Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 Laufsugur og blásarar Laufsuga/Laufblásari BHX2510 Makita fjórgengismótor. Hámarks loftflæði 10,1 m3/mín. Lofthraði 65 m/sek. Laufpoki 35 lítrar. Þyngd 6,5 kg. Laufblásari EB7650 TH Makita fjórgengismótor. Hámarks loftflæði 19,0 m3/mín. Lofthraði 89 m/sek. Þyngd 10,8 kg. ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefverslun: www.thor.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér verður boðið í partí, á listviðburð eða eitthvað af því tagi alveg óvænt. Láttu ekki leti og kæruleysi ná tökum á þér í dag því þú þarft að skila verkefni sem krefst ein- beitingar. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þú vilt endilega heyra sannleikann verður þú að vera maður til þess að taka hon- um. Ekki gera kröfur til eins né neins í dag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ást við fyrstu sýn gæti átt sér stað í dag. Það þjónar engum tilgangi að sýta liðinn tíma. Horfðu fram á veginn, hann er bjartur og beinn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er óþarfi að vera svo feimin/n að þora ekki að viðra skoðanir sínar við vini og vandamenn. Gleði þín og bjartsýni smitar aðra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur unnið vel og skipulega og hef- ur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Fyrir það áttu skilið að taka þér frí það sem eftir er dagsins. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú finnur nýjar leiðir til tekjuöflunar, en gömul vandamál skjóta upp kollinum á sama tíma. Allir sem þú talar við munu taka vel í hugmyndir þínar og samþykkja það sem þú segir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hafðu auga með bankareikningnum í dag. Dagurinn hentar vel til viðræðna um hluti sem skipta þig máli. Þú ert ekki af baki dottinn í að knýja fram breytingar heima fyrir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Besta leiðin til þess að nýta dag- inn er að snúa sér að verkefnum sem krefjast einbeitingar. Reyndu að finna tíma til að vera í ró og næði. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þig langar til að koma skipulagi á hlutina bæði í vinnunni og á heimilinu og hefja að því loknu nýjan kafla. Þú ávítar rang- an aðila og færð skömm í hattinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er engin ástæða til að gera of mikið úr hlutunum þótt eitthvað fari öðruvísi en þú ætlaðir. Gefðu öðrum tækifæri og þá mun koma í ljós hvers megnug þau eru. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ólíkt þér að vera aðgerð- arlaus, og nú ert þú jafnvel sá eini/eina sem berst fyrir réttlæti. Segðu öðrum að þú viljir hugsa málin vandlega áður en þú tekur ákvörðun. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þið fáið tækifæri til þess að hitta skemmtilegt fólk og skuluð njóta augnabliks- ins meðan það gefst. Dagdraumar eru ágætir í hófi. Áföstudaginn birtist í Vísna-horni skemmtilegt smáljóð, „Árstíðahvörf“ eftir Ólaf Stef- ánsson. Fía á Sandi sagði á Leirn- um að það væri „skemmtilegt“ og bætti við: Nú er sumarið farið svo fljótt fátítt að heyra í spóa. Kúrir við gluggana kolsvört nótt kanske fer bráðum að snjóa. Í því sama Vísnahorni var vísa eftir Fíu, þar sem spurt var hvernig ætti að stöðva eldgos. Þetta hreyfði við Páli Imsland, sem heilsaði Leir- liði á sólarlitlum degi, – sagði, „sem gamall sérfræðingur í málinu, þá finnst mér, Fía, að ég verði að reyna að svara þessari spurningu þinni. Ég tek þó fram að sérfræðileg þekkingarleit mín beindist aldrei að því að stoppa eldgos, bara að halda aftur af þeim. En það er kannski von fólgin í eftirfandi svari, þó stirt sé: Að stoppa enginn Kröflu kann, en Kölska mætti spyrja: ef gagna myndi’ að hætti hann hana bara að smyrja. Fía á Sandi tók þessu vel: Ef að leysa þarf eldgosavandann örugglega, ég tel að semja þurfi við sjálfan Fjandann og sjálfsagt gengur það vel. Bjarki Karlsson fann lausnina: Ef að stöðva eldgos þarf ætti að ráða strax í starf ávæðaskáld. Ég ætl’að, Jón Ingvar niður kveði Frón. Oftar en ekki er það svo vegna hins knappa forms Vísnahorns, að ekki er unnt að koma öllum svörum og athugasemdum við þau til skila. Svo var um þessa limru Helga R. Einarssonar, – sem hann kallaði „smá eftirrétt“ til bragðbætis: Er Fúsi folann sinn gelti fór um hundinn sem gelti. Seldi svo bílinn, breytti um stílinn. Keypti sér gyltur og gelti. Sigurlín Hermannsdóttir skrifar á Leir, að nú sé víst verið að breyta stafsetningarreglum (fyrir þremur mánuðum en enginn frétti af því fyrr en í gær) og nú skal rita stóran staf víða þar sem lítill var brúkaður áður. Mikið er gott að við nú vitum um Vinstri Komma og Nýkrata og með stórum stöfum ritum Stjórnarliða og Pírata. Þeir eru margir fíklarnir og það er margur fíkillinn. Pétur Stef- ánsson yrkir Líkt og bein og hræ og hrygg, hundur þarf að naga, duglegur ég tygg og tygg, tyggjó alla daga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af spóa, Kröflu og Kölska Í klípu ÞAÐ ER TALIÐ MERKI UM GÆFU ÞEGAR FUGL SKÍTUR Á HAUSINN Á ÞÉR – NEMA, AUÐVITAÐ, UM SÉ AÐ RÆÐA HRÆGAMM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MARKAÐURINN ER Í FRJÁLSU FALLI. ÉG VAR AÐ TAPA TVÖ HUNDRUÐ KRÓNUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera hugfanginn! SPLATT! TANNKREM Á TEKEXI? UU, NEI TAKK OG FARÐU ÚT Í BÚÐ! MÉR LÍÐUR BEST NÁLÆGT KONU SEM ER ÓFULLKOMIN! MEINARÐU MEÐ YFIRBIT? HALLÓ, MYNDARLEGI… NEI, FREKAR MEÐ SLÆMA SJÓN! Fátt finnst Víkverja skemmtilegraen ferðalög, helst í veruleikanum en sem ímyndun ef ekki vill betur. Hann pantar því oft ferðabækur í gegnum vefverslun Amazon.com og fékk fyrir helgina ágætan doðrant frá forlagi National Geographic sem heitir World’s best cities - celebrat- ing 220 great destinations. Borgirnar í bókinni eru 52, hver annari áhuga- verðari. Áhugaverðir sögustaðir, góð veitingahús, listviðburðir og litríkt mannlíf. Víkverji sem er á leið til Par- ísar og New York fékk fínar hug- myndir um hvað skoða skyldi þar. x x x Fróðleiksbækur, þar sem efnið ersett fram í stuttum og vel stíl- uðum greinum, eru eftirlæti Vík- verja. Nýlega kom út bókin Banda- ríkjaforsetar eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing. Í 45 köflum er sögð saga jafn margra sem valist hafa til forystu fyrir veldið í vestri. Stríðs- rekstur, hagsmunaátök, réttindabar- átta, kosningabrall og mannlegar freistingar sem forsetarnir hafa stað- ið andspænis og stundum fallið fyrir. Víkverji fór í frí og greip þá með sér þessa bók, sem er í þægilegu broti og er því góður koddalestur. x x x Í góðum hópi var sagt frá rómuðumendurminningabókum Guð- mundar G. Hagalín sem urðu níu talsins og komu út á löngu árabili, hin fyrsta 1951. Víkverji fór því í bóka- safnið og fann bækurnar, Hér er kominn Hoffinn og Þeir vita það fyrir vestan. Að glugga í þessar bækur er yndislestur og sagt er frá mörgu fróðlegu úr veröld sem var en fæst í þessum sögum hefur þó skírskotun í nútímanum. Samt skín í gegn að Hagalín, sem var fæddur 1898, hefur verið skemmtilegur karl. Það hefði verið gaman að kynnast honum í lif- anda lífi. x x x Ari Trausti Guðmundsson skrifaraf þekkingu og listfengi bókina Veröld í vanda - umhverfismál í brennidepli. Í þessu spánýja kveri er vernd og nýting náttúrunnar reifuð og rökrædd á yfirvegaðan hátt, sem er góð tilbreyting því svo oft einkenn- ist umfjöllun um þennan málflokk af hávaða og látum. víkverji@mbl.is Víkverji Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en týna eða glata sjálf- um sér? (Lk. 9.25)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.