdóttir,
prestsdóttir og mikil dama. Iðu-
lega klædd í prjónadragt með
blúnduvasaklút í erminni. Við
vorum oft fyrirferðarmikil og há-
vær og töluðum mikið en fröken
Þuríður hafði yfirleitt lag á að
brosa og sýna milda festu. Við
vorum báðar skátar og fórum í
útilegur innanlands sem utan.
Fórum m.a. siglandi á skátamót
til Danmerkur sem var mikil
upplifun og var lengi minnst.
Leiðir okkar skildi um sinn eftir
Miðbæjarskólann en við hittumst
aftur í Verslunarskólanum, en
vorum þá hvor í sínum árgangi.
Áslaug hafði þá kynnst ástinni í
lífi sínu, honum Jóni Hákoni.
Seinna fluttumst við báðar utan
til náms og dvalar og tímarnir
breyttust.
Við vissum af hvor annarri þó
að ekki væru oft aðstæður til að
hittast, en Áslaug var alltaf jafn-
elskuleg og ljúf í viðmóti. Við,
nokkrar af bekkjarsystrunum úr
Áslaug Guðrún
Harðardóttir
✝ Áslaug GuðrúnHarðardóttir
fæddist 1. nóv-
ember 1941. Hún
lést 18. ágúst 2016.
Útför Áslaugar
fór fram 26. ágúst
2016.
E-bekknum, höfum
stundum hist gegn-
um árin þegar ein
sem býr erlendis
hefur komið í heim-
sókn og Áslaug var
með svo lengi sem
hún gat því við kom-
ið. Það er margs að
minnast, en það sem
kemur fyrst upp í
huga mér þegar ég
hugsa til Áslaugar,
er dillandi hláturinn og kátínan
og brosið í augunum. Það var
gott að vera í návist hennar. Hún
var falleg og glæsileg og laðaði að
sér fólk.
Ég hugsa til hennar með hlýju
og þakklæti og vil um leið votta
ástvinum hennar og ættingjum
og þá sérstaklega Áslaugu Svövu,
Hauki og Herði Hákoni og Herði
bróður hennar, innilegustu sam-
úð. Blessuð sé minning Áslaugar
Guðrúnar Harðardóttur.
Ágústa Guðrún Sigfúsdóttir.
Að missa eitthvað er skelfileg
tilfinning. Ég missti Áslaugu sem
var mér eins og móðir. Áslaugu,
sem var mamma æskuvinar míns,
kynntist ég þegar ég var barn í
leikskóla og hef þekkt hana eftir
það.
Mér þótti alltaf gaman að
koma í heimsókn á Látraströnd 6
þar sem móttökurnar voru einu
orði sagt stórfenglegar og ávallt
fékk maður svo mikinn stuðning,
hlýju og gestrisni. Áslaug hafði
alla þessa kosti og fannst mér
ávallt gaman að tala við hana um
alls kyns hluti. Áslaug var með
mikla reynslu og sagði mér ýmis-
legt sem hún hafði áorkað í lífinu.
Hún hafði alltaf þann eiginleika
sem byggðist á mikilli einlægni
og var til í að deila hlutum sem
reyndist manni mikill fengur.
Það sem hún hafði var eitthvað
ómótstæðilegt og manni líður
eins og hún sé enn í mínu hjarta
að vernda mann frá illu og
styrkja mann til þess að gera
mann að betri manni.
Einstaklega gott viðmót sem
ég fékk og það er eitthvað sem ég
tel mikilvægt, að eiga góða að. Ég
var heppinn og lít ég á það sem
náðargjöf að kynnast svona ynd-
islegri og góðri konu. Þín verður
sárt saknað og engin mun koma í
þinn stað.
En það sem ég hef fengið frá
þér mun ég líka gera eins vel og
ég get til að miðla þinni reynslu
sem þú gafst mér, til annarra.
Elsku Höddi og Áslaug, ég
samhryggist ykkur og mun góð-
ur Guð hjálpa ykkur til þess að
yfirstíga þessa þungu raun sem
þið eruð að ganga í gegnum.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Guðmundur Árni Sigurðsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Minningargreinar
ÁRBÆJARKIRKJA | Sunnudaga-
skóli kl. 11. Barnastarf kirkjunnar
hefst með því að allir koma saman í
fyrstu sunnudagaskólasamveru vetr-
arins. Ingunn Björk Jónsdóttir djákni
og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir
leiða stundina. Benjamín Gísli Ein-
arsson leikur á píanó.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sig-
urður Jónsson sóknarprestur prédikar
og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskól-
inn hefur göngu sína í umsjá guð-
fræðinemanna Benjamíns Hrafns
Böðvarssonar og Sigfúsar Jón-
assonar. Kammerkór Áskirkju syngur,
organisti er Magnús Ragnarsson. Að
messu lokinni selur Safnaðarfélag
Ásprestakalls súpu, brauð og mola-
sopa í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar,
á kr. 700.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu
Skjóli kl. 13 í umsjá séra Sigurðar
Jónssonar og Magnúsar Ragn-
arssonar organista.
BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11, upphaf barna-
starfs. Guðsþjónusta kl. 17, upphaf
fermingarstarfs. Fundur í kirkjunni eft-
ir athöfn. Lærisveinar HANS leiða
sönginn í báðum athöfnum, Margrét
djákni og sr. Hans Guðberg þjóna fyrir
altari.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11. Vænst er þátttöku ferming-
arbarna. Prestur er sr. Þórhallur
Heimisson. Organisti er Örn Magn-
ússon. Fermingarbörn aðstoða ásamt
messuhópi. Kór kirkjunnar leiðir
söng. Fundur verður með foreldrum
fermingarbarna um vetrarstarfið eftir
messuna.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama
tíma, kl. 11, í safnaðaraheimilinu.
BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Kór Bústaðakirkju leiðir söng-
inn undir stjórn kantors Jónasar Þór-
is. Messuþjónar aðstoða. Heitt á
könnunni eftir messu. Prestur er sr.
Pálmi Matthíasson.
DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11 á vegum sunnudagaskólans.
Upphaf safnaðarstarfs. Prestar sr.
Gunnar Sigurjónsson og sr. Magnús
Björn Björnsson auk Eline Rabbevaag
æskulýðsfulltrúa, Söru Lindar Arn-
finnsdóttur og Hugrúnar Helgadóttur.
Súpa í safnaðarsal að guðsþjónust-
unni lokinni. Fermingarfræðsla kl.
12.30.
DÓMKIRKJAN | Sunnudaginn nk.
mun fermingarstarf Dómkirkjunnar
hefjast með messu kl. 11, dóm-
kirkjuprestarnir þjóna. Minni á bíla-
stæðin gegnt Þórshamri. Fundur með
fermingarbörnum og forráðamönnum
þeirra að lokinni messu. Á þeim fundi
verður farið yfir tilhögun fræðslunnar
og starf vetrarins.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Guðsþjón-
usta 4. september kl. 11. Væntanleg
fermingarbörn vorsins 2017 í Egils-
staðaprestakalli eru boðin sér-
staklega velkomin til kirkju ásamt
forráðamönnum og kynningar- og
skráningarfundur vegna ferming-
arstarfanna verður að athöfn lokinni.
Prestar Egilsstaðaprestakalls þjóna,
organisti er Torvald Gjerde. Meðhjálp-
ari er Ásta Sigfúsdóttir.
FELLA- og Hólakirkja | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskól-
inn fer aftur af stað eftir sumarfrí.
Pétur og félagar mæta hressir og kát-
ir og hlakka til að hitta alla. Sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson þjónar. Heitt
kaffi á könnunni eftir stundina og
djús fyrir krakkana.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Hljómsveit kirkj-
unnar leiðir sönginn.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðs-
þjónusta 4. september kl. 14. Séra
Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir
stundina. Sönghópurinn við Tjörnina
leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunn-
arssyni, organista. Fermingarbörn og
fjölskyldur þeirra eru hvött til að
mæta.
GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 20. Sr.
Guðmundur Guðmundsson þjónar.
Félagar úr kór Glerárkirkju leiða söng
undir stjórn Valmars Väljaots.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Fermingarbörnum úr
Vættaskóla, Rimaskóla og Keldu-
skóla er boðið sérstaklega ásamt fjöl-
skyldum sínum.
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir alt-
ari ásamt sr. Örnu Ýri Sigurðardóttur
og messuþjónum. Vox populi syngur
og organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Eftir messu verður stuttur fundur um
fermingarstarfið í vetur og síðan Pál-
ínuboð. Sunnudagaskóli kl. 11. Um-
sjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir
guðfræðinemi. Undirleikari er Stefán
Birkisson.
GRAFARVOGUR – kirkjuselið í
spöng | Fyrsta Selmessa haustsins
kl. 13. Séra Sigurður Grétar Helgason
prédikar og þjónar ásamt messuþjón-
um. Vox populi syngur og Hilmar Örn
Agnarsson er organisti. Kaffisopi eftir
messu. Sunnudagaskóli á sama
tíma. Umsjón hefur Matthías Guð-
mundsson, æskulýðsleiðtogi Graf-
arvogskirkju. Undirleikari er Stefán
Birkisson. Loksins byrjum við aftur í
kirkjuselinu með barnastarfið og eru
öll börn, bæði lítil og stór, velkomin.
Sama skemmtilega sunnudaga-
skólaefni verður í boði hér og í kirkj-
unni.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður
kl. 10 og bænastund kl. 10.15.
Barnastarf kl. 11. Umsjón í vetur hafa
Silvía, Ásta Lóa og Hilmar. Öll börn
velkomin. Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Samskot til ABC-
barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Fé-
lagar í kirkjukór Grensáskirkju syngja.
Organisti er Ásta Haraldsdóttir. Prest-
ur er sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi
eftir messu.
GRUND dvalar- og hjúkr-
unarheimili | Guðsþjónusta í hátíða-
sal Grundar klukkan 14. Séra Auður
Inga Einarsdóttir heimilisprestur þjón-
ar. Grundarkórinn leiðir söng undir
stjórn Kristínar Waage organista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Fjölskyldumessa kl. 11. Prestar sr.
Karl V. Matthíasson og sr. Skírnir
Garðarsson. Tónlistarflutningur í
umsjá Ásbjargar Jónsdóttur barnakór-
stjóra, hún mun kynna barnakóra-
starfið í messunni. Hvetjum ferming-
arbörn og foreldra þeirra til að mæta í
messuna, það verður kynning á ferm-
ingarstarfinu eftir messuna. Það verð-
ur boðið upp á kaffi og með því.
Kirkjuvörður er Lovísa Guðmunds-
dóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa
og sunnudagskóli kl. 11. Prestur sr
Þórhildur Ólafs. Barbörukórinn syng-
ur. Organisti og kórstjóri er Guð-
mundur Sigurðsson. Messunni er út-
varpað. Sunnudagskólinn hefst kl. 11
í safnaðarheimilinu. Erla Björg og
Hjördís Rós taka vel á móti ykkur.
Kaffisopi í Ljósbroti eftir stundirnar.
Sjá nánar á hafnarfjardarkirkja.is
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni
Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari ásamt hópi messuþjóna. Félagar
úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.
Organisti er Hörður Áskelsson. Norski
kórinn Paulikor frá Ósló syngur undir
stjórn Pers Kristian Amundröd. Um-
sjón barnastarfs hefur Inga Harð-
ardóttir. Opnun sýningar Erlu S. Har-
aldsdóttur-Genesis að lokinni messu.
Upphaf fermingarstarfs, fundur með
fermingarbörnum og forráðamönnum
kl. 12.30.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur er sr. María Ágústsdóttir. Org-
anisti er Kári Allansson. Félagar í kór
Háteigskirkju syngja.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Prestar,
sunnudagaskólaleiðtogar og organisti
leiða saman hesta sína. Léttur máls-
verður og kaffisopi, sjá nánar á hjalla-
kirkja.is
HRUNAKIRKJA | Uppskerumessa
3. september kl. 11. Fjölskylduhátíð.
Leikir, grill og kaffi eftir messu.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sunnu-
dag kl. 20 verður samkoma með lof-
gjörð og fyrirbænum. Ólafur H. Knúts-
son prédikar. Kaffi og samfélag eftir
stundina.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Pink Floyd-
messa laugadagskvöldið 3. sept-
ember kl. 23, strax að lokinni flug-
eldasýningu á hátíðarsvæði Ljós-
anætur. Níu manna hljómsveit frá
Vestmannaeyjum flytur lög sem
hljómsveitin Pink Floyd gerði fræg.
KIRKJUBÆJARKIRKJA | Guðsþjón-
usta 4. sept. kl. 14. Prestur er Þor-
geir Arason, organisti er Jón Ólafur
Sigurðsson og Kór Kirkjubæjar- og
Sleðbrjótssóknar syngur. Meðhjálpari
er Gunnar Guttormsson. Kaffisala
Kvenfélags Hróarstungu verður í
Tungubúð að athöfn lokinni.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson, sókn-
arprestur, prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Kór Kópavogskirkju syngur undir
stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj-
unnar.
LANGHOLTSKIRKJA | Barnastarf
hefst formlega kl. 11 í fyrstu fjöl-
skyldumessu vetrarins. Þau börn
sem ætla að taka þátt í kóra- og
barnastarfi í haust eru boðin hjart-
anlega velkomin ásamt fjölskyldum
sínum auk annarra barna. Jóhanna
Gísladóttir æskulýðsprestur og
Snævar Jón Andrjesson æskulýðs-
fulltrúi leiða stundina ásamt Bryndísi
Baldvinsdóttur kórstjóra. Messuþjón-
ar aðstoða við helgihaldið. Kaffi, djús
og epli í safnaðarheimili eftir stund-
ina.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir
þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafells-
sóknar leiðir safnaðarsöng undir
stjórn Kjartans Jósefssonar Ogni-
bene.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Kór
Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars
Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl
Brynjarsson þjónar.
NESKIRKJA | Messa og sunndaga-
skóli kl. 11, sr. Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir verður sett í embætti af
sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur pró-
fasti. Í sunnudagaskólanum verður
boðið upp á nýtt og spennandi efni
sem þær Stefanía Steinsdóttir, Guð-
rún Þorgrímsdóttir og Katrín Helga
Ágústsdóttir sjá um ásamt Ara Agn-
arssyni sem spilar undir söng. Í
messunni þjóna þau sr. Steinunn Arn-
þrúður og sr. Skúli S. Ólafsson. Kór
Neskirkju syngur undir stjórn Stein-
gríms Þórhallssonar organista.
Pönnukökukaffi og samfélag á Torg-
inu.
SALT kristið samfélag | Samkoma
kl. 14 í Kristniboðssalnum, Háaleit-
isbraut 58-50. 3. hæð. Ræðumaður
er sr. Kjartan Jónsson. Túlkað á
ensku. Barnastarf.
ATH. Breyttan samkomutíma.
SELFOSSKIRKJA | Messa sunnu-
dag kl. 11. Organisti er Edit A. Moln-
ár, Kirkjukórinn syngur, prestur er
Guðbjörg Arnardóttir. Súpa og brauð í
Safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Fyrsta barnaguðsþjónusta
vetrarins. Almenn guðsþjónusta kl.
14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson
prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Seljakirkju leiðir söng. Organisti er
Tómas Guðni Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson
þjónar. Sunnudagaskólinn hefst að
loknu sumarleyfi. Friðrik Vignir Stef-
ánsson er organisti. Félagar úr
Kammerkór Seltjarnarneskirkju
syngja. Kaffiveitingar og samfélag eft-
ir athöfn.
SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Á
sunnudag er guðsþjónusta kl. 20.
Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur og leið-
ir almennan safnaðarsöng. Organisti
er Tryggvi Hermannsson. Prestur er
sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og með-
hjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskól-
inn hefur starf sitt með fullum krafti
kl. 11.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Guðsþjónusta 4. sept. kl. 11. Kór
Víðistaðasóknar syngur undir stjórn
Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur.
Prestur er sr. Bragi J. Ingibergsson.
Kaffi og djús á eftir.
ÞORLÁKSKIRKJA | Messa kl. 14,
sunnudag. Fermingarbörn og for-
eldrar þeirra sérstaklega hvött til að
mæta. Kór Þorlákskirkju. Organisti er
Miklos Dalmay.
ORÐ DAGSINS:
Enginn kann tveim-
ur herrum að þjóna
(Matt 6.)
Morgunblaðið/Ómar
Stykkishólmskirkja.
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 210 Garðabær
sími 842 0204 www.harpautfor.is