Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Eggert Nóg að gera Eva spinnur á rokk, Agnes kembir, Svavar stígur spunarokkinn og Guðni við vefnað í vefstólnum. heimilisnota, til að spinna fínan þráð úr plötulopa, en úr bandinu voru prjónaðar flíkur á okkur heimilis- fólkið. Þetta var líka hentugur grip- ur sem hægt var að flytja á milli bæja. En það var einnig ofið á mínu heimili, því þar var vefstóll svipaður þeim sem Guðni á.“ Úlpa ofin úr rauðköflóttu Guðni segir móður sína Guð- laugu Guðnadóttur hafa átti vefstól- inn sem hann sitji við. „Diðrik frændi minn, sem alltaf var kallaður Diddi í Einholti, smíð- aði þennan vefstól og ég lærði að vefa á hann sem strákur. Ég var ekki gamall þegar ég óf trefil handa sjálfum mér úr sauðalitunum í þess- um stól, en ég er löngu búinn að týna honum, því miður. Ég man sér- staklega eftir að saumuð var rauð- köflótt úlpa á bróður minn úr efni sem ofið var í stólnum.“ Guðni segist ekki kunna að setja upp í vef- stólinn en hann láti Agnesi um það, enda hafi hún lokið textílnámi frá Myndlistaskól- anum í Reykjavík, þar sem slíkt er kennt. „Það er seinlegt verk að vefa en það nuddast áfram þeg- ar setið er við,“ segir Guðni, sem er ríflega hálfn- aður með fyrri trefil af tveimur sem Agnes hef- ur sett upp í vef- stólinn. En Guðni á nóg til af þolin- mæði og segist kannski ætla að vefa sér rúmteppi, því hann tími ekki að nota rúmteppið sem móðir hans óf forðum. „Karlar ófu jafnt á við konur eftir að vefstólarnir komu og hægt var að sitja við það, en fyrir tíma stólanna gengu konur hring eftir hring þegar þær stóðu við vefnaðinn og þurftu að ganga allt að 30 kíló- metra á dag við verkið. Karlarnir nenntu því náttúrlega ekki,“ segir Guðni og hlær. Sögur af nautaréttum Þau una öll fjögur hag sínum vel í skúrnum við handverkið og Eva er í læri hjá Agnesi sem lánaði henni hollenska rokkinn. „Agnes plataði mig til að vera með í skúrnum fyrir hátíðina og ég sé ekki eftir því, núna er ég að læra að kemba, spinna og vefa. Það er gaman að leika sér hér,“ segir Eva. Og víst er hún notaleg stemningin í bíl- skúrnum, róandi hljóðin í rokkunum og í útvarpinu hljóma ætt- jarðarlög. Og ýmislegt ber á góma í spjallinu þeirra á milli, Eva og Agnes fá gjarnan að heyra ýmislegt frá fyrri tíð. „Þeir eru gullmolar, þessir tveir karlar. Okkur finnst gaman að heyra frá þeim tíma þegar þeir voru að alast upp hér í sveitinni fyr- ir margt löngu. Þeir voru áðan að segja okkur frá nautaréttum hér í Tungunum þegar Hekla gaus árið 1970, en þá varð svo mikið öskufall og eitrun að flytja þurfti nautgripi frá nokkrum bæjum í Tungunum og fara með þá í Flóann. Þegar óhætt var að flytja gripina heim aftur var þeim öllum safnað í Tungnaréttir og síðan voru þeir dregnir í dilka,“ segja þær Agnes og Eva, sem eru af- ar sáttar við félagsskapinn og sög- urnar. „Við verðum margs vísari við handverkið, þetta eru ómetanlegar stundir, og maður veit aldrei hvar þetta ævintýri endar. Kannski verð- um við með farandsýningu,“ segir Agnes og heldur áfram að kemba ullina. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 www.fr.is FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til lögg.fasteignasala Brynjólfur Þorkellsson Sölufulltrúi Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa Spunnið Agnes er lagin við að spinna þráð á hollenska rokkinn sinn. Ullarvinna Agnes kembir ullina og gerir hana klára fyrir rokkinn hjá Evu. Hrosshár Guðni spinnir þráð úr hrosshári á halasnældu, gengur sæmilega. Reipi Guðni bjó það til úr heyrúlluneti og smíðaði hagldir. Karl Bretaprins gerði sér lítið fyrir og skellti sér í hnakkinn á öldnum hjólfáki frá árinu 1933, sem notaður var til að koma símskeytum til skila hér áður fyrr, en hátíð var haldin fyrr í þessum mánuði til heiðurs bresku póstþjónustunni. AFP Kalli skellti sér á hjólfákinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.