Morgunblaðið - 03.09.2016, Síða 42

Morgunblaðið - 03.09.2016, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Jóhanna Harðardóttir, leikskólakennari á Egilsstöðum, er 50ára í dag. Hún er Hafnfirðingur en fluttist til Egilsstaða árið1989. „Ég var nýútstkrifuð úr Fósturskólanum þegar við komum tvær saman hingað austur og ætluðum að vera eitt ár sem urðu tvö áður en vinkona mín fór, en ég ákvað að vera aðeins lengur. Þá kynntist ég manninum mínum og er hér enn.“ Eiginmaður Jóhönnu er af Héraði, heitir Stefán Sigurðsson og er athafnamaður. Börn þeirra eru Agnes, 15 ára, og Sigurður, 12 ára. Jóhanna vinnur í leikskólanum Hádegishöfða. „Ég vann fyrst á Tjarnarlandi en flutti mig yfir í Hádegishöfða fyrir þremur árum. Hádegishöfði er lítill 40 barna leikskóli í Fellabæ.“ Jóhanna ætlar að bjóða til sín gestum á afmælisdaginn. „Ég fer í sund hvern virkan dag þar sem ég syndi ásamt því að eiga hressi- lega stund með félögum mínum í morgunsundinu þar sem gert er grín og mikið hlegið. Það er góð byrjun á nýjum degi.“ Árið 2010 voru stofnaðar Oddfellowstúkur á Austurlandi með Regluheimili á Egilsstöðum. Jóhanna var ein af stofnendum Rebekkustúku nr. 15 Bjarkar. „Það er góð nýliðun í stúkunni og þar fer fram gróskumikið starf sem konur úr öllum fjórðungnum taka þátt í.“ Leikskólakennarinn Jóhanna kennir í Hádegishöfða sem er í Fellabæ. Flutti til Egilsstaða 1989 og er þar enn Jóhanna Harðardóttir er fimmtug í dag P álmi Stefánsson fæddist á Litlu-Hámundarstöðum í Árskógshreppi í Eyja- firði. Á bænum ólst Pálmi upp við öll almenn sveitastörf. Hann gekk í barnaskóla í Árskógi, tók þar fullnaðarpróf og gekk síðan í unglingadeild einn vet- ur. Pálmi stundaði bústörf á sumrin en ýmis störf á vetrum frá nítján ára aldri, s.s. fiskvinnslu, byggingar- vinnu og fleira, í Reykjavík, Keflavík og víðar. Var með plötuútgáfu Pálmi flutti til Akureyrar 1961, var þar eitt ár hjá Nóa bátasmið, starfaði í fjögur ár hjá Heildverslun Valgarðs Stefánssonar en stofnaði síðan Tóna- búðina 1966 og rak hana allt til ársins 2007 þegar Hljóðfærahúsið keypti Pálmi Stefánsson, fyrrverandi kaupmaður – 80 ára Á Kanaríeyjum Stórfjölskyldan samankomin á Tenerife árið 2009 en síðan hefur fjölgað í hópnum. Rak vinsæla hljóð- færaverslun í 41 ár Lifir og hrærist í tónlist Auk þess að hafa rekið hljóðfæraverslun og plötu- útgáfu spilaði Pálmi í danshljómsveitum og er enn virkur í tónlistarlífinu. Í dag eiga hjónin Ívar Þórarinsson og María Haukdal Jónsdóttir 50 ára gullbrúðkaupsafmæli. Þau hjónin eiga 6 börn, 21 barnabarn og 5 barna- barnabörn. Þau giftu sig á Eskifirði 3. september 1966 og búa nú í Hafnar- firði. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. mánudaginn 5. september, kl. 18 og þriðjudaginn 6. september, kl. 18 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 Ó lafurElíasson Forsýning á verkunum laugardag til þriðjudags Léttar veitingar frá kl. 17.30 100. listmunauppboð Gallerís Foldar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.