Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 ✝ SvanlaugurElías Lárusson fæddist í Stykk- ishólmi 28. mars 1924. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 4. sept- ember 2016. Foreldrar Svan- laugs voru Lárus Elíasson úr Helga- fellssveit og Ásta Þorbjörg Páls- dóttir úr Höskuldsey. Á sínum yngri árum vann Svanlaugur ýmis störf bæði til sjós og lands, en lengst af vann hann við og rak verslun í Stykkishólmi ásamt bróður sín- um Bjarna og félaga þeirra bræðra, Benedikt Lárussyni. Svanlaugur kvæntist Sól- veigu Ingu Bjartmars úr Stykkishólmi 20.10. 1950. Hún lést 26. janúar árið 2000. Börn Svanlaugs og Ingu eru: 1) Sara Elín, f. 1951, maki Jónas Jónsson, f. 1955. Börn þeirra eru: a) Svanlaugur, f. 1974, maki Rannveig Odds- dóttir, f. 1973, börn þeirra eru: Kolbrá, f. 2004, Bjartmar, f. 2006, og Steinar, f. 2008. b) Ragnhildur, f. 1980, barnsfaðir Eyþór Máni Jós- efsson, f. 1979, börn þeirra eru: Sebastían Freyr, f. 2001, og Sara Sif, f. 2012. 2) Gunnar, f. 1954, maki Lára Guðmundsdóttir, f. 1955. Börn þeirra eru: a) Hrefna Dögg, f. 1984, unn- usti Wesley Ran- dall Farnsworth, f. 1987. b) Guðlaugur Ingi, f. 1986, c) Gunnhildur, f. 1990, unnusti Ósk- ar Hjartarson, f. 1987. d) Berglind, f. 1993. 3) Lárus Þór, f. 1957, maki Helga Harðardóttir, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Haukur, f. 1987, unnusta Katrín Elfa Arnar- dóttir, f. 1991, barn þeirra Hekla Rós, f. 2016. b) Hörður Þór, f. 1989, unnusta Bylgja Þrastardóttir, f. 1990. c) Linda Lárusdóttir, f. 1996. 4) Anna Kristborg, f. 1963, maki Ingvar Gisli Jónsson, f. 1962. Börn þeirra eru: a) Inga Rún, f. 1983, maki Guðmundur Þorkelsson, f. 1981, börn þeirra eru: Kristófer Ingi, f. 2003, Viktor Orri, f. 2008, og Sólveig Inga, f. 2014. b) Fann- ey, f. 1991, unnusti Teitur Páll Reynisson, f. 1988. c) Anna Guðný, f. 1999. Útför Svanlaugs fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 12. september 2016, klukkan 14. Í dag kveðjum við elsku pabba sem lést eftir stutt veik- indi á sjúkrahúsi Akraness. Ég myndi segja að pabbi hafi verið afar lánsamur maður. Hann ólst upp við ástúð í for- eldrahúsum ásamt systkinum sínum. Hann eignaðist yndis- lega konu og fjögur heilbrigð börn. Hann vann við ýmis störf þar til hann stofnaði fyrirtæki með bróður sínum Bjarna og besta vininum Benna. Síðast en ekki síst var hann afar heilsu- hraustur og með eindæmum lífsglaður maður. Það var yndislegt að alast upp á Bókhlöðustíg 11; ástríki, virðing, hvatning og jákvæðni einkenndi uppeldi okkar systk- ina og er ég nokkuð viss um að það uppeldi hafi skilað góðri uppskeru. Það var mikið áfall fyrir okkur öll þegar mamma lést óvænt fyrir 16 árum og höfðum við systkinin áhyggjur af því hvernig pabba tækist að lifa lífinu án mömmu. En hann sýndi það og sannaði að með já- kvæðni og ákveðnu æðruleysi er svo miklu auðveldara að komast í gegnum erfiðleika en annars. Þegar ég hugsa um lífið með pabba er ég full af þakk- læti. Þakklát fyrir að hafa hann sem mína bestu fyrirmynd. Þakklát fyrir allar samveru- stundirnar. Þakklát fyrir öll símtölin. Þakklát fyrir hvað við hlógum mikið saman. Þakklát fyrir að við systkinin, makar og börn gátum nýtt síðustu átta daga ævi hans svona vel þrátt fyrir að hann væri svona mikið veikur. Við spjölluðum, hlógum, héldumst í hendur og sungum. Við vissum að hann fann fyr- ir nærveru okkar og hlustaði. Elsku pabbi, minningin lifir. Kveðja Anna Kristborg. Nú er Svanlaugur bróðir minn farinn og þrátt fyrir háan aldur varð hann aldrei gamall. Hann keyrði bílinn sinn um bæ- inn og um sveitir, tók vini og vandamenn í bíltúra og spjall- aði við gesti og gangandi sem urðu á vegi hans. Hann þekkti alla og allir þekktu hann. Hann var fróður um öll örnefni bæði í Hólminum og á nesinu öllu. Laugi var einstakur, alltaf glaðvær og mikill gleðigjafi. Hann kunni ekki annað, alltaf svo brosmildur og hláturinn ekki langt undan. Hugurinn var alla tíð skýr og minnið gott og alltaf skemmtilegt að rifja upp með honum gamla tíð eða ræða líðandi stund. Laugi gaf sér alltaf tíma til að vera með mér þegar ég kom í Hólminn, hvort sem það var með fjölskyldu minni eða systr- um. Þegar ég kom með barna- börnin vildi hann endilega gera eitthvað með okkur, hvort sem það var að fara í veiði upp í vötn, dorga á bryggjunni eða skoða kríuvarpið uppi við flug- völl. Gaman er að minnast þess þegar við fjölskyldan vorum að fara í sjóstangaveiði fyrir margt eitt löngu, þá kom Laugi með okkur á síðustu stundu, við tókum hann upp á bryggjunni þar sem hann stóð og var alveg til í að hoppa um borð án nokk- urs fyrirvara. Að hafa hann með gerði ferðina ógleyman- lega fyrir alla, því hann kunni handbragðið og tók við stjórn- inni og veiðin var eftir því, við fylltum bátinn af þorski. Það er varla hægt að ræða um Lauga öðruvísi en að Bjarni komi þar við sögu. Laugi og Bjarni voru miklir bræður alla tíð og báru mikla virðingu hvor fyrir öðr- um. Þeir voru saman í versl- unarrekstri í mörg ár, fyrst með verslun Sigurðar Ágústs- sonar og síðar Hólmkjör ásamt Benedikt Lárussyni félaga þeirra. Hólmurinn verður aldr- ei samur eftir fráfall þeirra þriggja. Laugi lét sig ekki vanta á viðburði í bænum, hvort sem það var á menningar- eða íþróttasviðinu, og var harður stuðningsmaður Snæfells. Á körfuboltaleikjum sat hann í heiðurssæti ásamt Bjarna og Benna og fékk ég þann heiður að sitja þar með þeim einu sinni og var það mikil upplifun enda gáfu sig allir á tal við þá. Enn á ný er höggvið skarð í systkinahópinn, en áður eru farin Bjarni og Helga. Líf þeirra allra skilur eftir sig bjartar minningar hjá okkur sem áttum þau að. Ég kveð kæran bróður með þakklæti fyrir góðar samveru- stundir og sendi börnum hans og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Nú aftanblik slær á Breiðafjörð og bráðum skín þér fagurt sólarlag, og yfir þér og vorri ættarjörð englar vaki bæði nótt og dag. (Þorgeir Ibsen) Ebba Júlíana Lárusdóttir. Elskulegur tengdapabbi minn, Svanlaugur, er látinn, 92 ára að aldri. Laugi eins og hann var alltaf kallaður var ein- stakur maður á svo margan hátt. Ég var ansi ung, svona eftir á að hyggja, þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra hjóna. Þau tóku mér opnum örmum og sérstaklega var armur Lauga stór og hlýr. Það er margs að minnast á svona löngum tíma og minningar streyma fram. Laugi átti mjög auðvelt að kynnast fólki og skipti aldurinn þar engu um, staðurinn eða stundin. Hann laðaði til sín unga sem aldna með einlægum áhuga á þeirra högum. Hann jafnvel kynntist fólki í heita pottinum og alltaf voru ein- hverjar líkur á því að hann byði Svanlaugur Elías Lárusson ✝ Hrafn Ingva-son fæddist á Akureyri 5. ágúst 1937. Hann lést á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 4. september 2016. Foreldrar hans voru Ingvi Jóns- son frá Klúkum Eyjafjarðarsveit, f. 16.8. 1909, d. 6.1. 1983, og Jenny Helga Hansen frá Dan- mörku, f. 24.8. 1911, d. 11.6. 1999. Systkini Hrafns voru Anna Carla, f. 11.1. 1936, d. 14.1. 1937, Már, f. 12.10. 1942, Anna Carla, f. 10.9. 1945, d. 8.7. 2016, og Jón Lárus, f. 25.3. 1954, samfeðra. Hrafn kvæntist 25, júlí 1959 Ólafíu Guðrúnu Steingríms- dóttur, f. 27.10. 1939. Börn þeirra: 1. Sigríður Jenny, f. Hrafn bjó fyrstu árin á Ak- ureyri en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Þegar foreldrar hans skildu 1947 fór hann norður til föðursystur sinnar og manns hennar að Brávöllum í Glæsibæjarhreppi og bjó þar þangað til hann fór til Reykjavíkur 1955 þar sem hann vann við ýmis störf. Þar kynntist hann eiginkonu sinni og hófu þau búskap 1959. Hann fór á sjó 1960 og stund- aði sjómennsku þar til þau fluttu til Akureyrar 1963 og hafa búið þar síðan. Hrafn fékk vinnu hjá Vegagerðinni, síðan fór hann á togara hjá ÚA, en þegar Samherji byrjaði á Akureyri 1983 fór hann til þeirra og var í fyrstu áhöfn frystitogarans Akureyrarinnar EA 10 og vann hjá þeim þar til hann hætti á sjó vegna ald- urs. Útför Hrafns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 12. september 2016, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 17.6. 1958, sam- býlismaður Böðvar Ingvason, börn hennar úr fyrri sambúð eru Hrafnhildur Stef- ánsdóttir, Stella Guðrún Stef- ánsdóttir, Daníel Örn Stefánsson, sonur hennar og Böðvars er Elmar Geir. Böðvar á tvö börn úr fyrri sambúð. 2. Stein- grímur Viðar, f. 16.7. 1961, maki Janpen, börn hans úr fyrra hjónabandi eru Karl Ólafur, Katrín Ósk og Elva Björk. Steingrímur á einnig tvö stjúpbörn. 3. Sigurður Ingvi, sambýliskona Soffía Margrét Hafþórsdóttir, synir hans úr fyrri sambúð Hákon Arnar, Atli Hrafn. Langafa- börnin eru samtals 12. Elsku pabbi, það er sárt að skrifa þessi orð þó ég viti að þú sért kominn á góðan stað. Ég þakka allar yndislegu stundirn- ar sem við höfum átt saman og þann ómetanlega stuðning og hjálp sem þú og mamma hafið gefið mér í gegnum árin. Það var erfitt fyrir þig að sætta þig við þessi erfiðu veikindi. Þú gast ekki setið kyrr og varðst alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Við áttum góðar stundir í sumarfríinu mínu og vorum við duglegir að vera úti þegar veður leyfði og það þótti þér gott. Ég veit að það eru erfiðir tímar framundan hjá okkur á meðan við erum að átta okkur á þessu því þú varst okkur svo mikils virði, elsku pabbi minn. Ég gæti skrifað endalaust til þín því svo margar góðar minn- ingar á ég um þig. Við vorum alltaf í góðu sambandi og gátum talað um allt og við munum halda því áfram. Ég mun hugsa vel um mömmu og afastrákana þína. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram munu bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Megi ljósið umvefja þig, elsku pabbi minn, eins og þú umvafðir okkur með kærleika þínum og hlýju þar til við hitt- umst að nýju. Þinn sonur, Sigurður. Elsku Krummi minn, það er erfitt að kveðja svo yndislegan mann eins og þig. Fékk ekki mörg ár til að kynnast þér en þau sem ég fékk innihalda margar góðar minningar. Man vel hversu hlýlega þú og Stella tókuð á móti mér og buðuð mig velkomna inn í fjölskylduna. Frá ykkur geislaði svo mikil hlýja og kærleikur að mér leið strax eins og ég væri orðin hluti af fjölskyldunni ykkar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, Hrafn Ingvason Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Lögfræðiþjónusta Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR S. MAGNÚSSON læknir, til heimilis Kleifarvegi 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 13. september klukkan 13. . Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLFRÍÐUR PETRA ÓLAFSDÓTTIR, tannsmiður og fv. bankaritari, Borgarholtsbraut 35, Kópavogi, lést á Hrafnistu Hafnarfirði 8. september. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 16. september klukkan 13. Þau sem vildu minnast hennar eru minnt á minningarsjóð FAAS, Félag aðstandenda alzheimerssjúklinga. . Ægir Jens Guðmundsson Linda Brá Hafsteinsd. Jónas Þröstur Guðmundsson Þóra Bryndís Árnadóttir Sigríður Hrund Guðmundsdóttir Skúli Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA DAGBJÖRT ÞORLEIFSDÓTTIR, Hellissandi, lést á Dvalarheimilinu Jaðri aðfaranótt 3. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins Jaðars fyrir góða umönnun. . Elías Rúnar Elíasson Kolbrún Sigurðardóttir Frímann Guðmundsson Ingibjörg Gunnarsdóttir Fanney Guðmundsdóttir Finnur Guðmundsson Sigurður Guðmundsson Lilja Michelsen Sigurjón Guðmundsson Dorota Gluszuk Ingunn Guðmundsdóttir Lárus S. Guðmundsson Brynja Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHVÍT REYNISDÓTTIR, Hrísmóum 1, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju í Garðabæ þriðjudaginn 13. september klukkan 15. . Magnús Andrésson Sverrir Andrésson Margrét Andrésdóttir Pétur Andrésson tengdabörn, barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.