Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stærsta til-raunNorður-- Kóreumanna með kjarnorkuvopn til þessa var að þeirra eigin sögn vel heppnuð. Sprengingin, sem framkvæmd var neðanjarðar, olli því að jarðskjálftamælar mældu 5,3 á Richter, og pólitísku jarð- skjálftarnir voru síst minni, þar sem leiðtogar allra helstu ríkja heims kepptust við að for- dæma sprenginguna og lofuðu hertum refsiaðgerðum gegn norður-kóreskum stjórnvöld- um og leiðtoga þeirra, einræð- isherranum Kim Jong-un. Ekki er þó víst hvað þau lof- orð þýða, þar sem þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem Norður-Kóreumenn fara gegn alþjóðasamfélaginu, og hótanir þess virðast ekki bíta á Kim. Skiptir þá litlu þó að helstu bandamenn hans í Kína hafi enn og aftur tekið undir fordæmingu alheimsins á at- hæfinu, því að Kim veit sem er að það eina sem Pekingstjórnin vill síður en kjarnorkuvopn í höndum sínum er að Norður- Kórea kikni undan refsiaðgerð- um Sameinuðu þjóðanna. Það veldur ekki síður áhyggjum að samhliða til- raunasprengingunum, sem ekkert lát er á, hafa Norður- Kóreumenn verið að þróa eld- flaugatækni sína og segja sér- fræðingar að þeir dragi nú langleiðina yfir Kyrrahafið. Suður-Kóreumenn og Japanir eru því uggandi, enda má gera ráð fyrir að þeir verði ofarlega á skotmarkalist- anum, ákveði Kim að láta verða af sí- felldum hótunum sínum. Þá styttist ískyggilega í að meginland Bandaríkjanna og Ástralíu verði í færi. Suður-Kóreumenn hafa þeg- ar brugðist við með því að hefja uppsetningu eldflaugavarna- kerfis í boði Bandaríkjanna, sem aftur hefur angrað Kín- verja og Norður-Kóreumenn. Gera má ráð fyrir að Japanir muni einnig sýna slíku kerfi áhuga á sama tíma og þeir huga að framtíðarfyrirkomulagi her- mála sinna. Eftir því sem Norður-Kóreumenn ganga lengra munu viðbrögðin fylgja í humátt á eftir og auka óstöð- ugleika í heimshlutanum. Kínverjar hafa lykilinn í höndum sér. Einungis þeir hafa diplómatískar og efna- hagslegar leiðir til að þvinga Kim Jong-un til þess að hlíta ákvörðunum Öryggisráðsins og Sameinuðu þjóðanna og gefa kjarnorkuvopn sín upp á bát- inn. Reynslan sýnir að önnur ríki ná ekki árangri gegn Kim Jong-un eftir þessum leiðum. Hver svo sem lausnin er get- ur núverandi ástand ekki geng- ið til lengdar. Áhættan af því að einn maður í Pjongjang grípi til óskynsamlegra og óverjandi aðgerða vex með hverjum degi sem líður. Hags- munir Kínverja liggja þar með öðrum ríkjum heims og hvorki þeir né aðrir geta leyft sér að horfa lengur upp á þessa þró- un. Kínverjar geta ekki beðið lengur með að beita sér af alvöru} Tilraunasprengingar halda illu heilli áfram Í grunnstefnu Pí-rata er mikil áhersla lögð á gagnsæi, sem snú- ist um að „opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni“. Þar segir ennfremur að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenn- ingi. Auk þessa er í grunn- stefnunni talað um að styrkja beint lýðræði, efla gegnsæja stjórnsýslu og að „draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum“. Prófkjör var haldið og svo var reynt að fá því breytt eftir kjörið og loks þvingað fram endurkjör til að losna við óæskilegan frambjóðanda. Þegar þessu var lokið og gagn- rýni kom fram frá fólki í ábyrgðarstöðum í flokknum var einn gagnrýnandinn lok- aður inni í herbergi með kapt- eininum til að útkljá málið. Niðurstaðan var sú að gagnrýnand- inn, sem hafði ver- ið afar skýr áður og sagðist hafa vitni að sam- skiptum sínum við kapteininn, baðst afsökunar á orðum sínum og óskaði flokkn- um velfarnaðar. Hann bætti því svo við að hann hefði lokið afskiptum af stjórnmálum. Hvað gerðist í lokaða bak- herberginu sem varð til þess að gagnrýnandinn tók allt til baka og hætti stjórnmála- afskiptum? Þessari spurningu fá kjósendur sennilega aldrei svar við, en öðrum spurn- ingum ættu þeir að velta fyrir sér: Hvers konar forystumenn eru það og í hvers konar flokki sem geta sest með þessum hætti ofan á gagnrýnendur? Og hvernig fer þessi atburða- rás saman við grunnstefnu flokksins? Þau eru óþægilega mörg og myrk skúmaskotin í gagnsæisflokknum} Bakherbergi Pírata E ftir að hafa búið í eigin húsnæði í tæplega 10 ár seldi ég íbúð mína og leigði í nokkur ár á eftir. Það var góður tími og reynsla í mínu tilfelli, leigusalar mínir voru heiðursfólk, verð sanngjarnt og leigusamn- ingur langur. En þar sem maður var orðinn leigjandi fór maður að fylgjast vel með því sem var að ger- ast almennt á leigumarkaðnum; framboði og eftirspurn, bæði á leigusíðum, í smáauglýs- ingum og Facebook-hópum þar sem fólk aug- lýsti stöku íbúðir til leigu en í miklum meiri- hluta var þar þó fyrst og fremst fólk í öngum sínum að leita að íbúðum. Það kom mér ótrúlega á óvart að sjá hið mesta fyrirmyndarfólk, með allt sitt á hreinu, setja inn auglýsingu dag eftir dag, þar sem það óskaði eftir íbúð fyrir sig og börnin sín án nokkurra viðbragða. Það brá jafnvel á það ráð, eftir að beið og leið, að birta hreinlega meðmælin sem það hafði beint með auglýsingunni svo allir sáu – þar sem fyrri leigusalar, vinnuveitendur, nágrannar og kennarar fóru lofsamlegum orðum um viðkomandi. Engin svör. Enda virkaði þetta ekki þannig. Leigusali auglýsti íbúð og þurfti svo hér um bil að fara í var og ráða um- boðsmann til að taka við hundruð fyrirspurnum sem rigndi inn næstu daga og nætur. Satt best að segja er þetta ein mest sorrí tilvera sem ég hef fylgst með. Svo það sé sagt bara hreint út. Fólk lenti í vandræðum ef það var einstætt, ef það átti fleiri en eitt börn (of mikill ágangur á íbúðina) og svo ekki sé talað um gæludýr. Þetta voru ekki draumaleigjendur. Það dugði oft ekki að senda öll þau meðmæli sem beðið var um, reiða fram bankatryggingar og þriggja mánaða leigu fyrir fram. Ekkert minna en sakavottorð dugði, takk fyrir. Allir óttast ótrygga leigjendur eins og þjófa að nóttu en enginn má banka og spyrja hvort siðferðið sé sofandi þegar leigusalar auglýsa fermetrann á 4.000 krónur. Ekki er hægt að segja að húsnæðismark- aðurinn sé auðveldur en stemningin á leigu- markaðnum er grátleg. Fyrir nokkrum árum fóru leigusalar að bera það fyrir sig að þeir yrðu að hækka leiguna til að vera ekki að „borga með“ húsnæðinu. Þetta er undarlega tekið til orða um það sem fylgir því að eiga og reka eigið húsnæði og ekkert náttúrulögmál að það að leigja út húsnæði sitt sé annað heiti yfir það að aðrir sjái hundrað prósent um húsnæðis- lánin manns. Því ekki er það leigjandinn þinn sem er að eignast neitt í húsnæðinu. Hugmyndir um að setja einhvers konar þak á leigu- verð hljóma afturhaldslegar í eyrum margra en það er mjög erfitt að sjá margar lausnir eins og staðan er núna. Hún er mjög alvarleg og samfélagsleg ábyrgð að stór hópur fólks lendi ekki í fátæktargildru. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexanders- dóttir Pistill Lúin stemning á leigumarkaðnum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Tenging frá Þingvallavegi yf-ir í Lundarreykjardal, alls60 km, gæti kostað 2,5 – 3milljarða króna í heild sinni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, þegar hann er spurður út í Uxa- hryggjaleið inn í Lundarreykjadal sem verið er að bæta. Nokkur um- ræða hefur verið um hversvegna sé verið að setja peninga í þetta verkefni, sér- staklega meðal jeppaleiðsögu- manna sem telja það verðmæti í ferðamennskunni að leiðir séu torfærar, sérstaklega þeg- ar hálendið er til umræðu. „Sá áfangi sem nú er unnið að, að leggja bundið slitlag á 16,5 km kafla, kostar um 300 milljónir króna. Með því er í raun verið að klára verk sem hófst fyrir mörgum árum þegar vegurinn var lagfærður og byggður upp. Óhagkvæmt er að hafa mal- arslitlag á slíkum vegum því vatn og vindar fara illa með malarslitlagið þannig að uppbyggingin endist illa.“ Hversu mikil umferð er áætluð um þennan veg sem mun kosta hátt í 3 milljarða? „Umferðin, neðst á kafl- anum, þar sem hann kemur niður á Þingvallaveg á Þingvöllum, er að meðaltali 115 bílar á dag alla daga ársins, á sumrin eru það 222 bílar á dag. Þumalputtaregla er að við það að leggja bundið slitlag eykst um- ferð um 10-20 prósent.“ Af hverju er talið mikilvægara að byggja upp tengingu milli Vest- urlands og Suðurlands um Lund- arreykjadal og Uxahryggi en að beina umferð um Kjósarskarð, Hval- fjörð og Draga? „Það er ekki þannig að það sé talið mikilvægara að leggja þennan veg eða hinn, þetta snýst ekki um val á milli þessara kosta. Ferðaþjónustan hefur kallað eftir þessum vegabótum rétt eins og sveitarstjórnir beggja vegna og hafa slíkar óskir komið víða að, meðal annars oft á reglulegum fundum Vegagerðarinnar og SAF, Samtaka ferðaþjónustunnar, á mörgum und- anförnum árum.“ Styttir leiðina milli Þingvalla og uppsveita Borgarfjarðar Hver eru rökin fyrir því að fara í þessa framkvæmd? Eru einhverjar rannsóknir sem notast er við eða töluleg rök? „Hver eru rökin fyrir því yfirleitt að bæta vegina? Þarna er vegur sem er til staðar, að bæta veginn eykur notagildi hans og opn- ar möguleika, til dæmis ferðaþjón- ustunnar á fjölbreyttari ferðum og ekki síður hins almenna ferðamanns hvort heldur sem þeir eru innlendir eða erlendir. Vegurinn styttir vissu- lega leiðina á milli Þingvalla og upp- sveita Borgarfjarðar töluvert en ekki svo neinu nemi leiðina milli Sel- foss og Borgarness. Með vegabótum þarna skapast möguleikar á hring- akstri frá Reykjavík um Þingvelli og á Vesturland til viðbótar við Gullna hringinn. Það má síðan bæta við að þetta er falleg og skemmtileg leið, fór hana í fyrrasumar. Mæli með því. Síðan er mikilvægt að hafa í huga að það er mikill munur á þessum kafla þ.e.a.s. frá Þingvöllum og að vega- mótunum og síðan kaflanum áfram norður Kaldadaldsveg. Það er allt annars konar vegur frá vegamótum og norður Kaldadalsveginn, þar sem ég myndi ekki ráðleggja mönnum að fara um á litlum fólksbílum. En kafl- inn sem þú spyrð um er hinsvegar vegur fyrir alla bíla og hefur alltaf verið. Það eru alltaf góð rök að setja bundið slitlag á malarvegi og í raun erum við langt á eftir nágrannaríkj- um okkar í uppbyggingu vegakerf- isins og svona framkvæmd er ein- faldlega hluti af því að byggja kerfið okkar upp. Enda lengist bundna slit- lagið um 50-60 km á hverju ári þessi árin, og yfirleitt meira eða um 100- 120 km. Og veitir ekki af.“ Uxahryggjaleið mun kosta 2,5 - 3 milljarða Morgunblaðið/Sverrir Vinnusemi Bæta á veginn á Uxahryggjaleið sem liggur til Þingvalla. Nokkrar deilur hafa verið um lagninguna. Ljósmyndin er af því þegar verið er að laga leiðina frá Mosfellsbæ og inná Þingvelli og ekki beint tengd efninu. G. Pétur Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.