Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is Á HVERJUM DEGI STUÐLUM VIÐ MÖRG AÐ KYNFERÐISOFBELDI MEÐ ÞVÍ AÐ LÍTA Í HINA ÁTTINA. Í HVAÐA ÁTT HORFIRU? OPIÐ HÚS Pétur Sigurðsson, fasteigna- sali frá Flórída verður með opið hús og kynningu á því helsta sem um er að vera á fasteignamarkaðnum í Flórída í dag. Pétur verður á eftirtöldum stöðum á eftirtöldum tímum. Einnig verður mögulegt að fá einkaviðtöl við Pétur í vikunni. Til að bóka viðtal sendið beiðnina á petur@floridahus.is. The Viking Team, Realty www.Floridahus.is Petur@Floridahus.is Fasteignamiðstöðin Hlíðarsmára 17, Kópavogi Fimmtudaginn 15. september milli kl. 13:00 og 16:00 Hafnargötu 20, Reykjanesbæ Miðvikudaginn 14. september milli kl. 13:00 og 16:00 Kringlan 4-6 (stóra turni 9. hæð) Reykjavík Þriðjudaginn 13. september milli kl. 13:00 og 16:00 Garðatorgi 7, Garðabæ Mánudaginn 12. september milli kl. 13:00 og 16:00 Strandgötu 29, 2h. Akureyri Föstudaginn 16. september milli kl. 13:00 og 16:00 OPNUM AUGUOKKAR FYRIR MENNINGARLANDSLAGINU Morgunverðarfundur á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar og samtaka og fyrirtækja í landbúnaði Fundarstaður: Fundartími: Samspil atvinnuvega við þróun sveitamenningar og sjálfbærrar ferðaþjónustu „Hugtakið menningarlandslag er áberandi í norrænni og evrópskri umræðu þegar rætt er um þau spor sem maðurinn skilur eftir sig í landinu og í hugum þeirra sem um landið fara. Með því að lesa í menningarlandslagið er unnt að vísa veginn til framtíðar af trúmennsku við það sem er sígilt og sjálfbært.“ Sigurlaug Gissurardóttir Ragnheiður Elín Árnadóttir Svavar Halldórsson Helga Árnadóttir Hjalti Jóhannesson Katrina Rönningen Ávarp: Sauðfjárrækt og ferðaþjónusta Hjalti Jóhannesson, aðstoðarforstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri Ferðaþjónustubóndinn og sveitamenningin Sigurlaug Gissurardóttir, stjórnarformaður Félags ferðaþjónustubænda Sýn Norðmanna á þýðingu menningarlandslags Katrina Rönningen, rannsóknarprófessor við Háskólann í Þrándheimi Lokaorð: Fundarstjóri: Dagskrá Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Hvammur, Grand Hótel Reykjavík Föstudag 16. september nk. kl. 08:30 – 10:30 Erindi: Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Nei, ég veit ekki hvað veldur. Við bíðum eftir svörum frá þeim, hvaða skýringar þeir geta gefið á þessu. Það getur vel verið að þetta sé ein- hver vanskráning,“ segir Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir en áberandi lítil þátttaka var í HPV-bólusetn- ingu númer tvö á Suðurlandi og á Vestfjörðum, eða 63% og 68%. HPV-bólusetning er gegn legháls- krabbameini eða vörtuveiru sem veldur þannig tegund af krabba- meini. „Við erum búin að senda nafnalista á þau og það er í því ferli að athuga hvað veldur,“ segir Þór- ólfur. Lítil andstaða við bólusetningu Nýverið gaf sóttvarnalæknir út uppgjör bólusetninga á árinu 2015. Uppgjörið byggist á upplýsingum um bólusetningar sem skráðar hafa verið í miðlægan bólusetning- argrunn sóttvarnalæknis. Þátttaka í bólusetningu er reiknuð sem hlutfall bólusettra barna í tilteknum fæðing- arárgangi af heildarfjölda barna sama fæðingarárgangs samkvæmt Þjóðskrá. Samkvæmt tilkynningu frá sótt- varnalækni eru einungis börn sem búsett eru á Íslandi tekin með í út- reikninga og eru þau ýmist með ís- lenskt eða erlent ríkisfang. Í upp- gjörinu eru mismunandi fæðingarárgangar notaðir sem grundvöllur fyrir þátttökunni, allt eftir því um hvaða bólusetningu er að ræða. Uppgjörið inniheldur upplýsingar um þátttöku barna í almennum bólu- setningum á landinu öllu og einstaka landssvæðum, skipt eftir bóluefnum og aldri barnanna. Samkvæmt uppgjörinu var þátt- taka í bólusetningum hér á landi á árinu 2015 um og yfir 90% sem er svipuð þátttaka og á árinu 2014. Að mestu leyti er þátttakan ásættanleg, að mati sóttvarnalæknis, nema hjá 4 ára börnum, en á þeim aldri var þátttakan 87% á landinu öllu, heldur meiri en 2014. Þátttakan var nokkuð svipuð á mismunandi svæðum lands- ins þótt breytileiki hafi verið nokkur milli tegunda bólusetninga. Í tilkynningu frá embættinu segir: „Nafnalistar hafa verið sendir til heilsugæslunnar um þá einstaklinga sem voru óbólusettir eða vanbólu- settir samkvæmt bólusetningar- grunni. Þannig verður hægt að hafa uppi á þessum einstaklingum og bjóða þeim bólusetningu. Einnig verður hægt að lagfæra vanskrán- ingu í grunninum ef um slíkt var að ræða. Lítil andstaða hér á landi Sóttvarnalæknir hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin sín sam- kvæmt fyrirkomulagi barnabólu- setninga hér á landi. Vanti upp á bólusetningar eru foreldrar hvattir til að hafa samband við heilsugæsl- una á sínu svæði til að fá börn sín fullbólusett.“ En ef frá er talin þessi HPV- bólusetning, þá eru tölurnar góðar? „Hinar tölurnar eru skárri. Maður myndi samt vilja hafa tölurnar yfir 90%. Ef það fer undir það þá er mað- ur ekki nógu ánægður.“ Er ekki andstaðan við bólusetn- ingar frekar lítil á Íslandi miðað við önnur lönd? „Þetta hefur verið rann- sakað og er talið vera innan við 5% hér á landi. Það er ekki mikil and- staða. Hún er það lítil að það er ekki áhyggjuefni. Enda erum við að ná í þriggja mánaða bólusetningu, það er bólusetningu sem er gefin þriggja mánaða krökkum, 97% þátttöku sumstaðar, en yfir 90% allstaðar. Það stemmir við tölurnar um and- stöðuna. En það er slakari þátttaka í 12 mánaða bólusetningu. Það þarf að tryggja að bólusett sé tvisvar.“ En engar tölur sýna 100% þátt- töku? „Maður nær aldrei 100% þátt- töku í bólusetningu en við stefnum að því að vera í það minnsta með yfir 90% þátttöku,“ segir Þórólfur. Góð þátttaka í bólusetningu  En léleg þátttaka í HPV-bólusetningu og verið að rannsaka hvað veldur  Sóttvarnalæknir vill hafa yfir 90% þátttöku í bólusetningu á landinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Stunga Bólusetningar eru mikilvægar lýðheilsu landsmanna. Ekki er mikil andstaða við þær hér á landi en víða erlendis er fólk gagnrýnið á þær. Þórólfur Guðnason Ísland gerði jafntefli við Portúgal í opnum flokki á Ólympíuskákmótinu í Bakú í gær. Í næstu umferð mætir Íslandi liði Póllands. Kvennalið Ís- lands beið lægri hlut fyrir liði Svart- fjallalands með minnsta mun og mætir Sri Lanka í dag. „Það var mikið í húfi þegar Ís- land mætti Portúgal í opnum flokki. Okkar menn voru stiga- hærri á öllum borðum, þó ekki munaði miklu, og með sigri hefði liðið klifið hátt upp töfluna. Tækifærin voru til staðar en því miður dugði það ekki til þess að leggja Portúgal að velli. Viðureignin endaði með jafntefli 2-2,“ skrifaði Kjartan Maack, fararstjóri. Hann sagði að Guðmundur Kjart- ansson hefði verið hetja liðsins í gær og unnið góðan sigur. Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grét- arsson gerðu jafntefli. Jóhann Hjartarson tapaði sinni skák. Í kvennaflokki mætti Ísland liði Svartfjallalands. Lenka Ptacnikova fór fyrir liðinu sem fyrr. Hún lét tískubyrjun Ólympíumótsins 1.e3 ekki slá sig út af laginu og vann enn eina skákina gegn stigahærri and- stæðingi. Hallgerður Helga Þor- steinsdóttir hélt sömuleiðis áfram að tefla skínandi vel og gerði jafntefli gegn mun stigahærri andstæðingi. Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir töpuðu sín- um skákum. Viðureignin tapaðist því með minnsta mun, 1,5-2,5. Gerðu jafn- tefli við Portúgal Lenka Ptacnikova  Ólympíuskák- mótið í Baku Veðurstofan gaf í gær út viðvörun vegna mikillar úrkomu í nótt og í dag. Búist var við vatnavöxtum í ám og lækjum á Austfjörðum og einnig norðantil. Jafnframt mátti búast við snörp- um vindhviðum við fjöll suðaustantil á landinu seint í nótt og nú í morgun. Búast mátti við talsverðri úr- komu um landið austanvert seint í nótt, en mikilli úrkomu á Aust- fjörðum. Talsverð rigning norð- antil í dag. Því má búast við vatna- vöxtum í ám og lækjum. Mikilli úrkomu spáð í nótt og í dag Vatnsveður Spáð er mikilli úrkomu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.