Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 Tækni í þína þágu hitataekni.is Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Agnes stjórnar hér í skúrn-um og hún átti upptökinað þessu öllu saman. Húnvakti upp gamla drauga, okkur Guðna,“ segir Svavar Sveins- son og hlær þar sem hann situr við spunarokk í bílskúr í Reykholti í Biskupstungum. Skúrinn sá er í eigu Guðna Lýðssonar, hins draugsins, en hann situr við vefstól. Í skúrnum með þeim eru tvær konur, sveit- ungar þeirra, Eva Hillströms sem spinnur þráð á hollenskan rokk og Agnes Geirdal sem kembir ull. Agnes gengst við því að hafa komið handverkinu í bílskúrnum á lagg- irnar, en allt var það ætlað til eins dags, þegar hin árlega sveitahátíð Tvær úr Tungunum var haldin í Reykholti í sumar. „Ég frétti af spunarokkinum inni í stofu hjá Svavari og fékk að skoða hann. Hann reyndist aðeins laskaður og ég manaði Svavar til að laga hann. Hann tók strax til við að gera við hann og ég rak á eftir hon- um, sagði að hann yrði að klára þetta fyrir hátíðina. Svavar sagði mér að Guðni ætti gamlan vefstól sundur- tekinn í bílskúrnum hjá sér og ég fór þess á leit við Guðna að hann kæmi vefstólnum í stand, sem hann tók vel í. Við náðum markmiðinu, að klára viðgerðir fyrir hátíðina og sýna hér í skúrnum hvernig unnið var á þessa gripi í gamla daga,“ segir Agnes og bætir við að uppátækið hafi vakið mikla lukku. Og nú geti þau ekki hætt, þau hittist öll fjögur í skúrnum einu sinni í viku og kembi, spinni og vefi. Var til heimilisnota Svavar er fæddur og uppalinn á bænum Drumboddsstöðum og segist hafa haldið spunarokkinum eftir þegar þar var tekið til einhverju sinni. Hann man vel eftir rokkinum frá bernskudögum sínum. „Ég vann töluvert á þennan rokk þegar ég var unglingur, fyrir meira en hálfri öld, en hann er smíð- aður árið 1951 af Sigurjóni sem bjó á bænum Forsæti í Villingaholts- hreppi. Þetta er listasmíð og gripur- inn hefur dugað vel. Foreldrar mínir keyptu hann fyrst og fremst til Vitum ekki hvar þetta ævintýri endar Þau segjast ekki geta hætt, það sé svo gaman að kemba, spinna og vefa, já og segja sögur. Þau hafa dregið fram gömul verkfæri, spunarokk, vefstól, kamba og venju- legan rokk og stunda nú hið forna handverk þar sem þau hittast einu sinni í viku í bílskúr hjá öðrum draugnum sem vakinn var upp fyrir sveitahátíð í sumar. Góð- ir draugar verða ekki svo glatt kveðnir niður, sem betur fer. Ofið Þetta nuddast ef maður situr við, segir Guðni um þolinmæðisverkið. Stúss Svavar lagaði spunarokkinn til gagns, hér skiptir hann um kefli. Í þessari viku hefst ellefu vikna nám- skeið í kvikmyndagerð og vídeólist í Hinu húsinu sem ætlað er ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára. Námskeiðið hefst á miðvikudaginn 14. september. Fyrirtækið Teenage Wasteland heldur námskeiðið, en það hefur aðstöðu bæði í Los Angeles og í Reykjavík. Markmið þess er að bjóða upp á heimspekilegan vettvang sem vekur andagift fyrir ungt fólk þar sem það getur komið sköpun sinni á fram- færði til að tjá áhugamál sín, drauma, ást, ótta og martraðir á jákvæðan og öruggan hátt. Nánari upplýsingar fást hjá hitthusid@hitthusid.is og í síma 411 5500. Vert er að taka fram að frístundakort er nýtanlegt fyrir þetta námskeið. Vefsíðan www.teenagewastelandofthearts.com Skjáskot Úr myndbandi Yrsu Óskar um reglur um kossa. Kvikmyndanámskeið fyrir 16-25 ára í Hinu húsinu hefst í vikunni Línudansinn heldur velli, enda hefur hann verið kenndur hér á landi í rúm tuttugu ár. Nú er lag fyrir þá sem langar að tileinka sér þennan hóp- dans, því nú ætlar dansglaða starfs- fólkið hjá Dans og jóga, sem er til húsa í Valsheimilinu við Hlíðarenda, að fara af stað með byrjenda- námskeið í línudansi og hefst það á morgun, þriðjudag, 13. september. Námskeiðið stendur í 14 vikur, mætt er einu sinni í viku og dansað í 50 mínútur. Einnig er boðið upp á nám- skeið fyrir lengra komna en þeir geta valið um að dansa fislétta dansa, léttari dansa eða erfiðari dansa. Og að sjálfsögðu eru öðru hverju haldin skemmtileg böll. Línudans er góð lík- amsrækt, frábær skemmtun og það besta er að það er engin þörf á dans- félaga. Nánari upplýsingar á vefsíð- unni www.dansogjoga.is. Endilega … …skellið ykkur í línudansinn Morgunblaðið/Jim Smart Flottar Þessar konur sýndu línudans á Menningarnótt árið 2005 á Ingólfstorgi. Tónleikaröðin „Frjáls eins og fuglinn“ fer af stað í Fella- og Hólakirkju næstkomandi miðvikudagskvöld, 14. september, og verður áfram í allan vetur. Þær sem verða með fyrstu tónleikana nú á miðvikudag kl. 20 eru þær Arnhildur Valgarðsdóttir píanó- leikari og Særún Harðardóttir sópr- an. Þær ætla að vera jafn frjálsar og fuglinn í lagavali og bjóða upp á ýmsilegt frá klassík yfir í dægurlög. Má þar nefna söngperlur eftir Emil Thoroddsen, Sigfús Halldórsson, Oddgeir Kristjánsson, Friðrik Jóns- son og Megas. Einnig ætla þær að koma við í söngleikjunum Mary Popp- ins og My fair lady svo eitthvað sé nefnt. Vert er að taka fram að enginn posi er við inngang og því nauðsynlegt að taka með sér seðla fyrir aðgangseyri. Allir velkomnir til að eiga notalega stund í kirkjunni og kaffi og konfekt verður í lok tónleika. Særún syngur Megas, Sigfús, Oddgeir og Mary Poppins Frjálsar eins og fuglinn flytja þær lög úr ýmsum áttum Lagaval Sópran og píanóleikari Særún og Arnhildur fara sínar eigin leiðir. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Gersemar Móðir Svavars óf græna teppið en móðir Guðna óf hvíta teppið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.