Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 Ingibjörg Örlygsdóttir, eða Inga á Nasa eins og flestir þekkjahana, á 50 ára afmæli í dag. Hún hefur rekið tónleikastaðinnNasa í sumar, en þá var staðurinn opnaður á ný eftir að hafa ver- ið lokaður í fjögur ár. „Þetta hefur gengið rosalega vel og við höfum verið með fullt af flottum böndum, Palla, Emmsjé Gauta, Úlf Úlf, Skálmöld, Agent Fresco og Reykjavíkurdætur svo ég nefni eitthvað. Við verðum með Airwaves og það verður lokahnykkurinn í bili. Svo verður framhald þegar búið verður að endurbyggja salinn.“ Inga opnaði Nasa árið 2001 og rak staðinn í 11 ár samfleytt. „Þessi staður er einstakur og ég hef saknað mikið þessa húss, það er einhver óútskýranleg tenging þarna á milli.“ Eftir að staðnum var lokað gerð- ist Inga umboðsmaður Páls Óskars. „Ég held því áfram fyrir utan að við erum orðin eins og gömul hjón eftir Nasa-ævintýrið. Ætli ég byrji ekki afmælisdaginn á því að fara í ræktina, sem ég geri mjög reglulega og hef alltaf gert, og svo sjáum við hvað setur. Mér finnst mesti fögnuðurinn á árinu vera að fá að reka Nasa aftur, það er á við tíu afmæli.“ Tónlist er að sjálfsögðu mikið áhugamál hjá Ingu. „Ég get verið rappari á morgnana og rómantísk á kvöldin og er alæta á músík. Svo er ég rosalega mikil áhugamanneskja um hreyfingu og heilbrigði og hef keppt í sundi og hlaupi og tekið þátt í maraþoni.“ Gordjöss Páll Óskar og Inga á Gay Pride-ballinu á Nasa í sumar. Opnun Nasa mesti fögnuðurinn á árinu Ingibjörg Örlygsdóttir er fimmtug í dag G uðný Jóna fæddist á bænum Grund í Stöðv- arfirði 12.9. 1915. Þegar hún var á fjórða ári fluttu foreldrar hennar með þrjú börn til Norðfjarðar. Þau fluttu fljótlega aftur til Stöðv- arfjarðar þar sem hún ólst upp og að- stoðaði föður sinn og bróður sem gerðu út bát. Fimmtán ára fór Guðný suður til Reykjavíkur þar sem hún vann við mötuneyti sem frænka hennar, Bjarnheiður Brynjólfsdóttir, rak að Hafnarstræti 18. Þar vann hún þar til hún giftist fyrri eiginmanni sínum, 1935, en hann fórst árið 1940. Guðný stundaði síðan ýmis störf, fór í síld til Djúpavíkur og Siglufjarðar, setti upp saumastofu í Hafnarfirði og var með mötuneyti um tíma að Hverfisgötu 50 í Reykjavík. Guðný giftist seinni manni sínum 1942. Þau fluttu til Akureyrar næsta Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir, fyrrv. bóndakona – 101 árs Hress og ungleg Guðný Jóna með börnunum sínum sjö en myndin var tekin í tilefni af hundrað ára afmæli hennar. Fjölbreytt og ánægju- legt ævistarf í 101 ár Veiðimaðurinn Guðný Jóna hefur haft áhuga á veiði í áratugi og veiðir enn. Róbert Máni Einarsson og Elmar Örn Daníelsson söfnuðu flöskum í Kórahverfi í Kópavogi og Grafarholti. Þeir gáfu Rauða krossinum ágóðann, 16.032 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Draumurinn um demant Sérfræðingar í demöntum Íslensk hönnun og smíði Laugavegur 61 ︲ Kringlan ︲ Smáralind ︲ Sími 552 4910 PIPA R\TBW A • SÍA jonogoskar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.